Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Endurskoðun búvörusamninga
Fréttir 20. október 2022

Endurskoðun búvörusamninga

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Seinni endurskoðun búvöru­samninganna sem tóku gildi árið 2017 verður á næsta ári. Þá meta samningsaðilar, Bændasamtök Íslands (BÍ) og stjórnvöld, hvort markmið samninganna hafi náðst.

Undirbúningsvinna er hafin hjá samningsaðilum við gagnaöflun, en svo er gert ráð fyrir að efnislegar viðræður hefjist strax á nýju ári.

Innan Bændasamtaka Íslands hefur í aðdraganda viðræðna verið lögð áhersla á sjálfstæða gagnaöflun til að bæta samningsstöðu bænda. Samkvæmt heimildum innan raða samtakanna leggja þau áherslu á að einfalda samningana eins og hægt er – skýra einnig betur atriði í útfærslum þeirra.

Fjórir samningar

Búvörusamningar eru alls fjórir og fjalla um starfsskilyrði bænda; rammasamningur um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins, garð- yrkjusamningur, nautgripasamningur og sauðfjársamningur.

Varðandi einstök efnisatriði og áherslur BÍ munu sauðfjárbændur kalla eftir endurskoðun á niðurtröppun greiðslumarks, garðyrkjubændur vilja endurskoða útfærslu á niðurgreiðslu rafmagns til lýsingar – þannig að greiðslur til einstakra garðyrkjubænda skerðist ekki þótt það fjölgi í greininni.

Tollvernd og afkoma bænda

Kallað verður eftir breytingum á tollverndinni og afkoma bænda mun verða til umfjöllunar, þar sem farið er inn í samningaviðræðurnar á erfiðum tímum hvað rekstrarumhverfið varðar með miklum verðhækkunum á aðföngum. Afurðaverð hefur þannig ekki tryggt viðunandi afkomu.

Loftslagsmál til umræðu

Ljóst er að aðgerðir stjórnvalda varðandi loftslagsmál verða til umræðu í þessari endurskoðun. Þar eru BÍ þátttakendur í verkefnum eins og Loftslagsvænum landbúnaði og Kolefnisbrúnni, sem talið er að þurfi að styrkja enn frekar.

Sjá fréttaskýringu um uppruna og eðli búvörusamninga í fortíð og nútíð á bls. 20-21 í nýjasta tölublaði Bændablaðsins sem kom út í dag. 

Matvæli fyrir níutíu milljónir evra gerð upptæk
Fréttir 13. desember 2024

Matvæli fyrir níutíu milljónir evra gerð upptæk

Matvælasvindl er vaxandi vandamál í heiminum. Engin mál tengd meintum matarsviku...

Kortleggja ræktarlönd
Fréttir 13. desember 2024

Kortleggja ræktarlönd

Matvælaráðuneytið ætlar að ráðast í kortlagningu á gæðum ræktarlands á Íslandi.

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði
Fréttir 12. desember 2024

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði

Um áramót taka gildi umtalsverðar hækkanir á raforkuverði til garðyrkjubænda. Ge...

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga
Fréttir 12. desember 2024

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga

Loftslagsráð segir að nú þurfi að verða þáttaskil í framkvæmd loftslagsaðgerða o...

Framleiða ætti flestallar landbúnaðarvörur innanlands
Fréttir 12. desember 2024

Framleiða ætti flestallar landbúnaðarvörur innanlands

Landsmenn vilja að landbúnaðarvörur séu framleiddar innanlands ef marka má niður...

Metinnflutningur á koltvísýringi
Fréttir 11. desember 2024

Metinnflutningur á koltvísýringi

Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa verið flutt inn til landsins um 2.600 tonn af k...

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára
Fréttir 11. desember 2024

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára

Heildarfjöldi stangveiddra laxa árið 2024 var, skv. bráðabirgðatölum Hafrannsókn...

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki
Fréttir 11. desember 2024

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki

Afleiðingar rafmagnsleysis í Lundarreykjadal í febrúar urðu bændum dýrkeyptar.