Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Þórir Haraldsson
Þórir Haraldsson
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af framtakssjóði. Fyrir átti hann helming fyrirtækisins.

Hlutinn kaupir Þórir af framtakssjóðnum Horni III, sem er í rekstri Landsbréfa. Sjóðurinn keypti helmingshlut fyrirtækisins af erfingjum Kristins Björnssonar sem lést árið 2015, en Kristinn og Þórir áttu Lífland saman. Arnar Þórisson tók við hlutverki forstjóra fyrirtækisins af föður sínum árið 2023 eftir að Þórir lét af daglegum störfum.

Lífland hét áður Mjólkurfélag Reykjavíkur og var stofnað árið 1917. Fyrirtækið sérhæfir sig í sölu og framleiðslu á fóðri fyrir búfé ásamt sölu á rekstrarvörum fyrir bændur. Lífland á Nesbú egg og Kornax hveiti og á jafnframt norska dótturfyrirtækið Lifland Agri sem sérhæfir sig í sölu á búnaði fyrir fjós. Hjá Líflandi og dótturfélögum þess starfa samtals 140 starfsmenn.

Skylt efni: Lífland

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.