Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Dagur landbúnaðar á Suðurlandi
Fréttir 1. október 2024

Dagur landbúnaðar á Suðurlandi

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Bændasamtökin og Samtök fyrirtækja í landbúnaði blása til málþings á degi landbúnaðarins föstudaginn 11. október.

Margrét Ágústa Sigurðardóttir.

„Í ár munum við beina sjónum okkar að vaxandi regluverki í kringum landbúnaðinn sem og fjárhagslegum áskorunum sem greinin hefur verið að glíma við. Það styttist í gerð nýrra búvörusamninga og því mikilvægt að varpa ljósi á og taka samtalið um framtíðarregluverk greinarinnar,“ segir Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Málþingið fer fram á Hótel Selfossi frá kl. 9–12.

Dagur landbúnaðarins er nú haldinn í þriðja sinn en Margrét Ágústa segir viðburðinn vettvang þar sem fulltrúar landbúnaðarins, stjórnvalda og annarra hagaðila koma saman og ræða málin.

„Fjöldi fólks víða úr samfélaginu mun taka þátt í málþinginu, hvort sem er með erindi eða í panelumræðum. Þessi viðburður hefur heppnast einkar vel undanfarin ár og við hlökkum til að taka á móti sem flestum og eiga góðar samræður nú sem áður.“

Dagskrá málþingsins verður auglýst nánar síðar en í tengslum við viðburðinn munu nokkrir bændur á Suðurlandi opna bú sín laugardaginn 12. október. Þann sama dag verður dagur sauðkindarinnar haldinn hátíðlegur í Rangárhöllinni hjá Hellu og skógarbændur halda málþing á Laugum í Sælingsdal.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f