Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Búnaðarþing fram undan
Fréttir 23. mars 2023

Búnaðarþing fram undan

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Búnaðarþing Bændasamtaka Ísland verður haldið á Hótel Natura í Reykjavík dagana 30. og 31. mars næstkomandi.

Alls munu 63 þingfulltrúar eiga rétt til fundarsetu og munu vinna að afgreiðslu tillagna í fimm nefndum: Félags- og fjárhagsnefnd, allsherjarnefnd, stefnumörkunarnefnd, fag- og innviðanefnd og umhverfisnefnd.

Þingfulltrúar skiptast svo; úr búgreinadeild nautgripabænda koma 20 fulltrúar, sauðfjárbændur eiga 17 fulltrúa, fjórir koma úr deild garðyrkju. Hrossabændur, skógarbændur, alifuglabændur, eggjabændur og svínabændur eiga tvo fulltrúa hver og einn fulltrúi kemur úr deildum geitfjárræktenda, landeldis og loðdýrabænda.

Þá situr einn fulltrúi ungra bænda, einn frá VOR og einn fulltrúi frá félaginu Beint frá býli.

Þá sitja sex fulltrúar frá búnaðarsamböndum víða um land.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, setur þingið kl. 11 þann 30. mars og mun forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ávarpa það. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra,mun einnig stíga í pontu og afhenda landbúnaðarverðlaun.

Gert er ráð fyrir að þinginu ljúki kl. 17 þann 31. mars

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...