Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Efla þarf eftirlit með sýklalyfjaónæmum bakteríum í matvælum
Fréttir 9. október 2017

Efla þarf eftirlit með sýklalyfjaónæmum bakteríum í matvælum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sýklalyfjanotkun fólks hér á landi jókst um 5% árið 2016 frá fyrra ári, samkvæmt nýrri skýrslu sóttvarnalæknis. Sýklalyfjaónæmi er lítið á Íslandi en hefur aukist. Sýklalyfjanotkun í dýrum er með því sem minnst þekkist í Evrópu.

Sóttvarnalæknir gefur árlega út skýrslu um sýklalyfjanotkun hjá mönnum og dýrum, ásamt faraldsfræði sýklalyfjaónæmra baktería. Skýrslan fyrir árið 2016 leiðir í ljós að notkun sýklalyfja hjá mönnum fer vaxandi.

Vonbrigði

Í tilkynningu sóttvarnalæknis segir að þessar niðurstöður valdi ákveðnum vonbrigðum því á sama tíma hafi sýklalyfjanotkun hjá mönnum minnkað hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. Þar segir einnig að athygli veki að notkun sýklalyfja hjá börnum yngri en 5 ára og fólki eldra en 65 ára aukist milli áranna 2015 og 2016 en notkunin hjá þessum aldurshópum hafði aftur á móti dregist saman árin á undan.

Barátta við sýklalyfjaónæmi

Sóttvarnalæknir segir í skýrslunni vona að skýrslan muni reynast gagnleg í baráttunni við útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Enn fremur að ljóst sé að hér á landi þurfi að leggja í verulegt átak með læknum við að bæta notkun sýklalyfja.

Efla þarf eftirlit með sýklalyfjaónæmum bakteríum í innlendum og erlendum matvælum.

Starfshópur á vegum heilbrigðis­ráðherra skilaði í apríl á þessu ári skýrslu um aðgerðir gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Hópurinn lagði þar fram tíu tillögur, meðal annars um hvernig draga megi úr sýklalyfjaónæmi í mönnum, en óskynsamleg og mikil sýklalyfjanotkun er ein helsta ástæðan fyrir aukinni útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería, líkt og fram kemur í umfjöllun sóttvarnalæknis. 

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...