Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Buxnalaus með stolnar hænur
Fréttir 24. október 2017

Buxnalaus með stolnar hænur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Lögreglan á Írlandi stöðvaði bifreið fyrir skömmu við venjubundið eftirlit. Það sem bar fyrir auga lögreglunnar var sannarlega óvenjulegt, meira að segja á Írlandi.

Ökumaðurinn, sem var 26 ára gamall Íri, sem ekki reyndist einungis vera drukkinn og buxnalaus, reyndar kviknakinn, undir stýri, heldur var hann einnig með nokkrar lifandi hænur í aftursætinu og fullvaxna álft í framsætinu.

Sagði fuglana vera puttaferðalanga

Ástand ökumannsins var með þeim hætti að hann gat hvorki sagt til nafns né hvernig stóð á því að hann var með fiðurféð í bílnum. Að lokum sagðist hann ráma í að fuglarnir væru puttaferðalangar sem hann hefði boðið far.

Vildu ekki spenna öryggisbeltin

Hann sagði síðan að hávaðinn í hænunum væri óþolandi og að þær hefðu þráast við að spenna öryggisbeltin hversu oft sem hann bað þær um það.

Síðar breytti hann framburði sínum og sagði að fuglarnir hlytu að hafa flogið inn um opinn glugga á bílnum, án þess að hann hefði tekið eftir því, á rauðu ljósi skömmu áður en hann var stöðvaður.

Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að ökumaðurinn hafði stolið fuglunum á býli skammt frá þeim stað þar sem hann var stöðvaður. 

Skylt efni: hænur | ölvun

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...