Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bústólpi hefur tekið á móti 385 tonnum af þurrkuðu byggi í haust.
Bústólpi hefur tekið á móti 385 tonnum af þurrkuðu byggi í haust.
Mynd / Hólmgeir Karlsson
Fréttir 25. október 2021

Bústólpi hefur tekið á móti 385 tonnum af þurrkuðu byggi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Uppskeran í ár var afar góð, korn vel þroskað og fylling með því allra besta sem við höfum séð í mörg ár í ræktun hér á landi,“ segir Hólmgeir Karlsson, framkvæmdastjóri Bústólpa, um bygg­uppskeru sumarsins.

Bústólpi hefur tekið á móti 385 tonnum af þurrkuðu byggi í haust og hefur þá ýmist keypt það af bændum eða fengið þá til að vinna sérblöndur fyrir þá með þeirra eigin byggi. „Þegar hafa 75 tonn verið unnin í sérblöndur fyrir bændur sem vilja nýta sjálfir sitt bygg,“ segir Hólmgeir.

Hann segir að þetta sé ekki endilega mesta magn sem fyrirtækið hafi tekið á móti í áranna rás, „en hugsanlega besta kornið sem við höfum fengið frá bændum“.

Spara innflutning

Hann segir starfsfólk Bústólpa útbúa sérstakar fóðurblöndur fyrir bændur þar sem reynt er af fremsta megni að nýta þeirra bygg sem best á móti öðrum nauðsynlegum hráefnum. Félagið kaupir töluvert magn af byggi af bændum á svæðinu og segir Hólmgeir að það nýtist sem hráefni í eigin framleiðslu á kjarnfóðri. Fyrir hvert kíló sem fæst frá bændum sparar fyrirtækið sér innflutning á byggi til framleiðslu sinnar. 

Skylt efni: bygg | Kjarnfóður

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...