Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Þórir Haraldsson
Þórir Haraldsson
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af framtakssjóði. Fyrir átti hann helming fyrirtækisins.

Hlutinn kaupir Þórir af framtakssjóðnum Horni III, sem er í rekstri Landsbréfa. Sjóðurinn keypti helmingshlut fyrirtækisins af erfingjum Kristins Björnssonar sem lést árið 2015, en Kristinn og Þórir áttu Lífland saman. Arnar Þórisson tók við hlutverki forstjóra fyrirtækisins af föður sínum árið 2023 eftir að Þórir lét af daglegum störfum.

Lífland hét áður Mjólkurfélag Reykjavíkur og var stofnað árið 1917. Fyrirtækið sérhæfir sig í sölu og framleiðslu á fóðri fyrir búfé ásamt sölu á rekstrarvörum fyrir bændur. Lífland á Nesbú egg og Kornax hveiti og á jafnframt norska dótturfyrirtækið Lifland Agri sem sérhæfir sig í sölu á búnaði fyrir fjós. Hjá Líflandi og dótturfélögum þess starfa samtals 140 starfsmenn.

Skylt efni: Lífland

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...