Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Gústaf Ásgeir Hinriksson fór brosandi af velli eftir að hafa riðið beina leið í A-úrslit í fimmgangi.
Gústaf Ásgeir Hinriksson fór brosandi af velli eftir að hafa riðið beina leið í A-úrslit í fimmgangi.
Mynd / BBL
Fréttir 7. ágúst 2019

Dramatískur fimmgangur á HM í dag

Höfundur: Ritstjórn

Óhætt er að segja að gengið hafi á ýmsu í fimmgangskeppninni á HM í Berlín í dag. Nokkur afföll urðu hjá íslenska liðinu en hryssa Ylfu Guðrúnar Svafarsdóttur var skráð úr keppni. Glódís Rún Sigurðardóttir, sem einnig keppir sem ungmenni, átti fína sýningu á Trausta frá Þóroddsstöðum og uppskar einkunnina 6,40, en þau voru dæmd úr leik þar sem hesturinn stóðst ekki heilbrigðisskoðun þegar út af var komið. Mikil vonbrigði fyrir báða þessa flottu ungu fulltrúa Íslands sem lagt hafa á sig mikla vinnu við undirbúning og þjálfun.

Tveir fyrrum heimsmeistarar dæmdir úr leik

Þá voru tveir fyrrum heimsmeistarar einnig dæmdir úr leik af sömu sökum, Stian Pedersen frá Noregi með Nóa fra Jakobsgarden og ríkjandi heimsmeistari Frauke Schenzel frá Þýskalandi á Gusti vom Kronshof. Bæði áttu góðar sýningar, Stian með 7,0 sem setti hann í þriðja sætið og Frauke með 7,57 sem skaut henni rétt upp fyrir Olil Amble á toppinn. En því miður fór sem fór og þau munu ekki berjast um gullið í fimmgangi að þessu sinni.

Velferð hestsins í fyrirrúmi

Reglur FEIF, alþjóðasamtaka íslenska hestsins, eru skýrar en þar segir að blæði úr hrossi að lokinni keppni verði að dæma viðkomandi úr leik og þá er átt við blæðingu sem heldur áfram eftir að strokið hefur verið af sárinu. Það þarf hins vegar ekki endilega að þýða að lagt hafi verið hart að hrossinu, heldur er oftast um að ræða hnjask og smá áverka. En þar sem velferð hestsins er alltaf í fyrirrúmi nýtur hann vafans og þrátt fyrir vonbrigði hafa knapar skilning á þessu enda annt um hesta sína.

Sproti í 5. sæti

Gústaf Ásgeir Hinriksson gladdi hins vegar landa sína og fleiri þegar hann reið síðastur í braut í fimmgangi í dag á Sprota frá Innri-Skeljabrekku með vel útfærða og kraftmikla sýningu sem skilaði honum í fimmta sætið með einkunnina 7,0. Þau Olil munu því bæði ríða A úrslit á sunnudaginn kemur og berjast til sigurs.

Kynbótahrossin fá lægri einkunnir

Áfram var haldið að sýna kynbótahross í dag og áfram héldu þau að lækka. Spaði frá Barkarstöðum stendur efstur í 6v flokki sem stendur og hin sænska Tíbrá fran Knutshyttan efst í 6v flokki hryssna. Nokkuð hefur verið rætt um lækkun einkunna kynbótahrossanna og velta menn því fyrir sér hvort vallaraðstæður spili þar inn í. Yfirlitssýning er þó enn eftir og ekki er ólíklegt að einhver hrossa hækki að nýju. Niðurstöður kynbótadóma er allar að finna í gagnagrunninum WorldFeng, á www.worldfengur.com, en hægt er að fylgjast með niðurstöðum íþróttagreinanna inni á ticker.icetestng.com.

Á morgun fimmtudag verður keppt í slaktaumatölti T2 og gæðingaskeiði, auk þess sem yfirlitssýning kynbótahrossa fer fram.

Skylt efni: HM í Berlín 2019

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...