Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sveinbjarnargerði.
Sveinbjarnargerði.
Fréttir 14. janúar 2015

Eigendaskipti á Sveinbjarnargerði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Eignarhaldsfélagið Sólfjörð hótels hefur keypt Sveitahótelið í Sveinbjarnargerði í austanverðum Eyjafirði. Að Sólfjörð hótels stendur Sigurður Karl Jóhannsson veitingamaður á Akureyri. Seljandi er Byggðastofnun og var skrifað undir samninga um viðskiptin í dag, þriðjudag.

Í fréttatilkynningu um eigendaskiptin segir að sveitahótelið í Sveinbjarnargerði er staðsett á fallegum stað í austanverðum Eyjafirði, aðeins 15 kílómetra frá Akureyri. Gisting er í tveimur húsum og eru herbergin samtals 33. Öll eru þau með baðherbergi og helstu þægindum.

Veislusalur er fyrir allt að 100 manns í sæti og hefur hótelið verið vinsælt á undanförnum árum undir mannamót og ýmsa fundi.

Góðar gönguleiðir eru í nágrenninu og stutt í alla þjónustu og afþreyingu.
Eftir amstur dagsins, geta gestir meðal annars slappað af í heitum potti og notuð frábærs útsýis og veitinga.

Sigurður Karl segir að kaupin hafi verið í undirbúningi í nokkurn tíma.

„Ferðamönnum hefur fjölgað ár frá ári og ég er bjartsýnn á framtíðina. Sveitahótelið í Sveinbjarnargerði er nokkuð vel þekkt og bókanir sumarsins lofa góðu. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í ferðaþjónustu á Norðurlandi á undanförnum árum, þannig að reksturinn leggst vel í mig. Á næstu vikum og mánuðum verður ráðist í umtalsverðar breytingar á húsnæðinu, þannig að hótelið uppfylli enn frekar kröfur gesta.
Sérstök áhersla verður lögð á mat úr héraði. Á svæðinu eru starfandi öflug matvælafyrirtæki, bæði á sviði landbúnaðar og sjávarútvegs. Markmiðið verður að gestir njóti þess besta sem svæðið hefur á boðstólum,“ segir Sigurður Karl Jóhannsson.

Skylt efni: Ferðamennska | viðskipti | gisting

Matvæli fyrir níutíu milljónir evra gerð upptæk
Fréttir 13. desember 2024

Matvæli fyrir níutíu milljónir evra gerð upptæk

Matvælasvindl er vaxandi vandamál í heiminum. Engin mál tengd meintum matarsviku...

Kortleggja ræktarlönd
Fréttir 13. desember 2024

Kortleggja ræktarlönd

Matvælaráðuneytið ætlar að ráðast í kortlagningu á gæðum ræktarlands á Íslandi.

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði
Fréttir 12. desember 2024

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði

Um áramót taka gildi umtalsverðar hækkanir á raforkuverði til garðyrkjubænda. Ge...

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga
Fréttir 12. desember 2024

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga

Loftslagsráð segir að nú þurfi að verða þáttaskil í framkvæmd loftslagsaðgerða o...

Framleiða ætti flestallar landbúnaðarvörur innanlands
Fréttir 12. desember 2024

Framleiða ætti flestallar landbúnaðarvörur innanlands

Landsmenn vilja að landbúnaðarvörur séu framleiddar innanlands ef marka má niður...

Metinnflutningur á koltvísýringi
Fréttir 11. desember 2024

Metinnflutningur á koltvísýringi

Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa verið flutt inn til landsins um 2.600 tonn af k...

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára
Fréttir 11. desember 2024

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára

Heildarfjöldi stangveiddra laxa árið 2024 var, skv. bráðabirgðatölum Hafrannsókn...

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki
Fréttir 11. desember 2024

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki

Afleiðingar rafmagnsleysis í Lundarreykjadal í febrúar urðu bændum dýrkeyptar.