Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Dagur landbúnaðar á Suðurlandi
Fréttir 1. október 2024

Dagur landbúnaðar á Suðurlandi

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Bændasamtökin og Samtök fyrirtækja í landbúnaði blása til málþings á degi landbúnaðarins föstudaginn 11. október.

Margrét Ágústa Sigurðardóttir.

„Í ár munum við beina sjónum okkar að vaxandi regluverki í kringum landbúnaðinn sem og fjárhagslegum áskorunum sem greinin hefur verið að glíma við. Það styttist í gerð nýrra búvörusamninga og því mikilvægt að varpa ljósi á og taka samtalið um framtíðarregluverk greinarinnar,“ segir Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Málþingið fer fram á Hótel Selfossi frá kl. 9–12.

Dagur landbúnaðarins er nú haldinn í þriðja sinn en Margrét Ágústa segir viðburðinn vettvang þar sem fulltrúar landbúnaðarins, stjórnvalda og annarra hagaðila koma saman og ræða málin.

„Fjöldi fólks víða úr samfélaginu mun taka þátt í málþinginu, hvort sem er með erindi eða í panelumræðum. Þessi viðburður hefur heppnast einkar vel undanfarin ár og við hlökkum til að taka á móti sem flestum og eiga góðar samræður nú sem áður.“

Dagskrá málþingsins verður auglýst nánar síðar en í tengslum við viðburðinn munu nokkrir bændur á Suðurlandi opna bú sín laugardaginn 12. október. Þann sama dag verður dagur sauðkindarinnar haldinn hátíðlegur í Rangárhöllinni hjá Hellu og skógarbændur halda málþing á Laugum í Sælingsdal.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...