Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Búið að borga út jarðræktarstyrki og landgreiðslur
Mynd / smh
Fréttir 6. janúar 2022

Búið að borga út jarðræktarstyrki og landgreiðslur

Höfundur: smh

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur borgað út jarðræktarstyrki og landgreiðslur fyrir síðasta ár. Að þessu sinni er greitt út á 90.772 hektara samtals, en árið 2020 var greitt út á 91.469 hektara.

Samkvæmt upplýsingum úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu voru landgreiðslur greiddar út á 79.869 hektara á síðasta ári (35.860 spildna) en árið 2020 var greitt út á 78.628 hektara. Jarðræktarstyrkir voru nú veittir vegna 10.903 hektara (4.634 ræktunarspildur) en voru 12.841 hektari árið 2020.

Alls voru 1.518 umsóknir samþykktar fyrir síðasta ár en voru 1.549 árið 2020.

Umsækjendur hafa fengið rafrænt bréf í jarðabók Afurðar með upplýsingum um úthlutunina, sem einnig eru aðgengilegar í stafrænu pósthólfi stjórnvalda á vefnum island.is.

Útreikningur byggir á upplýsingum úr Jörð

„Útreikningur um landstærðir og ræktun byggjast á upplýsingum úr jarðræktarskýrsluhaldi í forritinu Jörð.is, sem svo aftur byggir á landupplýsingagrunni túnkorta. Úttektarmenn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sjá um úttektir í samræmi við reglugerð um almennan stuðning í landbúnaði nr 430/2021.

Framlög vegna landgreiðslna taka mið af heildarfjölda hektara (ha.) sem sótt er um og deilast jafnt út á þá ha. sem sótt er um stuðning fyrir. Fullur jarðræktarstyrkur er veittur fyrir ræktun upp að 30 ha. en hlutfallast skv. töflu í 7. gr. reglugerðar nr. 430/2021,“ segir á vef ráðuneytisins.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...