Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Buxnalaus með stolnar hænur
Fréttir 24. október 2017

Buxnalaus með stolnar hænur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Lögreglan á Írlandi stöðvaði bifreið fyrir skömmu við venjubundið eftirlit. Það sem bar fyrir auga lögreglunnar var sannarlega óvenjulegt, meira að segja á Írlandi.

Ökumaðurinn, sem var 26 ára gamall Íri, sem ekki reyndist einungis vera drukkinn og buxnalaus, reyndar kviknakinn, undir stýri, heldur var hann einnig með nokkrar lifandi hænur í aftursætinu og fullvaxna álft í framsætinu.

Sagði fuglana vera puttaferðalanga

Ástand ökumannsins var með þeim hætti að hann gat hvorki sagt til nafns né hvernig stóð á því að hann var með fiðurféð í bílnum. Að lokum sagðist hann ráma í að fuglarnir væru puttaferðalangar sem hann hefði boðið far.

Vildu ekki spenna öryggisbeltin

Hann sagði síðan að hávaðinn í hænunum væri óþolandi og að þær hefðu þráast við að spenna öryggisbeltin hversu oft sem hann bað þær um það.

Síðar breytti hann framburði sínum og sagði að fuglarnir hlytu að hafa flogið inn um opinn glugga á bílnum, án þess að hann hefði tekið eftir því, á rauðu ljósi skömmu áður en hann var stöðvaður.

Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að ökumaðurinn hafði stolið fuglunum á býli skammt frá þeim stað þar sem hann var stöðvaður. 

Skylt efni: hænur | ölvun

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn
Fréttir 6. desember 2021

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn

Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu fyrsta áfanga Móabyggðar, nýs 450 íbúða h...

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...