Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Þórir Haraldsson
Þórir Haraldsson
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af framtakssjóði. Fyrir átti hann helming fyrirtækisins.

Hlutinn kaupir Þórir af framtakssjóðnum Horni III, sem er í rekstri Landsbréfa. Sjóðurinn keypti helmingshlut fyrirtækisins af erfingjum Kristins Björnssonar sem lést árið 2015, en Kristinn og Þórir áttu Lífland saman. Arnar Þórisson tók við hlutverki forstjóra fyrirtækisins af föður sínum árið 2023 eftir að Þórir lét af daglegum störfum.

Lífland hét áður Mjólkurfélag Reykjavíkur og var stofnað árið 1917. Fyrirtækið sérhæfir sig í sölu og framleiðslu á fóðri fyrir búfé ásamt sölu á rekstrarvörum fyrir bændur. Lífland á Nesbú egg og Kornax hveiti og á jafnframt norska dótturfyrirtækið Lifland Agri sem sérhæfir sig í sölu á búnaði fyrir fjós. Hjá Líflandi og dótturfélögum þess starfa samtals 140 starfsmenn.

Skylt efni: Lífland

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.