Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Faraldur sem á sér ekki fordæmi hér á landi
Fréttir 26. júlí 2019

Faraldur sem á sér ekki fordæmi hér á landi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrir skömmu kom upp alvarleg E. Coli (STEC) sýking í börnum sem flest áttu það sameiginlegt að hafa borðað ís sem framleiddur var og neytt að ferðaþjónustubýlinu Efstadal II í Bláskógabyggð. Alls hafa greinst 22 einstaklingar með sýkingu, þar af eru 20 börn og tveir fullorðnir.

Skömmu eftir síðustu mánaða­mót fóru að berast fréttir um börn hér á landi með alvarlega sýkingu af völdum E. Coli (STEC) baktería. Smit af STEC getur borist með menguðum matvælum eða vatni, með beinni snertingu við dýr eða mengaðan úrgang dýra. Bakterían kemst þannig um munn og niður í meltingarveg og framleiðir eiturefni sem getur valdið blóðugum niðurgangi og í alvarlegum tilfellum nýrnabilun og blóðleysi.

Ís líklega skýringin

Í fyrstu mátti skilja að rann­sóknar­niðurstöður hafi sýnt að börnin sem sýktust á bænum hafi smitast vegna umgangs við kálfa en ekki af neyslu matvæla.

Samkvæmt því sem segir á heimasíðu Embættis landlæknis sýndu bakteríurannsóknir að kálfar á staðnum báru sömu bakteríur og sýktu börnin en en að ekki hafi öll börnin verið í tengslum við kálfa á staðnum. Það eina sem flest börnin áttu sameiginlegt var neysla íss í Efstadal II en eitt barnið smitaðist af systkini.

Bakteríurnar sem sýktu börnin greindust með fundust ekki í ís á staðnum en ísinn sem var rannsakaður var ekki sá sami og börnin höfðu borðað því ný framleiðsla var komin í sölu.

Á heimasíðunni segir að af ofangreindu sé ekki hægt að fullyrða að börnin hafi sýkst af umgengni við kálfa. Mögulegar smitleiðir á bænum eru margar en sterkustu faraldsfræðilegu tengslin eru við ís sem framleiddur var á staðnum.

Aðgerðir og ráðstafanir sem gripið var til beinast einmitt að því að rjúfa þessar smitleiðir með því að stöðva framleiðslu á ís og samgangi við kálfa á staðnum og skerpa á vinnu­­reglum og hreinlæti.
Alþrifum og sótthreinsun á veitingastað Efstadals II að aðlægum rýmum lauk 19. júlí.

Alvarleg sýking

Alls hafa verið staðfest 22 tilfelli þar sem einstaklingar hafa greinst með bakteríuna, tveir fullorðnir og 20 sýkingar í börnum. Auk þess sem talið er að tilfellin séu fleiri án þess að það hafi verið staðfest. Einnig er talið að eitt barn frá Bandaríkjunum hafi sýkst en vegna þess hversu langt er liðið frá sýkingunni veður það ekki staðfest úr þessu. Eitt barn, 5 mánaða gamalt, hlaut það sem kallast blóðlýsu- og nýrnabilunarheilkenni af völdum sýkingarinnar.

Öll börnin hafa verið útskrifuð og eru á batavegi og samkvæmt því sem segir á vef Embættis landlæknis hefur E. coli faraldurinn líkast til runnið sitt skeið.

Efla skal aðskilnað milli veitingasvæða og dýra

Niðurstaða rannsókna sýnir að E. coli bakterían er útbreiddari á staðnum en áður hefur verið sýnt fram á og ekki eingöngu bundin við kálfana. Í ljósi þess að ekki tókst að uppræta smitleiðir í Efstadal II með þeim aðgerðum sem gripið var til um og eftir 4. júlí síðastliðinn ákvað Heilbrigðiseftirlit Suðurlands í samráði við Matvælastofnun að gerðar yrðu kröfur um úrbætur á eftirfarandi þáttum starfseminnar.

Sala íss á staðnum hefur var stöðvuð þar til alþrif og sótthreinsun hefur farið fram. Framleiðsla íss á staðn­um var stöðvuð 5. júlí og verður ekki hafin fyrr en að uppfylltum ákveð­num skilyrðum. Aðgengi að dýrum verði áfram lokað þar til viðunandi hreinlætisaðstaða og hand­­þvottaraðstaða hefur verið sett upp.

Farið er fram á að aðskilnaður milli veitingasvæða og dýra verði efldur og að starfsmenn sem vinni við matvæli þurfi að sýna fram á að þeir séu ekki með bakteríuna STEC E.coli.

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...