Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Einar Eðvald Einarsson, loðdýrabóndi að Syðra-Skörðugil og formaður Sambands Íslenskra loðdýrabænda.
Einar Eðvald Einarsson, loðdýrabóndi að Syðra-Skörðugil og formaður Sambands Íslenskra loðdýrabænda.
Fréttir 21. desember 2020

Danir koma að minkaeldi í Skagafirði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Einar Eðvald Einarsson, loðdýrabóndi að Syðra-Skörðugil og formaður Sambands Íslenskra loðdýrabænda hefur tekið minkabúið í Héraðsdal á leigu af Kaupfélagi Skagfirðinga en danskir minkabændur fjármagna framleiðsluna.

Að sögn Einars er hann eini loðdýrabóndinn á Norðurlandi og þar sem verð á minkaskinnum hefur verið lágt undanfarin misseri með tilheyrandi fækkun bænda er leigan á búinu og samningurinn við Danina hluti af því markmiði að auka aftur framleiðsluna án þess þó að skinnaverð séu kominn á réttan stað aftur.

 

Danir tryggja framleiðslukostnaðinn

„Samningurinn við Danina gengur út á að þeir tryggja mér framleiðslukostnað á skinnum sem koma frá Héraðsdalsbúinu. Í raun er samningurinn þannig að þeir kaupa af mér skinin fyrir það verð sem kostar að framleiða þau samkvæmt mínum útreikningum. Ég er þannig lagað búin að selja þeim skinnin fyrir fram og fæ mánaðarlegar greiðslu næstu tólf mánuðina frá og með 1. janúar. Ég veit þannig fyrirfram úr hverju ég hef að spila fjárhagslega.

Skili skinnin hagnað er svo í samningnum ákvæði um hvernig honum er skipt. Það er því tryggt á ég tapa ekki á framleiðslunni en á móti er ekkert víst að ég græði á þessu heldur. Hitt er hinsvegar ljóst að með þessu erum við að búa til um það bil tvö ný stöðugildi, auka fóðursölu frá fóðurstöðinni og koma vannýttum byggingum í notkun ásamt því að auka útflutningstekjur þjóðarinnar,“ segir Einar.

 

Samningur til þriggja ára

„Samningurinn við Danina er til þriggja ára en byrjað verður með 1.500 læður og svo metum við framhaldið þegar hjólin fara að snúast. Markmið Dananna með þessu er að kanna hvernig aðstæður eru til minkaeldis á Íslandi, prófa samstarf við okkur og meta aðstæður. Þeir hafa óbilandi trú á framtíðinni og sannfærðir um að nægur markaður verði á komandi árum fyrir skinnin. Þeir eru því ekki hræddir við að gera þetta með þessum hætti en mín trygging fyrir því að þeir hlaupi ekki frá þessu er sú að þeir kaupa lífdýrin sem við svo sjáum um að þjónusta og vinna með. Danirnir hafa í raun enga beina aðkomu að rekstri búsins aðra en að ég verð í góðu sambandi við þá og þeir ætla að koma hér reglulega og fylgjast með.  Þetta er mjög reynslu mikið fólk sem hefur verið í minkarækt í tugi ára, þannig að við eigum eflaust eftir að eiga líflegar umræður um hvernig reka eigi minkabú en það erum við sem ráðum og þeir hætta þá ef þetta gengur ekki, en ég er samt mjög bjartsýnn á að þetta eigi eftir að ganga vel,“ sagði Einar að lokum.

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.