Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Birkiplanta í mel.
Birkiplanta í mel.
Mynd / Aðsend
Fréttir 29. mars 2023

Endurheimt vistkerfa

Höfundur: HGS

Mossy earth er alþjóðleg hreyfing um endurreisn vistkerfa sem er fjármögnuð með frjálsum framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum.

Nú þegar er fjöldi verkefna víða um heim farin að skila árangri við endurheimt vistkerfa. Mossy Earth vinnur af hugsjón. Megináhersla er að vinna með vistkerfi sem fyrir voru í landinu og í tilfelli Íslands er endurheimt náttúruskóga (birkiskóga) og endurheimt votlendis í hávegum. Ekki er unnið að framleiðslu vottaðra kolefniseininga né öðrum beinum fjárhagslegum ávinningi.

Á þremur árum hefur Mossy Earh átt í farsælu samstarfi við Skógræktina og hafa þau nú þegar gróðursett 60.000 birkiplöntur til endurreisnar skógar á rofnu landi. Nú hafa þau áhuga á að vinna enn frekar að endurreisn skógarvistkerfa á Íslandi og vilja hefja samstarf við bændur eða aðra landeigendur.

Mjög upplýsandi og greinargóðar umfjallanir um verkefni þeirra er að nálgast á heimasíðu þeirra, www.mossy.earth, og vert er að mæla mjög með Youtube-síðu þeirra því þar er fjöldann allan af fróðleik að finna.

Skógræktin getur haft milligöngu um samband við Mossy Earth. Áhugasamir geta sent tölvupóst á throstur@skogur.is.

Nýir liðsmenn Bændablaðsins
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfi...

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun
Fréttir 21. júní 2024

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármög...

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...