Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Buxnalaus með stolnar hænur
Fréttir 24. október 2017

Buxnalaus með stolnar hænur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Lögreglan á Írlandi stöðvaði bifreið fyrir skömmu við venjubundið eftirlit. Það sem bar fyrir auga lögreglunnar var sannarlega óvenjulegt, meira að segja á Írlandi.

Ökumaðurinn, sem var 26 ára gamall Íri, sem ekki reyndist einungis vera drukkinn og buxnalaus, reyndar kviknakinn, undir stýri, heldur var hann einnig með nokkrar lifandi hænur í aftursætinu og fullvaxna álft í framsætinu.

Sagði fuglana vera puttaferðalanga

Ástand ökumannsins var með þeim hætti að hann gat hvorki sagt til nafns né hvernig stóð á því að hann var með fiðurféð í bílnum. Að lokum sagðist hann ráma í að fuglarnir væru puttaferðalangar sem hann hefði boðið far.

Vildu ekki spenna öryggisbeltin

Hann sagði síðan að hávaðinn í hænunum væri óþolandi og að þær hefðu þráast við að spenna öryggisbeltin hversu oft sem hann bað þær um það.

Síðar breytti hann framburði sínum og sagði að fuglarnir hlytu að hafa flogið inn um opinn glugga á bílnum, án þess að hann hefði tekið eftir því, á rauðu ljósi skömmu áður en hann var stöðvaður.

Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að ökumaðurinn hafði stolið fuglunum á býli skammt frá þeim stað þar sem hann var stöðvaður. 

Skylt efni: hænur | ölvun

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...