Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þjóðin kaus sína uppáhaldssúpu á Facebook-síðunni lambakjöt en kosningin stóð til og með 21. október. Kom það ekki mörgum á óvart að gamla góða ömmusúpan varð fyrir valinu.
Þjóðin kaus sína uppáhaldssúpu á Facebook-síðunni lambakjöt en kosningin stóð til og með 21. október. Kom það ekki mörgum á óvart að gamla góða ömmusúpan varð fyrir valinu.
Fréttir 23. október 2020

Eldar kjötsúpu í beinni

Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumeistari hefur nóg að gera. Hann rekur þrjá veitingastaði, Skál! í Mathöll Hlemmi og Slippinn og nýopnaða hamborgarastaðinn ÉTA sem báðir eru staðsettir í Vestmannaeyjum. Hann er að leggja lokahönd á matreiðslubók og aðstoðar nú sauðfjár- og grænmetisbændur við að halda kjötsúpudaginn hátíðlegan.

Gísli mun kenna áhorfendum að elda súpuna í beinni útsendingu þann 24. október klukkan 13.00, á kjötsúpudeginum. Hann ætlar að fara yfir hvað þarf að hafa í huga við val á kjöti, hvaða grænmeti er nú í árstíð og fara yfir sögu kjötsúpunnar. 

Síðastliðin ár hefur íslensku kjötsúpunni verið gert hátt undir höfði með sérstökum kjötsúpudegi sem haldinn hefur verið hátíðlegur fyrsta vetrardag á Skólavörðustíg. Þar hafa veitingamenn boðið gestum og gangandi upp á kjötsúpur í hinum ýmsu útgáfum. Samkomubann hefur þó sett strik í reikninginn í ár en Landssamtök sauðfjárbænda og Sölufélag garðyrkjumanna hafa nú tekið höndum saman og með dyggri aðstoð frumkvöðlanna á Skólavörðustíg verður kjötsúpudagurinn haldinn með breyttu sniði í ár.

Á Facebook-síðu Lambakjöts voru kynntar fjórar ólíkar uppskriftir að kjötsúpu, en Gísli tók saman uppskriftirnar. Þjóðin kaus sína uppáhaldssúpu á Facebook-síðunni lambakjöt en kosningin stóð til og með 21. október. Kom það ekki mörgum á óvart að gamla góða ömmusúpan varð fyrir valinu. 

Gísli er spenntur fyrir þessu verkefni, enda gaman að takast á við áskoranirnar sem fylgja kórónuveirufaraldursins. „Þetta hefur verið sérstaklega erfitt fyrir okkur veitingamenn. Það er mikil óvissa í greininni og það er gott að fá tækifæri til þess að taka þátt í verk-efnum eins og þessum þar sem viðburðum er ekki frestað heldur haldnir með breyttu sniði.“ Hann segir mikilvægt að reyna að bregðast við breyttum aðstæðum, en veitingastaðirnir Skál! og ÉTA hafa brugðist fljótt við og boðið upp á heimsendingu en um helgina var boðið upp á ÉTA pop up-viðburð á Skál! þar sem borgarbúar fengu tækifæri til þess að smakka hamborgarana sem slógu í gegn í Vestmannaeyjum í sumar. „Við verðum bara að reyna að gera okkar besta og halda í jákvæðnina.

Veitingastaðir og matarmenning er mikilvægur þáttur í menningu okkar Íslendinga. Kjötsúpudagurinn minnir okkur á matarmenningararfinn okkar, en mér fannst magnað að sjá viðtökur almennings. Flestir telja sína súpu besta og var þessi klassíska súpa vinsælust meðal þeirra sem kusu. Ég leitaði til áhugamanna um íslenskan mat þegar ég vann að uppskriftunum. Ég fékk svör frá 50 einstaklingum og var ekkert svar eins. Fjölbreytileikinn sem einkennir þennan þjóðarrétt er einstakur.“  Gísli hlakkar til að elda í beinni útsetningu og óskar sérstaklega eftir spurningum frá áhorfendum eða athugasemdum. „Markmiðið er að hafa gaman og fagna íslensku kjötsúpunni. Ég vona að sem flestir læri eitthvað nýtt og eldi síðan sína eigin súpu á laugardagskvöld og haldi kjötsúpudaginn hátíðlegan heima.“ 

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...