Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Bústólpi hefur tekið á móti 385 tonnum af þurrkuðu byggi í haust.
Bústólpi hefur tekið á móti 385 tonnum af þurrkuðu byggi í haust.
Mynd / Hólmgeir Karlsson
Fréttir 25. október 2021

Bústólpi hefur tekið á móti 385 tonnum af þurrkuðu byggi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Uppskeran í ár var afar góð, korn vel þroskað og fylling með því allra besta sem við höfum séð í mörg ár í ræktun hér á landi,“ segir Hólmgeir Karlsson, framkvæmdastjóri Bústólpa, um bygg­uppskeru sumarsins.

Bústólpi hefur tekið á móti 385 tonnum af þurrkuðu byggi í haust og hefur þá ýmist keypt það af bændum eða fengið þá til að vinna sérblöndur fyrir þá með þeirra eigin byggi. „Þegar hafa 75 tonn verið unnin í sérblöndur fyrir bændur sem vilja nýta sjálfir sitt bygg,“ segir Hólmgeir.

Hann segir að þetta sé ekki endilega mesta magn sem fyrirtækið hafi tekið á móti í áranna rás, „en hugsanlega besta kornið sem við höfum fengið frá bændum“.

Spara innflutning

Hann segir starfsfólk Bústólpa útbúa sérstakar fóðurblöndur fyrir bændur þar sem reynt er af fremsta megni að nýta þeirra bygg sem best á móti öðrum nauðsynlegum hráefnum. Félagið kaupir töluvert magn af byggi af bændum á svæðinu og segir Hólmgeir að það nýtist sem hráefni í eigin framleiðslu á kjarnfóðri. Fyrir hvert kíló sem fæst frá bændum sparar fyrirtækið sér innflutning á byggi til framleiðslu sinnar. 

Skylt efni: bygg | Kjarnfóður

Stjórnvaldssekt staðfest
Fréttir 20. maí 2024

Stjórnvaldssekt staðfest

Bændur á Vesturlandi telja jafnræðis ekki hafa verið gætt þegar Matvælastofnun (...

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...