Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Efla þarf eftirlit með sýklalyfjaónæmum bakteríum í matvælum
Fréttir 9. október 2017

Efla þarf eftirlit með sýklalyfjaónæmum bakteríum í matvælum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sýklalyfjanotkun fólks hér á landi jókst um 5% árið 2016 frá fyrra ári, samkvæmt nýrri skýrslu sóttvarnalæknis. Sýklalyfjaónæmi er lítið á Íslandi en hefur aukist. Sýklalyfjanotkun í dýrum er með því sem minnst þekkist í Evrópu.

Sóttvarnalæknir gefur árlega út skýrslu um sýklalyfjanotkun hjá mönnum og dýrum, ásamt faraldsfræði sýklalyfjaónæmra baktería. Skýrslan fyrir árið 2016 leiðir í ljós að notkun sýklalyfja hjá mönnum fer vaxandi.

Vonbrigði

Í tilkynningu sóttvarnalæknis segir að þessar niðurstöður valdi ákveðnum vonbrigðum því á sama tíma hafi sýklalyfjanotkun hjá mönnum minnkað hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. Þar segir einnig að athygli veki að notkun sýklalyfja hjá börnum yngri en 5 ára og fólki eldra en 65 ára aukist milli áranna 2015 og 2016 en notkunin hjá þessum aldurshópum hafði aftur á móti dregist saman árin á undan.

Barátta við sýklalyfjaónæmi

Sóttvarnalæknir segir í skýrslunni vona að skýrslan muni reynast gagnleg í baráttunni við útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Enn fremur að ljóst sé að hér á landi þurfi að leggja í verulegt átak með læknum við að bæta notkun sýklalyfja.

Efla þarf eftirlit með sýklalyfjaónæmum bakteríum í innlendum og erlendum matvælum.

Starfshópur á vegum heilbrigðis­ráðherra skilaði í apríl á þessu ári skýrslu um aðgerðir gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Hópurinn lagði þar fram tíu tillögur, meðal annars um hvernig draga megi úr sýklalyfjaónæmi í mönnum, en óskynsamleg og mikil sýklalyfjanotkun er ein helsta ástæðan fyrir aukinni útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería, líkt og fram kemur í umfjöllun sóttvarnalæknis. 

Endurheimt vistkerfa
Fréttir 29. mars 2023

Endurheimt vistkerfa

Mossy earth er alþjóðleg hreyfing um endurreisn vistkerfa sem er fjármögnuð með ...

Tillaga um dýravelferðarstofu
Fréttir 29. mars 2023

Tillaga um dýravelferðarstofu

Þann 14. mars stóð Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) fyrir málþingi um stöðu dýra...

Landbúnaðarklasinn lagstur í dvala
Fréttir 28. mars 2023

Landbúnaðarklasinn lagstur í dvala

Á aðalfundi Landbúnaðarklasans 9. mars var samþykkt að starfsemi hans yrði lögð ...

Blóðsjúgandi mítill fannst á villtum fugli
Fréttir 27. mars 2023

Blóðsjúgandi mítill fannst á villtum fugli

Fyrir skömmu greindist blóðsjúgandi mítill á smyrli sem fannst nær dauða en lífi...

Páskaútgáfa Bændablaðsins
Fréttir 27. mars 2023

Páskaútgáfa Bændablaðsins

Næsta tölublað Bændablaðsins kemur út 4. apríl, á þriðjudegi.

„Íslenskt lambakjöt“ fær upprunavottun
Fréttir 27. mars 2023

„Íslenskt lambakjöt“ fær upprunavottun

Evrópusambandið hefur nýlega samþykkt umsókn Icelandic lamb um að vörumerkið „Ís...

Kjötskortur, hvað?
Fréttir 24. mars 2023

Kjötskortur, hvað?

Sé horft til ásetningsfjölda gripa á landinu er fyrirsjáanlegt að framboð á kjöt...

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum
Fréttir 24. mars 2023

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum

Aðalfundur deildar svínabænda Bændasamtaka Íslands var haldinn í Saltvík 16. mar...