Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Það er í raun ekki útlit fyrir annað en að búum muni fækka á næstu árum, en þau sem eftir verða framleiða meira, verða stærri og öflugri,“ segir Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri BSE.
Það er í raun ekki útlit fyrir annað en að búum muni fækka á næstu árum, en þau sem eftir verða framleiða meira, verða stærri og öflugri,“ segir Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri BSE.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 25. apríl 2018

Eyfirskum kúabúum hefur fækkað úr 250 í 83 en framleiðslan þrefaldast

Höfundur: MÞÞ / HKr.
Eyfirskir kúabændur eru ekkert að gefa eftir þótt búum hafi fækkað verulega og muni halda áfram að fækka á næstu árum. Þrátt fyrir fækkun reiknar Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, með því að mjólkurframleiðslan muni aukast um ríflega þriðjung frá því sem nú er á næstu tíu árum. 
 
Fyrir 40 árum, eða árið 1978, voru rekin 250 kúabú í Eyjafirði. Á þessum búum voru að meðaltali 27 árskýr á hverju búi og nam heildarframleiðslan um 110 þúsund lítrum. Tíu árum seinna, eða árið 1988, hafði búunum fækkað um 30 og voru þá 220, en árskúm hafði að meðaltali fjölgað í 32 á hvert bú. Þannig tókst að halda svipaðri heildarframleiðslu og áður. 
 
Frá 1998 til  2008 urðu miklar sviptingar í rekstri kúabúa í Eyjafirði. Fækkaði búunum þá úr 220 í 98 en árskýr á hverju búi voru þá orðnar að meðaltali 47,6. Enn hélt fækkun kúabúa áfram og á þessu ári eru einungis 83 bú eftir, en árskýr að meðaltali 56 á hverju búi. Í þessu umróti öllu vekur athygli að þótt búum hafi fækkað um 167 á 40 árum, þá hefur mjólkurframleiðan ríflega þrefaldast, eða úr 110 þúsund lítrum í 365 þúsund lítra. Framleiða eyfirskir kúabændur nú um 19% af allri mjólk sem framleidd er í landinu. 
 
Búist er við að kúabúum í Eyjafirði muni enn fækka á næstu tíu árum, eða í 66 bú. Sigurgeir spáir því að meðalmjólkurafurðir eyfirskra kúabúa muni jafnframt aukast á næsta áratug, eða úr 6.500 lítrum í 8.000 lítra á hverja kú. Það muni leiða til þess að heildarframleiðsla eyfirskra kúabænda aukist í 580 þúsund lítra og hafi þá ríflega fimmfaldast á 50 árum áður, eða frá 1978. 
 
–Sjá nánar á bls. 2 í nýju Bændablaði.
 
Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.