Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hótel Saga
Hótel Saga
Mynd / HKr
Fréttir 23. júní 2021

Einkaviðræður um sölu Bændahallarinnar hafnar

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Sala á Bændahöllinni sem hýst hefur starfsemi Hótel Sögu í 59 ár virðist vera vel á veg komin. Samkvæmt heimildum Bændablaðsins eru viðræður sagðar á viðkvæmu stigi, en miðar vel við hóp íslenskra fjárfesta.

Hafa samningsaðilar sent frá sér eftirfarandi  tilkynningu sem undirrituð er af Sigurði Kára Kristjánssyni  hæstaréttarlögmanni. Hann var skipaður tilsjónarmaður með fjárhagslegri endurskipulagningu Bændahallarinnar sem veitt var heimild til í júlí á síðasta sumri. Í tilkynningunni segir:

„Stjórn Bændahallarinnar ehf., félags í eigu Bændasamtaka Íslands, hefur samþykkt að hefja einkaviðræður við hóp fjárfesta, sem meðal annars tengjast Hótel Óðinsvé, um sölu á fasteign sinni, Bændahöllinni við Hagatorg 1 í Reykjavík, sem hýst hefur starfsemi Hótel Sögu um áratuga skeið.

Gangi kaupin eftir áforma nýir eigendur áframhaldandi rekstur hótels í fasteigninni.“

Skylt efni: Hótel Saga

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.