Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Sveinbjarnargerði.
Sveinbjarnargerði.
Fréttir 14. janúar 2015

Eigendaskipti á Sveinbjarnargerði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Eignarhaldsfélagið Sólfjörð hótels hefur keypt Sveitahótelið í Sveinbjarnargerði í austanverðum Eyjafirði. Að Sólfjörð hótels stendur Sigurður Karl Jóhannsson veitingamaður á Akureyri. Seljandi er Byggðastofnun og var skrifað undir samninga um viðskiptin í dag, þriðjudag.

Í fréttatilkynningu um eigendaskiptin segir að sveitahótelið í Sveinbjarnargerði er staðsett á fallegum stað í austanverðum Eyjafirði, aðeins 15 kílómetra frá Akureyri. Gisting er í tveimur húsum og eru herbergin samtals 33. Öll eru þau með baðherbergi og helstu þægindum.

Veislusalur er fyrir allt að 100 manns í sæti og hefur hótelið verið vinsælt á undanförnum árum undir mannamót og ýmsa fundi.

Góðar gönguleiðir eru í nágrenninu og stutt í alla þjónustu og afþreyingu.
Eftir amstur dagsins, geta gestir meðal annars slappað af í heitum potti og notuð frábærs útsýis og veitinga.

Sigurður Karl segir að kaupin hafi verið í undirbúningi í nokkurn tíma.

„Ferðamönnum hefur fjölgað ár frá ári og ég er bjartsýnn á framtíðina. Sveitahótelið í Sveinbjarnargerði er nokkuð vel þekkt og bókanir sumarsins lofa góðu. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í ferðaþjónustu á Norðurlandi á undanförnum árum, þannig að reksturinn leggst vel í mig. Á næstu vikum og mánuðum verður ráðist í umtalsverðar breytingar á húsnæðinu, þannig að hótelið uppfylli enn frekar kröfur gesta.
Sérstök áhersla verður lögð á mat úr héraði. Á svæðinu eru starfandi öflug matvælafyrirtæki, bæði á sviði landbúnaðar og sjávarútvegs. Markmiðið verður að gestir njóti þess besta sem svæðið hefur á boðstólum,“ segir Sigurður Karl Jóhannsson.

Skylt efni: Ferðamennska | viðskipti | gisting

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...