Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Endurskoðun búvörusamninga
Fréttir 20. október 2022

Endurskoðun búvörusamninga

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Seinni endurskoðun búvöru­samninganna sem tóku gildi árið 2017 verður á næsta ári. Þá meta samningsaðilar, Bændasamtök Íslands (BÍ) og stjórnvöld, hvort markmið samninganna hafi náðst.

Undirbúningsvinna er hafin hjá samningsaðilum við gagnaöflun, en svo er gert ráð fyrir að efnislegar viðræður hefjist strax á nýju ári.

Innan Bændasamtaka Íslands hefur í aðdraganda viðræðna verið lögð áhersla á sjálfstæða gagnaöflun til að bæta samningsstöðu bænda. Samkvæmt heimildum innan raða samtakanna leggja þau áherslu á að einfalda samningana eins og hægt er – skýra einnig betur atriði í útfærslum þeirra.

Fjórir samningar

Búvörusamningar eru alls fjórir og fjalla um starfsskilyrði bænda; rammasamningur um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins, garð- yrkjusamningur, nautgripasamningur og sauðfjársamningur.

Varðandi einstök efnisatriði og áherslur BÍ munu sauðfjárbændur kalla eftir endurskoðun á niðurtröppun greiðslumarks, garðyrkjubændur vilja endurskoða útfærslu á niðurgreiðslu rafmagns til lýsingar – þannig að greiðslur til einstakra garðyrkjubænda skerðist ekki þótt það fjölgi í greininni.

Tollvernd og afkoma bænda

Kallað verður eftir breytingum á tollverndinni og afkoma bænda mun verða til umfjöllunar, þar sem farið er inn í samningaviðræðurnar á erfiðum tímum hvað rekstrarumhverfið varðar með miklum verðhækkunum á aðföngum. Afurðaverð hefur þannig ekki tryggt viðunandi afkomu.

Loftslagsmál til umræðu

Ljóst er að aðgerðir stjórnvalda varðandi loftslagsmál verða til umræðu í þessari endurskoðun. Þar eru BÍ þátttakendur í verkefnum eins og Loftslagsvænum landbúnaði og Kolefnisbrúnni, sem talið er að þurfi að styrkja enn frekar.

Sjá fréttaskýringu um uppruna og eðli búvörusamninga í fortíð og nútíð á bls. 20-21 í nýjasta tölublaði Bændablaðsins sem kom út í dag. 

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...