Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Ekki gengið að tilboðum í Hótel Sögu
Fréttir 28. janúar 2015

Ekki gengið að tilboðum í Hótel Sögu

Höfundur: smh

Bændasamtök Íslands hafa ákveðið að ganga ekki til viðræðna um sölu á Hótel Sögu á grundvelli fyrirliggjandi tilboða sem fram komu í söluferli sem fyrirtækjaráðgjöf MP banka annaðist.

Í tilkynningu frá Bændasamtökum Íslands kemur fram að það sé mat stjórnar Bændasamtakanna að hagstæðara sé að halda áfram góðum rekstri hótelsins fremur en að ganga að fyrirliggjandi tilboðum. „Bændasamtökin þakka þeim sem tóku þátt í söluferlinu fyrir áhugann og einnig starfsfólki Hótel Sögu og MP banka fyrir þá vinnu sem þau lögðu til í ferlinu.

Bændasamtökin hófu söluferli Hótel Sögu með tilkynningu þann 19. nóvember sl. og óskuðu þá eftir formlegum tilboðum í kaup á fasteign og rekstri Hótel Sögu. Var ákveðið að fara í þetta ferli eftir að fjöldi fyrirspurna hafði borist um kaup á hótelinu. Fyrirtækjaráðgjöf MP banka var ráðin til þess að sjá um söluferlið og annast kynningu fyrir áhugasama kaupendur með gagnsæjum hætti til að tryggja jafnræði meðal áhugasamra fjárfesta. Frestur til að gera óskuldbindandi tilboð var gefinn til 12. desember sl. og bárust þá sex tilboð. Ákveðið var að gefa völdum tilboðsgjöfum tækifæri til að leggja fram skuldbindandi tilboð og fengu þeir í framhaldinu að skoða fasteignina og upplýsingar um reksturinn. Gefinn var frestur til 16. janúar sl. til að leggja fram skuldbindandi tilboð og bárust fjögur tilboð. Sem fyrr segir er það mat stjórnar Bændasamtakanna að ekkert fyrirliggjandi tilboða sé nægilega hagstætt,“ segir í tilkynningunni.

Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, er ánægður með áhugann sem kemur fram í þessu söluferli. „ Því miður bárust okkur ekki nægilega hagstæð tilboð til að skynsamlegt sé að selja eignina á þessum tímapunkti. Okkar markmið er að ávaxta eignir samtakanna með sem bestum hætti. Þegar við lögðum mat á fyrirliggjandi tilboð komumst við að þeirri niðurstöðu að á þessum tímapunkti þjónaði áframhaldandi rekstur hótelsins betur því markmiði. Það hefur verið mikil gróska í ferðaþjónustu á Íslandi undanfarin misseri. Næstu skref hjá okkur eru að hefja vinnu við endurbætur á hótelinu til að tryggja að Hótel Saga hafi áfram þann virðulega sess sem það hefur ávallt haft í hugum Íslendinga.“

Skylt efni: Hótel Saga

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...