Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Er stórsókn í ylrækt fýsileg?
Fréttir 14. apríl 2021

Er stórsókn í ylrækt fýsileg?

Höfundur: smh

Eimur stendur fyrir svokallaðri vefstofu (fjarfundi) á morgun undir yfirskriftinni „Hugsaðu stórt, hugsaðu grænt.“ Kynntar verða niðurstöður nýrrar skýrslu um fýsileikann á stórsókn í ylrækt á Íslandi.

Markmið vefstofunnar er að hvetja fólk til að hugsa um það hvernig við getum nýtt auðlindir Norðurlands með sjálfbærum hætti til framtíðar.  

Fundurinn, sem haldinn er í samstarfi við Nýsköpun í Norðri, SSNE, SSNV og Hacking Hekla, verður haldinn milli klukkan 14:00 og 16:00 og er öllum opinn. Honum verður streymt á Facebook-síðum Eims og sérstakri síðu viðburðarins.

Vefstofan gefur tóninn fyrir lausnamótið Hacking Norðurland sem hefst í kjölfarið.

Eimur er samstarfsverkefni á Norðausturlandi og vinnur meðal annars að bættri nýtingu orkuauðlinda og aukningu í nýsköpun í orkumálum.

Í tilkynningu frá Eimi kemur fram að þema fundarins sé „orka-matur-vatn“, sem sé heilög þrenning í sjálfbærni. „Þessar auðlindir tengjast órjúfanlegum böndum og þannig getur verið gagnlegt að hugsa um þær saman. Þetta eru auðlindir sem við erum rík af, og auðlindir sem við bruðlum með. Hvernig getum við verið sjálfbær og til fyrirmyndar á heimsvísu? Við höfum sannarlega efnin og tækifæri til þess,“ segir í tilkynningunni.

Skylt efni: Hacking Norðurland | Eimur

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f