Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Sæmundur Holgersson tann­læknir og eiginkona hans, Guðbjörg Guðmundsdóttir, sem hefur verið hans hægri hönd, hafa lokað stofunni sinni eftir 50 ára starf á Hvolsvelli.

Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Mynd / Aðsend

„Okkur þykir þetta mjög miður því Sæmundur og Guðbjörg hafa þjónustað okkar íbúa og nærsveitir gríðarlega vel undanfarna áratugi. Ég veit líka að þau höfðu mikinn metnað fyrir því að tryggja að hér yrði áfram tannlæknaþjónusta með því að auglýsa sína aðstöðu gagngert í „tannlæknasamfélaginu“ en mér skilst að fáir hafi sýnt því áhuga.

Að hafa ekki tannlækni er vissulega ákveðin þjónustuskerðing fyrir íbúa hér í Rangárþingi eystra og fyrir austan okkur. Mig langar þó að koma á framfæri fyrir hönd sveitarstjórnar kærum þökkum til Sæmundar og Guðbjargar fyrir þá góðu þjónustu sem þau hafa veitt hér á Hvolsvelli í þessi 50 ár,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...