Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Sveinbjarnargerði.
Sveinbjarnargerði.
Fréttir 14. janúar 2015

Eigendaskipti á Sveinbjarnargerði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Eignarhaldsfélagið Sólfjörð hótels hefur keypt Sveitahótelið í Sveinbjarnargerði í austanverðum Eyjafirði. Að Sólfjörð hótels stendur Sigurður Karl Jóhannsson veitingamaður á Akureyri. Seljandi er Byggðastofnun og var skrifað undir samninga um viðskiptin í dag, þriðjudag.

Í fréttatilkynningu um eigendaskiptin segir að sveitahótelið í Sveinbjarnargerði er staðsett á fallegum stað í austanverðum Eyjafirði, aðeins 15 kílómetra frá Akureyri. Gisting er í tveimur húsum og eru herbergin samtals 33. Öll eru þau með baðherbergi og helstu þægindum.

Veislusalur er fyrir allt að 100 manns í sæti og hefur hótelið verið vinsælt á undanförnum árum undir mannamót og ýmsa fundi.

Góðar gönguleiðir eru í nágrenninu og stutt í alla þjónustu og afþreyingu.
Eftir amstur dagsins, geta gestir meðal annars slappað af í heitum potti og notuð frábærs útsýis og veitinga.

Sigurður Karl segir að kaupin hafi verið í undirbúningi í nokkurn tíma.

„Ferðamönnum hefur fjölgað ár frá ári og ég er bjartsýnn á framtíðina. Sveitahótelið í Sveinbjarnargerði er nokkuð vel þekkt og bókanir sumarsins lofa góðu. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í ferðaþjónustu á Norðurlandi á undanförnum árum, þannig að reksturinn leggst vel í mig. Á næstu vikum og mánuðum verður ráðist í umtalsverðar breytingar á húsnæðinu, þannig að hótelið uppfylli enn frekar kröfur gesta.
Sérstök áhersla verður lögð á mat úr héraði. Á svæðinu eru starfandi öflug matvælafyrirtæki, bæði á sviði landbúnaðar og sjávarútvegs. Markmiðið verður að gestir njóti þess besta sem svæðið hefur á boðstólum,“ segir Sigurður Karl Jóhannsson.

Skylt efni: Ferðamennska | viðskipti | gisting

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...