Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Búnaðarþing fram undan
Fréttir 23. mars 2023

Búnaðarþing fram undan

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Búnaðarþing Bændasamtaka Ísland verður haldið á Hótel Natura í Reykjavík dagana 30. og 31. mars næstkomandi.

Alls munu 63 þingfulltrúar eiga rétt til fundarsetu og munu vinna að afgreiðslu tillagna í fimm nefndum: Félags- og fjárhagsnefnd, allsherjarnefnd, stefnumörkunarnefnd, fag- og innviðanefnd og umhverfisnefnd.

Þingfulltrúar skiptast svo; úr búgreinadeild nautgripabænda koma 20 fulltrúar, sauðfjárbændur eiga 17 fulltrúa, fjórir koma úr deild garðyrkju. Hrossabændur, skógarbændur, alifuglabændur, eggjabændur og svínabændur eiga tvo fulltrúa hver og einn fulltrúi kemur úr deildum geitfjárræktenda, landeldis og loðdýrabænda.

Þá situr einn fulltrúi ungra bænda, einn frá VOR og einn fulltrúi frá félaginu Beint frá býli.

Þá sitja sex fulltrúar frá búnaðarsamböndum víða um land.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, setur þingið kl. 11 þann 30. mars og mun forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ávarpa það. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra,mun einnig stíga í pontu og afhenda landbúnaðarverðlaun.

Gert er ráð fyrir að þinginu ljúki kl. 17 þann 31. mars

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...

Deilt um túlkun á gildissviði regluverks
Fréttir 30. maí 2023

Deilt um túlkun á gildissviði regluverks

Íslensk stjórnvöld telja blóðtöku á fylfullum hryssum teljast til afurðanýtingar...

Nýir pistlahöfundar
Fréttir 29. maí 2023

Nýir pistlahöfundar

Lesendur Bændablaðsins munu rekast á nýja pistlahöfunda í 10 tölublaði Bændablað...

Arfgreining nautgripa gengur vel
Fréttir 29. maí 2023

Arfgreining nautgripa gengur vel

Búið er að lesa næstum 20 þúsund niðurstöður arfgreininga í gagnagrunn nautgripa...