Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Flóðlokur úr lofti.
Flóðlokur úr lofti.
Mynd / Landsvirkjun
Fréttir 19. maí 2025

Eftirlitsnefnd vegna Hvammsvirkjunar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Sveitarstjórnir Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Rangárþings ytra hafa ákveðið að skipa eftirlitsnefnd sem skal fylgjast með framkvæmdum við Hvammsvirkjun.

Nefndin skal skipuð tveimur aðalmönnum frá hvoru sveitarfélagi og tveimur varamönnum. Mun hún starfa þar til öll skilyrði framkvæmdaleyfis hafa verið uppfyllt. Skipulagsfulltrúar og byggingarfulltrúar beggja sveitarfélaga, fulltrúi framkvæmdaaðila og fulltrúar annarra leyfisveitenda sitja fundi nefndarinnar þegar þurfa þykir.

Eftirlitsnefndin hefur, ásamt skipulagsfulltrúum beggja sveitarfélaganna, eftirlit með því að framkvæmdin sé í samræmi við leyfi og álit um mat á umhverfisáhrifum. Framkvæmdaleyfið er bundið 17 skilyrðum sem koma fram í greinargerð sem liggur til grundvallar framkvæmdaleyfinu. Nefndin skal skila af sér skýrslu um framkvæmd eftirlitsins við lok hvers fyrirvara sem settur er vegna framkvæmdarinnar.

Sé settum skilyrðum ekki fullnægt, ásigkomulag, frágangi, notkun eða umhverfi framkvæmdar eða eigin eftirliti framkvæmdaaðila ábótavant eða stafi hætta af framkvæmdinni, skal eftirlitsnefndin tilkynna framkvæmdaaðila skriflega um og úrbóta krafist. Eftirlitsnefndin mun hafa forgöngu um að tryggja samráð við fulltrúa Veiðifélags Þjórsár. Framkvæmdaaðili ber allan kostnað af starfi nefndarinnar.

Skylt efni: hvammsvirkjun

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...