Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Það er í raun ekki útlit fyrir annað en að búum muni fækka á næstu árum, en þau sem eftir verða framleiða meira, verða stærri og öflugri,“ segir Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri BSE.
Það er í raun ekki útlit fyrir annað en að búum muni fækka á næstu árum, en þau sem eftir verða framleiða meira, verða stærri og öflugri,“ segir Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri BSE.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 25. apríl 2018

Eyfirskum kúabúum hefur fækkað úr 250 í 83 en framleiðslan þrefaldast

Höfundur: MÞÞ / HKr.
Eyfirskir kúabændur eru ekkert að gefa eftir þótt búum hafi fækkað verulega og muni halda áfram að fækka á næstu árum. Þrátt fyrir fækkun reiknar Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, með því að mjólkurframleiðslan muni aukast um ríflega þriðjung frá því sem nú er á næstu tíu árum. 
 
Fyrir 40 árum, eða árið 1978, voru rekin 250 kúabú í Eyjafirði. Á þessum búum voru að meðaltali 27 árskýr á hverju búi og nam heildarframleiðslan um 110 þúsund lítrum. Tíu árum seinna, eða árið 1988, hafði búunum fækkað um 30 og voru þá 220, en árskúm hafði að meðaltali fjölgað í 32 á hvert bú. Þannig tókst að halda svipaðri heildarframleiðslu og áður. 
 
Frá 1998 til  2008 urðu miklar sviptingar í rekstri kúabúa í Eyjafirði. Fækkaði búunum þá úr 220 í 98 en árskýr á hverju búi voru þá orðnar að meðaltali 47,6. Enn hélt fækkun kúabúa áfram og á þessu ári eru einungis 83 bú eftir, en árskýr að meðaltali 56 á hverju búi. Í þessu umróti öllu vekur athygli að þótt búum hafi fækkað um 167 á 40 árum, þá hefur mjólkurframleiðan ríflega þrefaldast, eða úr 110 þúsund lítrum í 365 þúsund lítra. Framleiða eyfirskir kúabændur nú um 19% af allri mjólk sem framleidd er í landinu. 
 
Búist er við að kúabúum í Eyjafirði muni enn fækka á næstu tíu árum, eða í 66 bú. Sigurgeir spáir því að meðalmjólkurafurðir eyfirskra kúabúa muni jafnframt aukast á næsta áratug, eða úr 6.500 lítrum í 8.000 lítra á hverja kú. Það muni leiða til þess að heildarframleiðsla eyfirskra kúabænda aukist í 580 þúsund lítra og hafi þá ríflega fimmfaldast á 50 árum áður, eða frá 1978. 
 
–Sjá nánar á bls. 2 í nýju Bændablaði.
 
Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...

Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f