Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Flóðlokur úr lofti.
Flóðlokur úr lofti.
Mynd / Landsvirkjun
Fréttir 19. maí 2025

Eftirlitsnefnd vegna Hvammsvirkjunar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Sveitarstjórnir Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Rangárþings ytra hafa ákveðið að skipa eftirlitsnefnd sem skal fylgjast með framkvæmdum við Hvammsvirkjun.

Nefndin skal skipuð tveimur aðalmönnum frá hvoru sveitarfélagi og tveimur varamönnum. Mun hún starfa þar til öll skilyrði framkvæmdaleyfis hafa verið uppfyllt. Skipulagsfulltrúar og byggingarfulltrúar beggja sveitarfélaga, fulltrúi framkvæmdaaðila og fulltrúar annarra leyfisveitenda sitja fundi nefndarinnar þegar þurfa þykir.

Eftirlitsnefndin hefur, ásamt skipulagsfulltrúum beggja sveitarfélaganna, eftirlit með því að framkvæmdin sé í samræmi við leyfi og álit um mat á umhverfisáhrifum. Framkvæmdaleyfið er bundið 17 skilyrðum sem koma fram í greinargerð sem liggur til grundvallar framkvæmdaleyfinu. Nefndin skal skila af sér skýrslu um framkvæmd eftirlitsins við lok hvers fyrirvara sem settur er vegna framkvæmdarinnar.

Sé settum skilyrðum ekki fullnægt, ásigkomulag, frágangi, notkun eða umhverfi framkvæmdar eða eigin eftirliti framkvæmdaaðila ábótavant eða stafi hætta af framkvæmdinni, skal eftirlitsnefndin tilkynna framkvæmdaaðila skriflega um og úrbóta krafist. Eftirlitsnefndin mun hafa forgöngu um að tryggja samráð við fulltrúa Veiðifélags Þjórsár. Framkvæmdaaðili ber allan kostnað af starfi nefndarinnar.

Skylt efni: hvammsvirkjun

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...