Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Evrópskir bændur uggandi
Fréttir 2. maí 2023

Evrópskir bændur uggandi

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Mikil aukning á innflutningi á kjúklingakjöti og eggjum frá Úkraínu til landa Evrópusambandsins veldur evrópskum bændum áhyggjum.

Á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2023 var 94% meira alifuglakjöt sent frá Úkraínu til Evrópu en árinu áður. Umfangið nam rúmum 32.000 tonnum. Í frétt miðilsins Poultry World er þó sagt að eggjaútflutningur Úkraínu til Evrópusambandsins skyggi á kjötið. Aukningin þar er vel yfir 1000% á fyrstu tveimur mánuðum ársins.

Þessi mikla aukning hefur vakið umræður meðal evrópskra alifuglasamtaka sem segja að óhóflegur útflutningur á úkraínsku alifuglakjöti og eggjum geti ógnað staðbundinni framleiðslu.

„Vandamálið er að úkraínskir framleiðendur þurfa ekki að fara að gæða- og dýravelferðarstöðlum sem gilda í Evrópusambandinu. Fyrir vikið geta þeir framleitt mun ódýrar en við,“ er haft eftir Pawel Podstawka, formanni framkvæmdanefndar The Poultry Meat Promotion Fund. Undir þetta tekur Dariusz Goszczynski, forseti alifuglaframleiðenda í Póllandi, í fregn Poultry World og bendir á að næstum allur innflutningur á alifuglakjöti komi frá einu úkraínsku fyrirtæki, MHP.

„Frá júní 2022 hafa 700 vörubílar hlaðnir kjöti farið inn í Evrópusambandið í hverjum mánuði. Sumir þeirra fóru til Hollands, þar sem þetta fyrirtæki er með verksmiðjur sínar og eftir endurpakkningu var kjötinu dreift um ESB á verði sem var óframkvæmanlegt fyrir okkur,“ er haft eftir honum. Goszczynski tekur verðdæmi og segir að úkraínskar kjúklingabringur séu á markaði fyrir 13-14 pólsk zloty (pln) fyrir kíló, sem jafngildir 400-450 krónum, þegar pólskir framleiðendur ná ekki upp í kostnað ef verðið er undir 19 pln, eða um 600 kr.

Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Svavarssyni, formanni búgreinadeildar alifuglabænda, telst lágmarksverð fyrir heilan ferskan fugl um 800 kr/kg til að framleiðsla standa undir kostnaði hér á landi. Hreinar ferskar bringur í hefðbundnum búðapakkningum þurfa að kosta að lágmarki 2.000 kr/kg í heildsölu til að framleiðslan borgi sig.

Flutt voru inn rúm 120 tonn af úkraínsku kjúklingakjöti á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Meðalkílóaverð á því var 543 krónur samkvæmt tölum Hagstofunnar.

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...