Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Birkiplanta í mel.
Birkiplanta í mel.
Mynd / Aðsend
Fréttir 29. mars 2023

Endurheimt vistkerfa

Höfundur: HGS

Mossy earth er alþjóðleg hreyfing um endurreisn vistkerfa sem er fjármögnuð með frjálsum framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum.

Nú þegar er fjöldi verkefna víða um heim farin að skila árangri við endurheimt vistkerfa. Mossy Earth vinnur af hugsjón. Megináhersla er að vinna með vistkerfi sem fyrir voru í landinu og í tilfelli Íslands er endurheimt náttúruskóga (birkiskóga) og endurheimt votlendis í hávegum. Ekki er unnið að framleiðslu vottaðra kolefniseininga né öðrum beinum fjárhagslegum ávinningi.

Á þremur árum hefur Mossy Earh átt í farsælu samstarfi við Skógræktina og hafa þau nú þegar gróðursett 60.000 birkiplöntur til endurreisnar skógar á rofnu landi. Nú hafa þau áhuga á að vinna enn frekar að endurreisn skógarvistkerfa á Íslandi og vilja hefja samstarf við bændur eða aðra landeigendur.

Mjög upplýsandi og greinargóðar umfjallanir um verkefni þeirra er að nálgast á heimasíðu þeirra, www.mossy.earth, og vert er að mæla mjög með Youtube-síðu þeirra því þar er fjöldann allan af fróðleik að finna.

Skógræktin getur haft milligöngu um samband við Mossy Earth. Áhugasamir geta sent tölvupóst á throstur@skogur.is.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...