Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Guðfinna Harpa Árnadóttir, bóndi og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.
Guðfinna Harpa Árnadóttir, bóndi og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.
Fréttir 3. júlí 2019

Fagnar aðgerðum í umhverfismálum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Guðfinna Harpa Árnadóttir, bóndi og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda sendi í gær frá sér yfirlýsingu á Facebook þar sem hún fagnar væntanlegum aðgerðum ríkistjórnarinnar til að auka kolefnisbindingu og efla lífríkið.

„Forsætisráðherra og umhverfisráðherra kynntu í dag viðamiklar aðgerðir til að auka kolefnisbindingu hér á landi. Það er fagnaðarefni fyrir okkur bændur að sjá að sterk bændaverkefni eins og Bændur græða landið og Skógrækt á lögbýlum fá öfluga innspýtingu og þannig viðurkenningu á því góða starfi sem unnið hefur verið af bændum í verkefnunum. Sömuleiðis er ánægjuefni að sjá ný verkefni eins og Loftslagsvænni landbúnaður í samstarfi við okkur sauðfjárbændur sem hluta af þessari mikilvægu aðgerðaáætlun strax á næsta ári. Styrking fræðslu og rannsókna á sviðinu er okkur öllum nauðsynleg til að tryggja að þær aðgerðir sem við göngum sameiginlega til séu skynsamar, hagkvæmar og skili þannig sem mestum ávinningi í kolefnisbókhaldinu og til landsins okkar.“
 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...