Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, hefur miklar áhyggjur af að dregið verði úr áformum um aukið eftirlit með sýklalyfjaframleiðslunni. Mynd / VH
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, hefur miklar áhyggjur af að dregið verði úr áformum um aukið eftirlit með sýklalyfjaframleiðslunni. Mynd / VH
Fréttir 11. júní 2018

ESB hættir við aukið lyfjaeftirlit vegna viðskiptahagsmuna

Höfundur: Vilmundur Hansen

Evrópusambandið dregur úr eða hættir við áform um að takast á við mengun af völdum sýklalyfja vegna viðskiptahagsmuna. Þetta er gert þrátt fyrir vaxandi tíðni  sýklalyfjaónæmis sem veldur nú dauða um 700.000 einstaklinga í heiminum á ári, þar af um 30.000 í Evrópu.

Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans og prófessor í veirufræði við Háskóla Íslands, segir að þetta séu honum mikil vonbrigði.

„Þetta málefni hefur verið rætt reglulega á fundi samnorrænnar „One Health“ nefndar um sýklalyfjaónæmi á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Mögulega verða Norðurlöndin að beita sér í þessu máli og eða að sýna gott fordæmi með því að ganga lengra en Evrópusambandið. Það er þó ekki víst að slíkt standist reglur ESB, og því eru þessar fréttir vonbrigði.“

Meðal hugmynda sem fallið hefur verið frá er að lögð verði áhersla á að taka upp umhverfisviðmiðanir sem draga eiga úr mengandi áhrifum sýklalyfjanotkunar. Einnig hefur verið fallið frá hugmynd sem gerði ráð fyrir að eftirlit yrði haft með framleiðslu lyfjanna á heimsvísu og mengunar af hennar völdum.

Hefðu hugmyndirnar fengið hljómgrunn hefðu þær gert eftirlitsmönnum frá Evrópu­sambandinu kleift að heimsækja lyfjaverksmiðjur í Asíu og Afríku þar sem grunur leikur á alvarlegri umhverfismengun vegna framleiðsluhátta og slakra umhverfiskrafna.

Látið undan þrýstingi alþjóðlegra lyfjafyrirtækja

Í fréttinni segir að helsta ástæða þess að þetta ákvæði var fellt út sé að það hefði getað haft hamlandi áhrif á viðskipti Evrópusambandsins og Indlands með lyf sem þar eru framleidd.

Fjöldi alþjóðlegra lyfjafyrirtækja hefur flutt framleiðslu sína til Indlands og rannsóknir sýna að lyfjamengun í ám á Indlandi í námunda við verksmiðjurnar er tvisvar sinnum meiri núna en á síðasta áratug. Dæmi eru um að styrkur sýklalyfja í grunnvatni í námunda við lyfjaverksmiðjur sé meiri en í blóði sjúklinga sem eru að taka inn viðkomandi sýklalyf.

Gagnlaus tilmæli

Talsmenn ýmissa samtaka, sem láta sig áhrif sýklalyfjaónæmis varða, segjast vera furðu lostnir vegna ákvörðunar Evrópusambandsins um að slá af kröfum sínum í ljósi þess hversu mengun af völdum sýklalyfja er alvarleg.

Ákvæði sem gerði lyfja­fyrirtækjum skylt að mæla og deila upplýsingum um losun sýklalyfja í frárennslisvatni við lyfjaframleiðslu og sýklalyfja­ónæmum örveirum og sýklalyfja í saur og þvagi dýra við verksmiðjubúskap.

Þetta er gert þrátt fyrir að fjöldi vísindamanna hafi bent á skort á rannsóknum af þessu tagi og áhrif losunarinnar í lýðheilsu.

Bent er á að ákvæði í eftirlits­drögunum þar sem góðfúslegum tilmælum er beint til framleiðenda og notenda sýklalyfja að huga betur að umhverfismálum sé gersamlega gagnslaus. 

Lyfjafyrirtækin eyða milljörðum í „lobbýisma“

Vinna við reglur um lyfjamengun hefur dregist í þrjú ár og segja gagnrýnendur niðurstöðunnar að hún beri greinileg merki þess að lyfjaframleiðendur hafi mikil áhrif á hana. Áætlað er að stóru lyfjafyrirtækin í heiminum hafi varið upp í um 40 milljón pundum, um 5,7 milljörðum íslenskra króna, í „lobbýisma“ og til að auka aðgengi sitt að ráðamönnum árið 2015.

Talsmenn Evrópusambandsins hafa neita að tjá sig um innihald upplýsinganna sem The Guardian hefur undir höndum.

Endurheimt vistkerfa
Fréttir 29. mars 2023

Endurheimt vistkerfa

Mossy earth er alþjóðleg hreyfing um endurreisn vistkerfa sem er fjármögnuð með ...

Tillaga um dýravelferðarstofu
Fréttir 29. mars 2023

Tillaga um dýravelferðarstofu

Þann 14. mars stóð Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) fyrir málþingi um stöðu dýra...

Landbúnaðarklasinn lagstur í dvala
Fréttir 28. mars 2023

Landbúnaðarklasinn lagstur í dvala

Á aðalfundi Landbúnaðarklasans 9. mars var samþykkt að starfsemi hans yrði lögð ...

Blóðsjúgandi mítill fannst á villtum fugli
Fréttir 27. mars 2023

Blóðsjúgandi mítill fannst á villtum fugli

Fyrir skömmu greindist blóðsjúgandi mítill á smyrli sem fannst nær dauða en lífi...

Páskaútgáfa Bændablaðsins
Fréttir 27. mars 2023

Páskaútgáfa Bændablaðsins

Næsta tölublað Bændablaðsins kemur út 4. apríl, á þriðjudegi.

„Íslenskt lambakjöt“ fær upprunavottun
Fréttir 27. mars 2023

„Íslenskt lambakjöt“ fær upprunavottun

Evrópusambandið hefur nýlega samþykkt umsókn Icelandic lamb um að vörumerkið „Ís...

Kjötskortur, hvað?
Fréttir 24. mars 2023

Kjötskortur, hvað?

Sé horft til ásetningsfjölda gripa á landinu er fyrirsjáanlegt að framboð á kjöt...

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum
Fréttir 24. mars 2023

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum

Aðalfundur deildar svínabænda Bændasamtaka Íslands var haldinn í Saltvík 16. mar...