Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fékk fjölda styrkja
Fréttir 15. febrúar 2021

Fékk fjölda styrkja

Höfundur: Vilmundur Hansen

Landbúnaðarháskóli Íslands og starfsmenn hans hafa hlotið fjölda styrkja til verkefna það sem af er árinu, ýmist sem aðalumsækjendur eða samstarfs­aðilar. Má þar nefna úthlutanir á vegum Rannís og Matvælasjóðs fyrir styrkárið 2021.

Christian Schultze, rannsókna- og alþjóðafulltrúi Landbúnaðarháskóla Íslands, segir: „Það er einstaklega ánægjulegt hversu mikil gróska er í rannsóknastarfi innan veggja skólans og spennandi að fylgjast með þessum verkefnum áfram.“

Í tilkynningu frá skólanum segir að „verkefnin [séu] fjölbreytt og sýna breidd skólans og sérstöðu hans sem er líf og land í sínum víðasta skilningi. Öflugt samstarf er skólanum afar mikilvægt en hlutverk hans er að skapa og miðla þekkingu á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu á norðurslóðum og stuðla þannig að verðmætasköpun og fæðuöryggi til framtíðar með sjálfbærri nýtingu auðlinda.“

Grasbítar á norðlægum slóðum

Í úthlutun úr Rannsóknarsjóði Rannís á sviði náttúru- og umhverfis­vísinda hlaut verkefni Isabel C Barrio deildarforseta, Gras­bítar á norðlægum slóðum: tengsl fjölbreytni og starfsemi, styrk. Ásamt Isabel er Emmanuel Pierre Pagneux lektor meðumsækjandi.

Viðbrögð túndruvistkerfa við beitarfriðun

Jón Guðmundsson lektor og Isabel eru samstarfsaðilar í verkefni leitt af Háskóla Íslands sem heitir Föst í viðjum hnignunar? Viðbrögð túndruvistkerfa við beitarfriðun. Jón er einnig samstarfsaðili í öðru verkefni sem leitt er af Háskólanum á Hólum ásamt Birni Þorsteinssyni prófessor og kallast Áhrif langtíma beitarfriðunar á kolefnisupptöku og kolefni í graslendisjarðvegi.

Mannakorn og Birta

Skólinn fékk einnig styrki úr nýstofnuðum Matvælasjóði sem hefur það hlutverk að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Hrannar Smári Hilmarsson tilraunastjóri hlaut styrk fyrir verkefnið Mannakorn og er unnið meðal annars í samstarfi við Sandhól. Verkefnið BIRTA Gróðurhúsalausn hlaut einnig styrk en þar er Christina Stadler lektor samstarfsaðili.

Endurheimt birkivistkerfa á 21. öld

Verkefnið Endurheimt birkivistkerfa á 21. öld – áskoranir, leiðir og ávinningur, hlaut Markáætlun Rannís en það er í umsjá Ásu Lovísu Aradóttur prófessors í samstarfi við Landgræðsluna og HÍ. Einnig hlaut verkefnið Staðbundin nýting hráefna í áburð – heildstæð nálgun að hringrásarhagkerfi, styrk og er Hrannar Smári Hilmarsson tilraunastjóri þar samstarfsaðili.

Útbreiðsla, stofnþróun og verndun nætursjófugla

Styrk til doktorsverkefnis hlaut Stephen Hurling en Jan Axmacher gestalektor og Hlynur Óskarsson dósent eru meðal annarra leiðbeinendur hans í verkefninu Útbreiðsla, stofnþróun og verndun nætursjófugla á Íslandi.

Borgir og loftslagsvandinn

Á sviði skipulags og hönnunar er teymi innan skólans komið áfram eftir fyrsta hluta alþjóðlegrar hönnunarsamkeppni samtakanna C40 Reinventing Cities, þar sem markmiðið er að fá borgir til að leggja sig fram í baráttunni gegn loftslagsvanda. Teymið skipa Kristín Pétursdóttir, lektor og brautarstjóri, Steinunn Garðarsdóttir sérfræðingur og Samaneh Nickayin lektor og eru í samstarfi við íslenskar og erlendar stofur og fyrirtæki. Svæðið sem um ræðir er Sævarhöfði í Reykjavík og þarf vinningstillagan að hafa sjálfbærni að leiðarljósi í öllum þáttum hönnunarinnar.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.