Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sveinbjarnargerði.
Sveinbjarnargerði.
Fréttir 14. janúar 2015

Eigendaskipti á Sveinbjarnargerði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Eignarhaldsfélagið Sólfjörð hótels hefur keypt Sveitahótelið í Sveinbjarnargerði í austanverðum Eyjafirði. Að Sólfjörð hótels stendur Sigurður Karl Jóhannsson veitingamaður á Akureyri. Seljandi er Byggðastofnun og var skrifað undir samninga um viðskiptin í dag, þriðjudag.

Í fréttatilkynningu um eigendaskiptin segir að sveitahótelið í Sveinbjarnargerði er staðsett á fallegum stað í austanverðum Eyjafirði, aðeins 15 kílómetra frá Akureyri. Gisting er í tveimur húsum og eru herbergin samtals 33. Öll eru þau með baðherbergi og helstu þægindum.

Veislusalur er fyrir allt að 100 manns í sæti og hefur hótelið verið vinsælt á undanförnum árum undir mannamót og ýmsa fundi.

Góðar gönguleiðir eru í nágrenninu og stutt í alla þjónustu og afþreyingu.
Eftir amstur dagsins, geta gestir meðal annars slappað af í heitum potti og notuð frábærs útsýis og veitinga.

Sigurður Karl segir að kaupin hafi verið í undirbúningi í nokkurn tíma.

„Ferðamönnum hefur fjölgað ár frá ári og ég er bjartsýnn á framtíðina. Sveitahótelið í Sveinbjarnargerði er nokkuð vel þekkt og bókanir sumarsins lofa góðu. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í ferðaþjónustu á Norðurlandi á undanförnum árum, þannig að reksturinn leggst vel í mig. Á næstu vikum og mánuðum verður ráðist í umtalsverðar breytingar á húsnæðinu, þannig að hótelið uppfylli enn frekar kröfur gesta.
Sérstök áhersla verður lögð á mat úr héraði. Á svæðinu eru starfandi öflug matvælafyrirtæki, bæði á sviði landbúnaðar og sjávarútvegs. Markmiðið verður að gestir njóti þess besta sem svæðið hefur á boðstólum,“ segir Sigurður Karl Jóhannsson.

Skylt efni: Ferðamennska | viðskipti | gisting

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...