Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands.
Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands.
Fréttir 8. maí 2018

Eðlilegt að reikna innflutning á kjöti með beini

Höfundur: Vilmundur Hansen

Formaður Bændasamtakanna segir að Evrópusambandið reikni innflutning á kjöti með beini og eðlilegt að gera slíkt hið sama hér. Neytendasamtökin og Samtök verslunar og þjónustu gagnrýna reikniaðferðina.

Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, sagði í samtali við Bændablaðið fyrir skömmu að eðlilegt væri að innflutningur á kjöti verði reiknaður sem kjöt með beini en ekki hreint kjöt eins og nú er gert.

„ESB umreiknar beinlaust kjöt yfir í heila skrokka í mörgum tilvikum. Það er eðlilegt og sanngjarnt að nota sömu stuðla hvort sem kjöt er flutt inn eða út úr landinu,“ segir Sindri.

Neytendasamtökin og Samtök verslunar og þjónustu gagnrýna að reikna skuli innflutning á kjöti með beini í framhaldi af tollasamningunum sem tóku gildi 1. maí síðastliðinn. Í bréfi til atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins segir að Neytendasamtökin og Samtök verslunar og þjónustu gagnrýni boðaðar breytingar á úthlutun tollkvóta þar sem lagt er til að innflutningur á kjöti verði reiknaður sem kjöt með beini en ekki hreint kjöt eins og nú er gert.
 

Embluverðlaununum frestað fram í júní
Fréttir 26. janúar 2022

Embluverðlaununum frestað fram í júní

Vegna kórónuveirufaraldursins hefur verkefnastjórn norrænu matvælaverðlaunanna E...

Lagt til að 700 milljóna króna stuðningur fari í niðurgreiðslu á hverju keyptu tonni
Fréttir 26. janúar 2022

Lagt til að 700 milljóna króna stuðningur fari í niðurgreiðslu á hverju keyptu tonni

Í fjárlögum ársins 2022 er gert ráð fyrir 700 milljóna króna stuðningi við bændu...

Tritrichomonas greindist í ketti
Fréttir 26. janúar 2022

Tritrichomonas greindist í ketti

Sníkjudýrið Tritrichomonas foetus greindist nýverið í fyrsta sinn á Íslandi, í s...

Fjallalax fær rekstrarleyfi vegna fiskeldis
Fréttir 26. janúar 2022

Fjallalax fær rekstrarleyfi vegna fiskeldis

Matvælastofnun hefur veitt Fjallalax ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis að Hallkel...

DEUTZE-FAHR lagt á 12 glerflöskur
Fréttir 26. janúar 2022

DEUTZE-FAHR lagt á 12 glerflöskur

Í mars 2021 var sett heims­met með stórri fagurgrænni DEUTZE-FAHR TTV Warrior tö...

Endurbygging hefst í mars á hluta Snæfellsvegar
Fréttir 26. janúar 2022

Endurbygging hefst í mars á hluta Snæfellsvegar

Skrifað hefur verið undir samning um framkvæmd við Snæfellsveg, nr. 54, á milli ...

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna
Fréttir 25. janúar 2022

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna

Fjögur félagasamtök verða styrkt til verkefna sem lúta að hreinsun strandlengju ...

Riða greindist í skimunarsýni
Fréttir 25. janúar 2022

Riða greindist í skimunarsýni

Matvælastofnun barst fyrir skömmu tilkynning frá Tilraunastöð HÍ að Keldum um að...