Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Alls brautskráðust 34 búfræðingar frá Landbúnaðarháskólaum að þessu sinni.
Alls brautskráðust 34 búfræðingar frá Landbúnaðarháskólaum að þessu sinni.
Fréttir 18. júní 2025

Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands

Höfundur: Sturla Óskarsson

Þann 6. júní síðastliðinn brautskráðust nemendur frá Landbúnaðarháskóla Íslands við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti í Borgarnesi.

Alls brautskráðust 34 búfræðingar og Kristín Ólafsdóttir hlaut þar verðlaun fyrir frábæran árangur á búfræðiprófi. Tíu nemendur brautskráðust úr búvísindum og einn úr hestfræði. Þrír nemendur brautskráðust úr landslagsarkitektúr, Maríanna Ósk Mikaelsdóttir var þar með hæstu einkunn nemenda skólans fyrir B.S. verkefni sitt sem fjallaði um náttúruperluna Kjarnaskóg og greiningu á þáttum sem stuðla að vinsældum útivistarsvæða.

Sex nemendur brautskráðust úr skógfræði og þar hlaut Salka Einarsdóttir sérstök verðlaun fyrir góðan árangur á B.S. prófi en hún hlaut hæstu meðaleinkunn útskrifaðra nemenda að þessu sinni eða 9,02.

Úr meistaranámi brautskráðust tíu nemendur úr skipulagsfræði, rannsóknarmiðuðu meistaranámi og umhverfisbreytingum á norðurslóðum.

Jafnframt luku tveir nemendur doktorsnámi, Heiðrún Sigurðardóttir úr búvísindum og Mathilde F. Marie Defourneaux úr náttúru- og umhverfisfræði.

Skylt efni: LbhÍ

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...