Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Þórir og Dóra höfðu varla undan að setja hangikjöt, byggsalat, rótargrænmeti, rófustöppu og skyrsósu.á diskana, á Terra Madre Ísland.
Þórir og Dóra höfðu varla undan að setja hangikjöt, byggsalat, rótargrænmeti, rófustöppu og skyrsósu.á diskana, á Terra Madre Ísland.
Fréttir 17. nóvember 2014

Bragðörkin og fjölskyldubúskapur í brennidepli á Slow Food-hátíð

Höfundur: smh

Hin mikla matarhátíð Slow Food-hreyfingarinnar, Salone del Gusto & Terra Madre, var halin  í Tórínó á Ítalíu, dagana 23. til 27. október. Íslendingar voru þátttakendur nú eins og á undanförnum hátíðum og kynntu sérstöðu íslenskrar matarmenningar á nokkrum viðburðum á hátíðinni.

Má þar meðal annars nefna málstofu sem snerist eingöngu um íslenskar afurðir. Málstofan var vel sótt, en þar fór fram kynning á nokkrum þeirra afurða sem hafa komist inn í svokallaða Bragðörk [Ark of Taste]. Bragðörkin er staðsett á þeirri verkefnahillu samtakanna sem fjallar um líffræðilega fjölbreytni og þar er safnað saman afurðum víðs vegar úr heiminum sem þykja menningarlega verðmætar. Þar innanborðs eru afurðir sem eru taldar fágætar á heimsvísu og hafa ótvíræð gæði til að bera.

Málstofa um íslenskar afurðir Bragðarkarinnar

Á íslensku málstofunni voru flutt stutt erindi og svo var gestum boðið að smakka salt, harðfisk og skyr. Eirný Sigurðardóttir, eigandi Búrsins, sagði frá skyrinu, Sif Matthíasdóttir, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands, talaði um íslenska geitastofninn, Gunnþórunn Einarsdóttir frá Matís útskýrði vinnsluna á saltinu (en því var einmitt nýverið bætt í Bragðörkina) og Dominique Plédel Jónsson greindi frá harðfisknum.

Ein stærsta hátíð sinnar tegundar

Hátíðin er ein hin stærsta sinnar tegundar í heiminum og er hún haldin annað hvert ár, fyrst árið 1996. Talið er að um 220 þúsund manns hafi sótt sýninguna þetta árið.

Fjölskyldubúskapur og Bragðörk

Tvær megináherslur voru nú á hátíðinni; fjölskyldubúskapur og einmitt Bragðörkin.
Í dag eru um 1.600 afurðir smáframleiðenda í Bragðörkinnog koma frá löndum víðs vegar á byggðu bóli móður jarðar. Stefnan er að innan fárra ára verði afurðirnar  í Bragðörkinni tíu þúsund.

Hinn vinkill hátíðarinnar rímar við það að 2014 er yfirlýst alþjóðlegt ár fjölskyldubúskapar hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna. Þar er einmitt tilgangurinn að vekja athygli á mikilvægi fjölskyldubúa – og smárra framleiðenda matvæla almennt – í baráttunni gegn hungri og fátækt í heiminum. Menningarlegi þáttur fjölskyldubúskapar er einnig talinn mikilvægur í félags-, efnahags- og umhverfislegu tilliti.

Á setningarhátíðinni talaði Josè Graziano da Silva, forseti  Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, um mikilvægi fjölskyldubúskapar. Þar kom fram að í heiminum væru 500 milljónir fjölskyldubúa, þar sem smáframleiðsla væri stunduð. Hann sagði að hjá 84 prósentum af öllum heimsins býlum, réði hvert býli um sig aðeins yfir minna en tveimur hektara lands.  Þessi býli ráða einungis yfir 12 prósent af öllu ræktarlandi heimsins.

Stefnt gegn skyndibitavæðingunni

Slow Food-hreyfingin á uppruna að rekja til manns að nafni Carlo Petrini og telst vera stofnuð árið 1989 í Bra, heimabæ Petrini, skammt suðaustan við Tórínó. 

Slow Food er alþjóðleg gras­rótarhreyfing með um hundrað þúsund félagsmenn innanborðs um heim allan. Hreyfingunni er stefnt gegn skyndibitavæðingunni síðustu áratuga og hefur það að markmiði að vernda heiður smáframleiðslu matvæla; með gæði, hreinleika og sanngirni að leiðarljósi. Eitt af leiðarstefjum Slow Food að því marki er að standa vörð um líffræðilega fjölbreytni.
 

Bragðörkin leggst að íslenskri bryggju

Níu íslenskar afurðir eru nú í Bragðörkinni; íslenska geitin, hefðbundið íslenskt skyr, kæstur hákarl, sólþurrkaður saltfiskur, hjallaverkaður harðfiskur (ýsa), hjallaverkaður harðfiskur (steinbítur), hangikjöt, hveraverkað salt og lúra.  Á málstofunni á hátíðinni var geitinni, saltinu, skyrinu og harðfisknum gerð nokkur skil og gestir fengu að bragða á nokkrum þeirra, tvenns konar hveraverkuðu salti frá Saltverki;  lakkríssalt og blóðbergssalt, skyri frá Erpsstöðum og hjallaverkuðum harðfisk frá Hafdal í Hafnarfirði.

 

Terra Madre Kitchen – Ísland

Hangikjötið sló í gegn og rokseldist

Dóra Svavarsdóttir (Culina) og Þórir Bergsson (Bergsson Mathús) elduðu hangikjöt í Heimseldhúsinu (Terra Madre Kitchen) á hátíðinni.

Meðlætið var byggsalat, rótargrænmeti, rófustappa og skyrsósa. Diskurinn var seldur á 10 evrur á staðnum og er skemmst frá því að segja að rétturinn sló í gegn og var einn sá mest seldi út úr Heimseldhúsinu á hátíðinni.

Ágóðinn er notaður til að styrkja verk­efni SLow Food þar sem fjármagn vantar. Fjallalamb lagði til hangikjöt, Erpsstaðir skyrið, saltið kom frá Saltverki, bygg og rótargrænmeti frá  Vallanesi og Hraun í Ölfusi gaf rófurnar.

Líbanskur fiskréttur var seldur samhliða íslenska hangikjötinu.


 

13 myndir:

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...

Spretthópur skipaður til að bregðast við afkomuvanda bænda
Fréttir 3. júní 2022

Spretthópur skipaður til að bregðast við afkomuvanda bænda

Tilkynnt var um það á vef matvælaráðuneytisins í morgun að Svandís Svavarsdóttir...

Orkuframleiðsla með kolum jókst um 18%
Fréttir 2. júní 2022

Orkuframleiðsla með kolum jókst um 18%

Þrátt fyrir allt tal um að draga verði úr losun koltvísýrings (CO2) þá jókst not...