Alls brautskráðust 34 búfræðingar frá Landbúnaðarháskólaum að þessu sinni.
Alls brautskráðust 34 búfræðingar frá Landbúnaðarháskólaum að þessu sinni.
Fréttir 18. júní 2025

Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands

Höfundur: Sturla Óskarsson

Þann 6. júní síðastliðinn brautskráðust nemendur frá Landbúnaðarháskóla Íslands við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti í Borgarnesi.

Alls brautskráðust 34 búfræðingar og Kristín Ólafsdóttir hlaut þar verðlaun fyrir frábæran árangur á búfræðiprófi. Tíu nemendur brautskráðust úr búvísindum og einn úr hestfræði. Þrír nemendur brautskráðust úr landslagsarkitektúr, Maríanna Ósk Mikaelsdóttir var þar með hæstu einkunn nemenda skólans fyrir B.S. verkefni sitt sem fjallaði um náttúruperluna Kjarnaskóg og greiningu á þáttum sem stuðla að vinsældum útivistarsvæða.

Sex nemendur brautskráðust úr skógfræði og þar hlaut Salka Einarsdóttir sérstök verðlaun fyrir góðan árangur á B.S. prófi en hún hlaut hæstu meðaleinkunn útskrifaðra nemenda að þessu sinni eða 9,02.

Úr meistaranámi brautskráðust tíu nemendur úr skipulagsfræði, rannsóknarmiðuðu meistaranámi og umhverfisbreytingum á norðurslóðum.

Jafnframt luku tveir nemendur doktorsnámi, Heiðrún Sigurðardóttir úr búvísindum og Mathilde F. Marie Defourneaux úr náttúru- og umhverfisfræði.

Skylt efni: LbhÍ

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...

Endurskoðuð landsáætlun um útrýmingu á riðu
Fréttir 14. júlí 2025

Endurskoðuð landsáætlun um útrýmingu á riðu

Landsáætlun stjórnvalda og bænda um útrýmingu á sauðfjárriðu var nýlega endurútg...