Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Samdráttur í nautakjötsframleiðslu í apríl var 13% frá árinu áður.
Samdráttur í nautakjötsframleiðslu í apríl var 13% frá árinu áður.
Mynd / Odd Stefan
Fréttir 8. júní 2023

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Samdráttur í nautakjötsframleiðslu nú er afleiðing lægra afurðaverðs árið 2021 að sögn formanns búgreinadeildar nautgripabænda.

Innlend kjötframleiðsla í apríl 2023 var samtals 1.515 tonn, 3% minni en í apríl árið á undan, að því er fram kemur í tölum Hagstofu Íslands. Framleiðsla svína- og alifuglakjöts var sú sama og í apríl í fyrra en nautakjötsframleiðslan dróst hins vegar saman um 13%.

Afleiðing tveggja ára ákvarðana
Rafn Bergsson, formaður búgreinadeildar nautgripabænda.
Mynd / ÁL

Rafn Bergsson, formaður búgreinadeildar nautgripabænda, segir að aðalástæð samdráttarins sé óviðunandi afkoma í nautakjötsframleiðslu síðustu ár.

„Eldistími nautgripa er langur, þannig eru ákvarðanir sem teknar voru vorið/sumarið 2021 hafa áhrif á það hversu mikið framboð er af íslensku nautakjöti á markaði í dag. Sumarið 2021 var afurðastöðvaverð nautakjöts töluvert lægra en það er í dag en VATN vísitalan náði lágmarki í október 2021. Bændur brugðust við með því að draga saman og það sjáum við nú í minnkuðu framboði,“ segir hann.

Bindur vonir við hækkandi verð

Rekstrarskilyrði í nautakjötsframleiðslu hafi verið erfið undanfarin ár en nýlegar hækkanir gefi bændum von.

„Ef gögn Hagstofunnar eru skoðuð, skilaði nautakjötsframleiðslan, sem fellur undir „önnur nautgriparækt“ töluverðu tapi bæði 2020 og 2021 og skýrsla RML um rekstur og afkomu nautakjötsframleiðenda fyrir árin 2017–2021 greinir frá því að á árunum 2019–2021 borguðu nautakjötsframleiðendur á bilinu 412–603 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti.

Gífurlega erfið rekstrarskilyrði eru þannig farin að segja til sín. Undanfarið höfum við þó séð hækkanir á afurðaverði, vonandi heldur það áfram og við förum að horfa fram á bjartari tíma,“ segir Rafn.

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...