Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Samdráttur í nautakjötsframleiðslu í apríl var 13% frá árinu áður.
Samdráttur í nautakjötsframleiðslu í apríl var 13% frá árinu áður.
Mynd / Odd Stefan
Fréttir 8. júní 2023

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Samdráttur í nautakjötsframleiðslu nú er afleiðing lægra afurðaverðs árið 2021 að sögn formanns búgreinadeildar nautgripabænda.

Innlend kjötframleiðsla í apríl 2023 var samtals 1.515 tonn, 3% minni en í apríl árið á undan, að því er fram kemur í tölum Hagstofu Íslands. Framleiðsla svína- og alifuglakjöts var sú sama og í apríl í fyrra en nautakjötsframleiðslan dróst hins vegar saman um 13%.

Afleiðing tveggja ára ákvarðana
Rafn Bergsson, formaður búgreinadeildar nautgripabænda.
Mynd / ÁL

Rafn Bergsson, formaður búgreinadeildar nautgripabænda, segir að aðalástæð samdráttarins sé óviðunandi afkoma í nautakjötsframleiðslu síðustu ár.

„Eldistími nautgripa er langur, þannig eru ákvarðanir sem teknar voru vorið/sumarið 2021 hafa áhrif á það hversu mikið framboð er af íslensku nautakjöti á markaði í dag. Sumarið 2021 var afurðastöðvaverð nautakjöts töluvert lægra en það er í dag en VATN vísitalan náði lágmarki í október 2021. Bændur brugðust við með því að draga saman og það sjáum við nú í minnkuðu framboði,“ segir hann.

Bindur vonir við hækkandi verð

Rekstrarskilyrði í nautakjötsframleiðslu hafi verið erfið undanfarin ár en nýlegar hækkanir gefi bændum von.

„Ef gögn Hagstofunnar eru skoðuð, skilaði nautakjötsframleiðslan, sem fellur undir „önnur nautgriparækt“ töluverðu tapi bæði 2020 og 2021 og skýrsla RML um rekstur og afkomu nautakjötsframleiðenda fyrir árin 2017–2021 greinir frá því að á árunum 2019–2021 borguðu nautakjötsframleiðendur á bilinu 412–603 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti.

Gífurlega erfið rekstrarskilyrði eru þannig farin að segja til sín. Undanfarið höfum við þó séð hækkanir á afurðaverði, vonandi heldur það áfram og við förum að horfa fram á bjartari tíma,“ segir Rafn.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...