Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Búið að borga út jarðræktarstyrki og landgreiðslur
Mynd / smh
Fréttir 6. janúar 2022

Búið að borga út jarðræktarstyrki og landgreiðslur

Höfundur: smh

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur borgað út jarðræktarstyrki og landgreiðslur fyrir síðasta ár. Að þessu sinni er greitt út á 90.772 hektara samtals, en árið 2020 var greitt út á 91.469 hektara.

Samkvæmt upplýsingum úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu voru landgreiðslur greiddar út á 79.869 hektara á síðasta ári (35.860 spildna) en árið 2020 var greitt út á 78.628 hektara. Jarðræktarstyrkir voru nú veittir vegna 10.903 hektara (4.634 ræktunarspildur) en voru 12.841 hektari árið 2020.

Alls voru 1.518 umsóknir samþykktar fyrir síðasta ár en voru 1.549 árið 2020.

Umsækjendur hafa fengið rafrænt bréf í jarðabók Afurðar með upplýsingum um úthlutunina, sem einnig eru aðgengilegar í stafrænu pósthólfi stjórnvalda á vefnum island.is.

Útreikningur byggir á upplýsingum úr Jörð

„Útreikningur um landstærðir og ræktun byggjast á upplýsingum úr jarðræktarskýrsluhaldi í forritinu Jörð.is, sem svo aftur byggir á landupplýsingagrunni túnkorta. Úttektarmenn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sjá um úttektir í samræmi við reglugerð um almennan stuðning í landbúnaði nr 430/2021.

Framlög vegna landgreiðslna taka mið af heildarfjölda hektara (ha.) sem sótt er um og deilast jafnt út á þá ha. sem sótt er um stuðning fyrir. Fullur jarðræktarstyrkur er veittur fyrir ræktun upp að 30 ha. en hlutfallast skv. töflu í 7. gr. reglugerðar nr. 430/2021,“ segir á vef ráðuneytisins.

Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2023

Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári

Aðalfundur ÍSTEX var haldinn í kjölfar búgreinaþings deildar sauðfjárbænda og að...

Sjaldan launar kálfurinn kjöteldið
Fréttir 17. mars 2023

Sjaldan launar kálfurinn kjöteldið

Á nýafstöðnu búgreinaþingi samþykkti deild nautgripabænda ályktun þar sem bent e...

Tryggja þarf að gripir með verndandi arfgerðir verði ekki skornir niður
Fréttir 17. mars 2023

Tryggja þarf að gripir með verndandi arfgerðir verði ekki skornir niður

Búgreinadeild sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands samþykkti tillögu á nýliðn...

Fagþing sauðfjárræktarinnar
Fréttir 17. mars 2023

Fagþing sauðfjárræktarinnar

Fagþing sauðfjárræktarinnar 2023 verður haldið í Ásgarði á Hvanneyri fimmtudagin...

Sauðfjárbændur vilja fjölga ullarflokkum
Fréttir 16. mars 2023

Sauðfjárbændur vilja fjölga ullarflokkum

Á búgreinaþingi deildar sauðfjárbænda á dögunum var tillaga samþykkt þar sem því...

Niðurfelling gripagreiðslna á mjólkurkýr
Fréttir 16. mars 2023

Niðurfelling gripagreiðslna á mjólkurkýr

Nautgripabændur vilja greiðslur fyrir framleiðslutengda liði mjólkur. Í ályktun ...

Jarfi frá Helgavatni besta nautið
Fréttir 16. mars 2023

Jarfi frá Helgavatni besta nautið

Jarfi 16016 frá Helgavatni í Þverárhlíð í Borgarfirði hlaut nafnbótina besta nau...

Kalla eftir breytingum á varnarhólfum
Fréttir 15. mars 2023

Kalla eftir breytingum á varnarhólfum

Á þingi búgreinadeildar sauðfjárbænda hjá BÍ var samþykkt sú tillaga að stjórn d...