Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands.
Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands.
Fréttir 8. maí 2018

Eðlilegt að reikna innflutning á kjöti með beini

Höfundur: Vilmundur Hansen

Formaður Bændasamtakanna segir að Evrópusambandið reikni innflutning á kjöti með beini og eðlilegt að gera slíkt hið sama hér. Neytendasamtökin og Samtök verslunar og þjónustu gagnrýna reikniaðferðina.

Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, sagði í samtali við Bændablaðið fyrir skömmu að eðlilegt væri að innflutningur á kjöti verði reiknaður sem kjöt með beini en ekki hreint kjöt eins og nú er gert.

„ESB umreiknar beinlaust kjöt yfir í heila skrokka í mörgum tilvikum. Það er eðlilegt og sanngjarnt að nota sömu stuðla hvort sem kjöt er flutt inn eða út úr landinu,“ segir Sindri.

Neytendasamtökin og Samtök verslunar og þjónustu gagnrýna að reikna skuli innflutning á kjöti með beini í framhaldi af tollasamningunum sem tóku gildi 1. maí síðastliðinn. Í bréfi til atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins segir að Neytendasamtökin og Samtök verslunar og þjónustu gagnrýni boðaðar breytingar á úthlutun tollkvóta þar sem lagt er til að innflutningur á kjöti verði reiknaður sem kjöt með beini en ekki hreint kjöt eins og nú er gert.
 

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum
Fréttir 28. maí 2024

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum

Matvælastofnun hefur nýlega tilkynnt um að Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) h...

Heimaframleiðsla lögleg
Fréttir 28. maí 2024

Heimaframleiðsla lögleg

Heimaframleiðsla nefnist umgjörð sem sköpuð var til að heimila litlum aðilum í F...

Bjórinn Naddi sló í gegn í London
Fréttir 28. maí 2024

Bjórinn Naddi sló í gegn í London

Fjórir íslenskir bjórar frá KHB brugghúsi á Borgarfirði eystra hlutu bresk bjórv...

Listeríusýkingar vaxandi vandamál
Fréttir 27. maí 2024

Listeríusýkingar vaxandi vandamál

Tíðni listeríusýkinga í Evrópu fer vaxandi og samkvæmt greiningum á fyrstu þremu...

Göngustígar hjá Geysi
Fréttir 27. maí 2024

Göngustígar hjá Geysi

Framkvæmdir við nýtt gönguleiðakerfi á Geysissvæðinu í Haukadal í Bláskógabyggð ...

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár
Fréttir 27. maí 2024

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár

Alþjóðlegu vínsamtökin International Organisation of Vine and Wine (OIV) segja í...

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...