Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Efla þarf eftirlit með sýklalyfjaónæmum bakteríum í matvælum
Fréttir 9. október 2017

Efla þarf eftirlit með sýklalyfjaónæmum bakteríum í matvælum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sýklalyfjanotkun fólks hér á landi jókst um 5% árið 2016 frá fyrra ári, samkvæmt nýrri skýrslu sóttvarnalæknis. Sýklalyfjaónæmi er lítið á Íslandi en hefur aukist. Sýklalyfjanotkun í dýrum er með því sem minnst þekkist í Evrópu.

Sóttvarnalæknir gefur árlega út skýrslu um sýklalyfjanotkun hjá mönnum og dýrum, ásamt faraldsfræði sýklalyfjaónæmra baktería. Skýrslan fyrir árið 2016 leiðir í ljós að notkun sýklalyfja hjá mönnum fer vaxandi.

Vonbrigði

Í tilkynningu sóttvarnalæknis segir að þessar niðurstöður valdi ákveðnum vonbrigðum því á sama tíma hafi sýklalyfjanotkun hjá mönnum minnkað hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. Þar segir einnig að athygli veki að notkun sýklalyfja hjá börnum yngri en 5 ára og fólki eldra en 65 ára aukist milli áranna 2015 og 2016 en notkunin hjá þessum aldurshópum hafði aftur á móti dregist saman árin á undan.

Barátta við sýklalyfjaónæmi

Sóttvarnalæknir segir í skýrslunni vona að skýrslan muni reynast gagnleg í baráttunni við útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Enn fremur að ljóst sé að hér á landi þurfi að leggja í verulegt átak með læknum við að bæta notkun sýklalyfja.

Efla þarf eftirlit með sýklalyfjaónæmum bakteríum í innlendum og erlendum matvælum.

Starfshópur á vegum heilbrigðis­ráðherra skilaði í apríl á þessu ári skýrslu um aðgerðir gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Hópurinn lagði þar fram tíu tillögur, meðal annars um hvernig draga megi úr sýklalyfjaónæmi í mönnum, en óskynsamleg og mikil sýklalyfjanotkun er ein helsta ástæðan fyrir aukinni útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería, líkt og fram kemur í umfjöllun sóttvarnalæknis. 

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.