Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ekki fræðilegur möguleiki að keppa við tollfrjálsan innflutning á blómum
Mynd / HKr.
Fréttir 21. nóvember 2019

Ekki fræðilegur möguleiki að keppa við tollfrjálsan innflutning á blómum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Íslenskir garðyrkjubændur hafa verulegar áhyggjur af framvindu mála varðandi orkuverð og tollvernd á blómum sem mjög er sótt að. Engan bilbug er samt á þeim að finna og eru bændur ákveðnir í að sækja fram og auka blómaframleiðslu til að mæta innanlandsþörfinni. 
 
Blómabændur í Garðyrkju­stöð­inni Espiflöt í Reykholti í Bláskógabyggð eru í sóknarhug þrátt fyrir áhyggjur og hyggjast hefja stækkun á stöðinni næsta sumar sem vonast er til að verði tekin í gagnið haustið 2020. Axel Sæland og eiginkona hans, Heiða Pálrún Leifsdóttir hjúkrunarfræðingur, tóku við rekstrinum af foreldrum Axels, þeim Sveini A. Sæland og Áslaugu Sveinbjarnardóttur, en þau starfa þó enn við blómaræktina í Espiflöt.
 
Talsmenn innflutnings á blómum hafa sjaldan verið herskárri 
 
Sveinn segir að á þeim 40 árum sem hann hafi sinnt þessum málum hafi blóma- og grænmetisinnflytjendur sjaldan verið eins herskáir gagnvart íslenskum garðyrkjubændum og nú. Þeir leggi nú hart að yfirvöldum að afnema þá innflutningstolla sem enn eru á blómum og beri við skorti, m.a. á túlípönum. Herförin núna hafi byrjað er Axel svaraði því játandi í fjölmiðlaviðtali í vor að íslenskir blómabændur gætu annað markaðnum.
 
Voru neyddir til að hætta 
 
„Framleiðsla finnskra garðyrkju­bænda lagðist einfaldlega af, þeir réðu ekki við innflutninginn. Í Noregi, sem er í EFTA eins og við, héldu bændur lengi í vonina um að geta haldið áfram sinni blómaframleiðslu. Vegna samn­inga Norðmanna varðandi þróunaraðstoð við þróunarlöndin voru sett inn ákvæði um að fella niður alla tolla á blómum. Þar með var blómaframleiðendum í Noregi fórnað og nú eru blóm flutt beint inn til Noregs frá Afríku. Við vitum því alveg hvað muni gerast verði tollar að fullu afnumdir varðandi blómainnflutning til Íslands. Viðskiptamenn í Hollandi fara þá létt með að slátra okkar litla markaði hér,“ segir Sveinn. 
 
Ekki fræðilegur möguleiki að keppa við tollfrjálsan innflutning
 
„Það er ekki fræðilegur möguleiki að keppa við tollfrjálsan innflutning,“ segir Axel Sæland. 
„Við tollaniðurfellingar vegna EES-samningsins datt nelliku­framleiðslan t.d. alveg út hjá okkur. Við vorum áður með 500 fer­metra undir slíka ræktun. Það var útilokað að keppa við tollalausan innflutning.“
 
Vill endurskoðun tolla á blómum
 
Kristinn Einarsson, framkvæmda­stjóri verslanasviðs Blómavals, telur að full þörf sé á að endurskoða tolla á innfluttum blómum. Hann segist hafa fullan skilning á að það þurfi að vernda stöðu bænda, en hún þurfi þá að vera á réttum forsendum. 
 
„Þetta er ekki að vernda nokkurn einasta mann. Þetta er bara skattur fyrir ríkissjóð og gjald fyrir neyt­endur, segir Kristinn.
 
– Sjá nánar á bls. 28 og 29 í nýju Bændablaði.
Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.