Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Er stórsókn í ylrækt fýsileg?
Fréttir 14. apríl 2021

Er stórsókn í ylrækt fýsileg?

Höfundur: smh

Eimur stendur fyrir svokallaðri vefstofu (fjarfundi) á morgun undir yfirskriftinni „Hugsaðu stórt, hugsaðu grænt.“ Kynntar verða niðurstöður nýrrar skýrslu um fýsileikann á stórsókn í ylrækt á Íslandi.

Markmið vefstofunnar er að hvetja fólk til að hugsa um það hvernig við getum nýtt auðlindir Norðurlands með sjálfbærum hætti til framtíðar.  

Fundurinn, sem haldinn er í samstarfi við Nýsköpun í Norðri, SSNE, SSNV og Hacking Hekla, verður haldinn milli klukkan 14:00 og 16:00 og er öllum opinn. Honum verður streymt á Facebook-síðum Eims og sérstakri síðu viðburðarins.

Vefstofan gefur tóninn fyrir lausnamótið Hacking Norðurland sem hefst í kjölfarið.

Eimur er samstarfsverkefni á Norðausturlandi og vinnur meðal annars að bættri nýtingu orkuauðlinda og aukningu í nýsköpun í orkumálum.

Í tilkynningu frá Eimi kemur fram að þema fundarins sé „orka-matur-vatn“, sem sé heilög þrenning í sjálfbærni. „Þessar auðlindir tengjast órjúfanlegum böndum og þannig getur verið gagnlegt að hugsa um þær saman. Þetta eru auðlindir sem við erum rík af, og auðlindir sem við bruðlum með. Hvernig getum við verið sjálfbær og til fyrirmyndar á heimsvísu? Við höfum sannarlega efnin og tækifæri til þess,“ segir í tilkynningunni.

Skylt efni: Hacking Norðurland | Eimur

Rauðgrönótt kvíga fæddist  á Syðri-Gróf 2 í Flóahreppi
Fréttir 17. maí 2021

Rauðgrönótt kvíga fæddist á Syðri-Gróf 2 í Flóahreppi

Nýlega kom í bæinn mjög falleg hvít kvíga á bænum Syðri-Gróf 2 í Flóahreppi þar ...

Framleiða á frumuvaka og önnur prótein fyrir frumuræktað kjöt
Fréttir 17. maí 2021

Framleiða á frumuvaka og önnur prótein fyrir frumuræktað kjöt

Umhverfisstofnun hefur samþykkt umsókn ORF Líftækni hf. um leyfi fyrir útiræktun...

Skorað á stjórnvöld að hefja strax vinnu við aðgerðaráætlun vegna lífrænnar ræktunar
Fréttir 17. maí 2021

Skorað á stjórnvöld að hefja strax vinnu við aðgerðaráætlun vegna lífrænnar ræktunar

Aðalfundur VOR (félags bænda í lífrænum búskap og fullvinnslu afurða) hélt aðalf...

Sveitahljómurinn ómar inn í helgina
Fréttir 14. maí 2021

Sveitahljómurinn ómar inn í helgina

Nýr Sveitahljómur er nú aðgengilegur í Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins. Að þes...

Axel Sæland kjörinn formaður Sambands garðyrkjubænda
Fréttir 14. maí 2021

Axel Sæland kjörinn formaður Sambands garðyrkjubænda

Aðalfundur Sambands garðyrkjubænda fór fram í Þykkvabæ fyrr í dag og var Axel Sæ...

Landgræðslu- og landsáætlun í skógrækt
Fréttir 14. maí 2021

Landgræðslu- og landsáætlun í skógrækt

Drög að landgræðsluáætlun og lands­áætlun í skógrækt eru nú til kynningar á vefs...

Skeggrætt um tollamál – af hverju breyttist ostur í jurtaost í hafi?
Fréttir 12. maí 2021

Skeggrætt um tollamál – af hverju breyttist ostur í jurtaost í hafi?

Frá því á vormánuðum 2020 hafa hagsmunasamtök bænda og afurðastöðvar þeirra teki...

Kuldatíð setur mark sitt á sauðburðinn norðan heiða
Fréttir 12. maí 2021

Kuldatíð setur mark sitt á sauðburðinn norðan heiða

Sauðburður er víðast hvar kominn í gang og gengur eftir atvikum vel, að því er S...