Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kristján Þór Júlíusson, sjávar­útvegs- og landbúnaðarráð­herra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávar­útvegs- og landbúnaðarráð­herra.
Fréttir 15. ágúst 2019

Breytingar á tollaumhverfi gætu leitt til framleiðslu á nýjum búvörum hérlendis

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Kristján Þór Júlíusson, sjávar­útvegs- og landbúnaðarráð­herra, segir að sú atburðarás sem varð í kringum umræðu um skort á innlendum lambahryggjum sé áminning um að endurskoða þurfi lagaumgjörð um úthlutun tollkvóta.

Vinna er hafin við endurskoðun og drög að frumvarpi birt í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er m.a. lagt til að  ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara, sem fjallaði um meintan skort á lambahryggjum í síðasta mánuði, verði lögð niður. Ráðherra segir að markmið frumvarpsins sé m.a. að gera allt regluverk um úthlutun tollkvóta sann­gjarnara og einfaldara.

Bændasamtökin (BÍ) og Lands­samtök sauðfjárbænda (LS) skiluðu sameiginlegri umsögn um drög að nýju tollafrumvarpi. Þau hafa ítrekað bent á nauðsyn þess að skýra úthlutun á tollkvótum til ráðstöfunar og fagna því að umgjörð og framkvæmd tollverndar skuli einfölduð og ákvarðanir í þeim málum verði fram­vegis gagnsæjar.

Samtökin segja afar mikilvægt að stjórnvöld móti langtímastefnu þegar kemur að tollvernd í landbúnaði. Á meðal galla sem núgildandi fyrirkomulag hefur í för með sér eru takmarkaðir möguleikar til mats á raunverulegri birgðastöðu og skortur á gagnsæi þegar tollvernd hefur verið felld niður. Þau benda á að skýra þurfi verklag og jafnframt að nauðsynlegt sé að styðjast við raungögn og nákvæmar tölur.

„Niðurfelling tolla verði að taka mið af raunverulegum skorti og tímabil innflutnings þurfi að vera skýrt skilgreint,“ segir í umsögninni. Bændur benda jafnframt á að núverandi tollskrá sé að stórum hluta úrelt og eftirlit í ólagi. „Sem dæmi er lægri tollur á ferskum kjúklingi heldur en frosnum, öfugt við verð viðkomandi afurða.“

Tryggja þarf að tollar skili árangri

BÍ og LS telja að þær breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu geti mögulega leitt til betri tollverndar en nú er, að því gefnu að þau tímabil sem miðað er við séu ásættanleg. „Eðlilegt er að tollkvótum verði úthlutað oftar á árinu eða allt að fjórum sinnum, í stað einu sinni, til þess að viðhalda jafnara flæði inn á íslenskan markað,“ segir í umsögninni.

FESK, Félag eggja-, svína- og kjúklingabænda, segir frumvarpið til þess fallið að opna enn frekar á innflutning umfram þá tollasamninga sem í gildi eru. Félagið segir vandséð að frumvarpið muni efla innlenda matvælaframleiðslu eins og markmið ríkisstjórnarinnar koma fram í stjórnarsáttmála.

Samband garðyrkjubænda segir nauðsynlegt að breyta frumvarpinu á þann hátt að unnt verði að taka tillit til breytinga á markaði og ræktunaraðstæðum hérlendis, t.d. með reglulegri endurskoðun á tegundum og tímabilum tollverndar. Þá væri unnt að hefja stórfellda framleiðslu á vörum sem nú eru ekki í ræktun hérlendis, s.s. sætum kartöflum, lauk eða sellerí, og myndi þá sú ræktun njóta sambærilegrar tollverndar og önnur útiræktun. 

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara