Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ein af plantekrum Feronia í Kongó.
Ein af plantekrum Feronia í Kongó.
Mynd / Feronia
Fréttir 8. febrúar 2016

Bresk stjórnvöld sökuð um að styðja mannréttindabrot

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Fyrirtækið Feronia, sem að hluta til er í eigu Þróunaraðstoðarstofnunar Bretlands, hefur verið sakað um landhremmingar (land-grabbing) með ólöglegum hætti í Kongó og brot á mannréttindum. 
 
Kom þetta m.a. fram í breska blaðinu The Guardian þann 12. janúar sl. Fyrirtækið Feronia sem skráð er á markaði í Kanada, var í nær 100 ár alfarið í eigu matvælarisans Unilever, en þar var stofnað árið 1911. Það er líka skráð á markaði TSX Venture Exchanges og framleiðir einkum pálmaolíu og fleiri afurðir olíuríkra jurta, hrísgrjón, korn og baunir. Samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins framleiðir það 13.000 tonn af pálmaolíu á ári. 
 
Í byrjun janúar átti CDC Group um 27,4% hlut í fyrirtækinu en það er í eigu Þróunaraðstoðarstofnunar Bretlands, DFI. Þá áttu fleiri evrópsk ríki samtals 32,4% hlut í fyrirtækinu í gegnum Golden Oil Holdings Limited (GOHL). Það er síðan að fullu í eigu Mauritius special purpose vehicle sem er  dótturfélag fjárfestingasjóðsins African Agriculture Fund (AAF). Þessi sjóður fjárfestir einkum í afrískum landbúnaði. Auk þess áttu aðrir stofnanafjárfestar tæplega 17,9% hlut í félaginu.
 
Í miklum viðskiptum 15. janúar var gengið frá kaupum á aukinni hlutdeild GOHL í Feronia og er það þá komið með 54,9% hlut í félaginu.
 
Yfir 100 þúsund hektarar
 
Feronia ræður nú yfir 120 þúsund hektara landi í Kongó, þar af 30.199 hekturum á Yaligiama-plantekrunni, 63.560 hekturum á Lokutu-plantekrunni og 13.542 hekturum á Boteka-plantekrunni samkvæmt gögnum fyrirtækisins. Heimamenn segja þó að fyrirtækið hafi ekki getað sýnt fram á eign á nema 63.000 hekturum og meira að segja sé vafa undirorpið hvort þeir pappírar séu löglegir.
Héraðsstjórinn Gaspard Bosenge-Akoko, fullyrðir að pappírar hafi verið falsaðir til að sölsa land undir fyrirtækið. Segir hann að yfir 40 þúsund hektarar hafi verið hrifsaðir af samfélaginu. Meðan Kongó var nýlenda Belga á árunum 1908 til 1960 hafi landi verið stolið frá íbúunum meðfram allri Kongóánni undir pálmatrjáarækt. Samfélag heimamanna hafi síðan verið útilokað frá allri ákvarðanatöku um útþenslu starfseminnar á undanförnum árum. 
 
Bretar sakaðir um að styðja mannréttindabrot
 
Mannréttindasamtök hafa nú sakað bresk yfirvöld um að hafa notað yfir 14 milljónir punda af opinberu fé til að styðja við hið fallvalta fyrirtæki Feronia sem fullyrt er að komi illa fram við starfsmenn sína. Þeir þurfi að starfa við ófullnægjandi aðstæður í hitabeltinu og fái aðeins sem nemur 1 dollara í laun á dag. 
Í Guardian er bent á að ríkisstjórn Bretlands segist berjast gegn fátækt í Afríku í gegnum AFF-sjóðinn. Hann megi ekki fjárfesta í fyrirtækjum sem stunda landhremmingar né brjóti á mannréttindum eða taki þátt í spillingu. 
 
Jean-François Mombia Atuku, talsmaður baráttusamtakanna RIAO-RDC, ritaði evrópsku landréttarsamtökunum Grain bréf þar sem hann lýsir ástandinu. Segir hann íbúa nærri pálmaplantekrunum búa við næringarskort og hungur í húsakynnum sem séu að hruni komin. 
 
Fyrirtæki segist ætla að bæta aðstöðuna
 
Fyrirtækið segist hafa reynt að bæta stöðu þeirra 3.800 verkamanna sem þar starfa en átt við sjúkdóma og áratugalöng innanlandsátök að glíma. Þá sé svæðið mjög einangrað og mikil þörf sé á auknu fé í uppbyggingu. David Easton, fjárfestingastjóri CDC, segir að þegar það fyrirtæki hafi tekið við stjórn Feronia, hafi allt verið í algjörri niðurníðslu. Þá sé fyrirtækið eini vinnuveitandinn á mjög stóru svæði. 
„Við viðurkennum að margt þarf að gera. Fólkið þarf húsnæði, skóla og sjúkrahús. Við erum að gera úttekt á samfélagsaðstæðum og verður gefin út skýrsla um málið síðar á þessu ári. Við höfum hækkað laun um 50% og reiknum með að hækka launin enn frekar. Við höfum ákveðið að verja sem nemur 3,6 milljónum dollara í húsnæðisuppbyggingu, sjúkrahús, skóla og fleiri samfélagslega nauðsynlega þætti,“ sagði Easton í samtali við Guardian.

Skylt efni: landhremmingar

Opið fyrir umsóknir
Fréttir 21. febrúar 2024

Opið fyrir umsóknir

Opnað var fyrir umsóknir í Matvælasjóð þann 1. febrúar síðastliðinn.

Esther hættir eftir tólf ára starf
Fréttir 21. febrúar 2024

Esther hættir eftir tólf ára starf

Esther Sigfúsdóttir, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra Sauðfjársetursins á...

Hvítlaukssalt úr Dölunum
Fréttir 21. febrúar 2024

Hvítlaukssalt úr Dölunum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölunum búast við sex til átta tonna uppsker...

Hámarksgildi heimilaðs kadmíums aukið
Fréttir 21. febrúar 2024

Hámarksgildi heimilaðs kadmíums aukið

Matvælaráðherra hefur með breytingu á reglugerð um ólífrænan áburð gefið bráðabi...

Fuglum fækkar í talningu
Fréttir 19. febrúar 2024

Fuglum fækkar í talningu

Vetrartalning á fuglum dróst út janúar, en hefð er fyrir því að telja í upphafi ...

Gúrkuuppskera aldrei meiri
Fréttir 19. febrúar 2024

Gúrkuuppskera aldrei meiri

Metuppskera var í gúrkuræktun á síðasta ári, eða 2.096 tonn. Stöðugur vöxtur hef...

Samdráttur í leyfðum kvóta ársins
Fréttir 16. febrúar 2024

Samdráttur í leyfðum kvóta ársins

Leyft verður að veiða alls 800 hreindýr á þessu ári, 403 tarfa og 397 kýr. Þessi...

Skyrdrykkur komst í gegnum nálarauga smakkhóps
Fréttir 16. febrúar 2024

Skyrdrykkur komst í gegnum nálarauga smakkhóps

Hreppa skyrdrykkur kemur á markaðinn í apríl. Í honum eru, að sögn framleiðanda,...