Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bóndinn yrði sektaður kæmi málið upp í dag
Mynd / úr safni BBL
Fréttir 26. apríl 2017

Bóndinn yrði sektaður kæmi málið upp í dag

Höfundur: smh
Ríkisútvarpið greindi frá því í gær að það hefði fengið í hendur gögn Matvælastofnunar í máli sem kom upp í júlí 2015, en þá var bóndi grunaður um að hafa beitt kvígu á Norðvesturlandi ofbeldi sem leiddi til dauða hennar. Bóndinn fékk einungis áminningu, en gögnin geyma vitnisburð ungrar dóttur bóndans sem segir föður sinn hafa dregið kvíguna á bíl sínum með hálsbandi og lamið með girðingastaur. 
 
Þegar fréttir bárust af málinu fyrir um ári síðan neitaði Matvælastofnun að láta gögn um málið af hendi til Ríkisútvarpsins. Það var kært til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem skyldaði svo Matvælastofnun fyrir skemmstu að afhenda gögnin. Fyrst þyrfti þó að afmá öll nöfn úr gögnunum. 
 
Rök Matvælastofnunar fyrir því að bóndinn var einungis áminntur, voru þau að á þeim tíma þegar málið kom upp hafi stofnunin ekki verið byrjuð að beita refsiákvæðum nýrra laga. Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir sagði í viðtali við Ríkisútvarpið á þriðjudaginn að hefði sambærilegt brot verið framið í dag myndi stofnunin leggja sekt á bóndann. Hún telur brot bóndans refsivert, en hann hafði viðurkennt alvarleika brotsins.
 
Í umfjöllun Ríkisútvarpsins um málið kemur fram að samkvæmt lögum um velferð dýra ber Matvælastofnun að vísa meiri háttar brotum til lögreglu. Það sé Matvælastofnunar að meta hvenær þetta eigi við. 
 
BÍ fordæma illa meðferð á dýrum
 
Í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 í gærmorgun fordæmdi Sindri Sigurgeirsson alla illa meðferð á dýrum undir nokkrum kringumstæðum og sagði slíkt ekki verjandi. 
 
Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...