Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Bústólpi hefur tekið á móti 385 tonnum af þurrkuðu byggi í haust.
Bústólpi hefur tekið á móti 385 tonnum af þurrkuðu byggi í haust.
Mynd / Hólmgeir Karlsson
Fréttir 25. október 2021

Bústólpi hefur tekið á móti 385 tonnum af þurrkuðu byggi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Uppskeran í ár var afar góð, korn vel þroskað og fylling með því allra besta sem við höfum séð í mörg ár í ræktun hér á landi,“ segir Hólmgeir Karlsson, framkvæmdastjóri Bústólpa, um bygg­uppskeru sumarsins.

Bústólpi hefur tekið á móti 385 tonnum af þurrkuðu byggi í haust og hefur þá ýmist keypt það af bændum eða fengið þá til að vinna sérblöndur fyrir þá með þeirra eigin byggi. „Þegar hafa 75 tonn verið unnin í sérblöndur fyrir bændur sem vilja nýta sjálfir sitt bygg,“ segir Hólmgeir.

Hann segir að þetta sé ekki endilega mesta magn sem fyrirtækið hafi tekið á móti í áranna rás, „en hugsanlega besta kornið sem við höfum fengið frá bændum“.

Spara innflutning

Hann segir starfsfólk Bústólpa útbúa sérstakar fóðurblöndur fyrir bændur þar sem reynt er af fremsta megni að nýta þeirra bygg sem best á móti öðrum nauðsynlegum hráefnum. Félagið kaupir töluvert magn af byggi af bændum á svæðinu og segir Hólmgeir að það nýtist sem hráefni í eigin framleiðslu á kjarnfóðri. Fyrir hvert kíló sem fæst frá bændum sparar fyrirtækið sér innflutning á byggi til framleiðslu sinnar. 

Skylt efni: bygg | Kjarnfóður

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...