Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Flóðlokur úr lofti.
Flóðlokur úr lofti.
Mynd / Landsvirkjun
Fréttir 19. maí 2025

Eftirlitsnefnd vegna Hvammsvirkjunar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Sveitarstjórnir Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Rangárþings ytra hafa ákveðið að skipa eftirlitsnefnd sem skal fylgjast með framkvæmdum við Hvammsvirkjun.

Nefndin skal skipuð tveimur aðalmönnum frá hvoru sveitarfélagi og tveimur varamönnum. Mun hún starfa þar til öll skilyrði framkvæmdaleyfis hafa verið uppfyllt. Skipulagsfulltrúar og byggingarfulltrúar beggja sveitarfélaga, fulltrúi framkvæmdaaðila og fulltrúar annarra leyfisveitenda sitja fundi nefndarinnar þegar þurfa þykir.

Eftirlitsnefndin hefur, ásamt skipulagsfulltrúum beggja sveitarfélaganna, eftirlit með því að framkvæmdin sé í samræmi við leyfi og álit um mat á umhverfisáhrifum. Framkvæmdaleyfið er bundið 17 skilyrðum sem koma fram í greinargerð sem liggur til grundvallar framkvæmdaleyfinu. Nefndin skal skila af sér skýrslu um framkvæmd eftirlitsins við lok hvers fyrirvara sem settur er vegna framkvæmdarinnar.

Sé settum skilyrðum ekki fullnægt, ásigkomulag, frágangi, notkun eða umhverfi framkvæmdar eða eigin eftirliti framkvæmdaaðila ábótavant eða stafi hætta af framkvæmdinni, skal eftirlitsnefndin tilkynna framkvæmdaaðila skriflega um og úrbóta krafist. Eftirlitsnefndin mun hafa forgöngu um að tryggja samráð við fulltrúa Veiðifélags Þjórsár. Framkvæmdaaðili ber allan kostnað af starfi nefndarinnar.

Skylt efni: hvammsvirkjun

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...