Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Ekki gengið að tilboðum í Hótel Sögu
Fréttir 28. janúar 2015

Ekki gengið að tilboðum í Hótel Sögu

Höfundur: smh

Bændasamtök Íslands hafa ákveðið að ganga ekki til viðræðna um sölu á Hótel Sögu á grundvelli fyrirliggjandi tilboða sem fram komu í söluferli sem fyrirtækjaráðgjöf MP banka annaðist.

Í tilkynningu frá Bændasamtökum Íslands kemur fram að það sé mat stjórnar Bændasamtakanna að hagstæðara sé að halda áfram góðum rekstri hótelsins fremur en að ganga að fyrirliggjandi tilboðum. „Bændasamtökin þakka þeim sem tóku þátt í söluferlinu fyrir áhugann og einnig starfsfólki Hótel Sögu og MP banka fyrir þá vinnu sem þau lögðu til í ferlinu.

Bændasamtökin hófu söluferli Hótel Sögu með tilkynningu þann 19. nóvember sl. og óskuðu þá eftir formlegum tilboðum í kaup á fasteign og rekstri Hótel Sögu. Var ákveðið að fara í þetta ferli eftir að fjöldi fyrirspurna hafði borist um kaup á hótelinu. Fyrirtækjaráðgjöf MP banka var ráðin til þess að sjá um söluferlið og annast kynningu fyrir áhugasama kaupendur með gagnsæjum hætti til að tryggja jafnræði meðal áhugasamra fjárfesta. Frestur til að gera óskuldbindandi tilboð var gefinn til 12. desember sl. og bárust þá sex tilboð. Ákveðið var að gefa völdum tilboðsgjöfum tækifæri til að leggja fram skuldbindandi tilboð og fengu þeir í framhaldinu að skoða fasteignina og upplýsingar um reksturinn. Gefinn var frestur til 16. janúar sl. til að leggja fram skuldbindandi tilboð og bárust fjögur tilboð. Sem fyrr segir er það mat stjórnar Bændasamtakanna að ekkert fyrirliggjandi tilboða sé nægilega hagstætt,“ segir í tilkynningunni.

Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, er ánægður með áhugann sem kemur fram í þessu söluferli. „ Því miður bárust okkur ekki nægilega hagstæð tilboð til að skynsamlegt sé að selja eignina á þessum tímapunkti. Okkar markmið er að ávaxta eignir samtakanna með sem bestum hætti. Þegar við lögðum mat á fyrirliggjandi tilboð komumst við að þeirri niðurstöðu að á þessum tímapunkti þjónaði áframhaldandi rekstur hótelsins betur því markmiði. Það hefur verið mikil gróska í ferðaþjónustu á Íslandi undanfarin misseri. Næstu skref hjá okkur eru að hefja vinnu við endurbætur á hótelinu til að tryggja að Hótel Saga hafi áfram þann virðulega sess sem það hefur ávallt haft í hugum Íslendinga.“

Skylt efni: Hótel Saga

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.