Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Bóndinn yrði sektaður kæmi málið upp í dag
Mynd / úr safni BBL
Fréttir 26. apríl 2017

Bóndinn yrði sektaður kæmi málið upp í dag

Höfundur: smh
Ríkisútvarpið greindi frá því í gær að það hefði fengið í hendur gögn Matvælastofnunar í máli sem kom upp í júlí 2015, en þá var bóndi grunaður um að hafa beitt kvígu á Norðvesturlandi ofbeldi sem leiddi til dauða hennar. Bóndinn fékk einungis áminningu, en gögnin geyma vitnisburð ungrar dóttur bóndans sem segir föður sinn hafa dregið kvíguna á bíl sínum með hálsbandi og lamið með girðingastaur. 
 
Þegar fréttir bárust af málinu fyrir um ári síðan neitaði Matvælastofnun að láta gögn um málið af hendi til Ríkisútvarpsins. Það var kært til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem skyldaði svo Matvælastofnun fyrir skemmstu að afhenda gögnin. Fyrst þyrfti þó að afmá öll nöfn úr gögnunum. 
 
Rök Matvælastofnunar fyrir því að bóndinn var einungis áminntur, voru þau að á þeim tíma þegar málið kom upp hafi stofnunin ekki verið byrjuð að beita refsiákvæðum nýrra laga. Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir sagði í viðtali við Ríkisútvarpið á þriðjudaginn að hefði sambærilegt brot verið framið í dag myndi stofnunin leggja sekt á bóndann. Hún telur brot bóndans refsivert, en hann hafði viðurkennt alvarleika brotsins.
 
Í umfjöllun Ríkisútvarpsins um málið kemur fram að samkvæmt lögum um velferð dýra ber Matvælastofnun að vísa meiri háttar brotum til lögreglu. Það sé Matvælastofnunar að meta hvenær þetta eigi við. 
 
BÍ fordæma illa meðferð á dýrum
 
Í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 í gærmorgun fordæmdi Sindri Sigurgeirsson alla illa meðferð á dýrum undir nokkrum kringumstæðum og sagði slíkt ekki verjandi. 
 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...