Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Búið að borga út jarðræktarstyrki og landgreiðslur
Mynd / smh
Fréttir 6. janúar 2022

Búið að borga út jarðræktarstyrki og landgreiðslur

Höfundur: smh

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur borgað út jarðræktarstyrki og landgreiðslur fyrir síðasta ár. Að þessu sinni er greitt út á 90.772 hektara samtals, en árið 2020 var greitt út á 91.469 hektara.

Samkvæmt upplýsingum úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu voru landgreiðslur greiddar út á 79.869 hektara á síðasta ári (35.860 spildna) en árið 2020 var greitt út á 78.628 hektara. Jarðræktarstyrkir voru nú veittir vegna 10.903 hektara (4.634 ræktunarspildur) en voru 12.841 hektari árið 2020.

Alls voru 1.518 umsóknir samþykktar fyrir síðasta ár en voru 1.549 árið 2020.

Umsækjendur hafa fengið rafrænt bréf í jarðabók Afurðar með upplýsingum um úthlutunina, sem einnig eru aðgengilegar í stafrænu pósthólfi stjórnvalda á vefnum island.is.

Útreikningur byggir á upplýsingum úr Jörð

„Útreikningur um landstærðir og ræktun byggjast á upplýsingum úr jarðræktarskýrsluhaldi í forritinu Jörð.is, sem svo aftur byggir á landupplýsingagrunni túnkorta. Úttektarmenn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sjá um úttektir í samræmi við reglugerð um almennan stuðning í landbúnaði nr 430/2021.

Framlög vegna landgreiðslna taka mið af heildarfjölda hektara (ha.) sem sótt er um og deilast jafnt út á þá ha. sem sótt er um stuðning fyrir. Fullur jarðræktarstyrkur er veittur fyrir ræktun upp að 30 ha. en hlutfallast skv. töflu í 7. gr. reglugerðar nr. 430/2021,“ segir á vef ráðuneytisins.

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...