Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Þórir Haraldsson
Þórir Haraldsson
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af framtakssjóði. Fyrir átti hann helming fyrirtækisins.

Hlutinn kaupir Þórir af framtakssjóðnum Horni III, sem er í rekstri Landsbréfa. Sjóðurinn keypti helmingshlut fyrirtækisins af erfingjum Kristins Björnssonar sem lést árið 2015, en Kristinn og Þórir áttu Lífland saman. Arnar Þórisson tók við hlutverki forstjóra fyrirtækisins af föður sínum árið 2023 eftir að Þórir lét af daglegum störfum.

Lífland hét áður Mjólkurfélag Reykjavíkur og var stofnað árið 1917. Fyrirtækið sérhæfir sig í sölu og framleiðslu á fóðri fyrir búfé ásamt sölu á rekstrarvörum fyrir bændur. Lífland á Nesbú egg og Kornax hveiti og á jafnframt norska dótturfyrirtækið Lifland Agri sem sérhæfir sig í sölu á búnaði fyrir fjós. Hjá Líflandi og dótturfélögum þess starfa samtals 140 starfsmenn.

Skylt efni: Lífland

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f