Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bóluefni gegn afrískri svínapest lofa góðu
Fréttir 15. júlí 2020

Bóluefni gegn afrískri svínapest lofa góðu

Höfundur: ehg - Bondebladet
Kínverskt bóluefni gegn afrískri svínapest virðist vera að gefa góða raun en búið er að prófa það á þrjú þúsund grísum á þremur búum í Kína frá aprílmánuði til júní á þessu ári. Reuters-fréttastofan greindi frá þessu og hafa þeir upplýsingarnar frá kínverska fréttamiðlinum Xinhua. 
 
Starfsmenn fyrirtækisins Harbin Veterinary Research Institute hafa framkvæmt prófanirnar sem allar hafa gefið jákvæða niðurstöðu. Svínahjarðirnar sem prófaðar hafa verið koma frá þremur svæðum í Kína, Heilongjiang, Henan og Xinjiang Uygur. Allir grísirnir sem hafa verið prófaðir eru heilbrigðir, litlu grísirnir vaxa eðlilega og fá engar aukaverkanir af bóluefninu. Prófessor í faraldsfræðum við Háskólann í Hong Kong segir að fleiri prófanir þurfi í mismunandi umhverfi og af fleiri búum áður en hægt verður að koma bóluefninu á markað. Einnig er unnið að því að búa til bóluefni í Víetnam, Englandi og Bandaríkjunum. 
 
Orsök afrískrar svínapestar er DNA-vírus. Það er einungis ein serótýpa en yfir 20 arfgerðir og margar undirgerðir með mjög mismunandi getu til að leiða til sjúkdómsins. Vírusinn smitar eingöngu dýr af svínaætt. Svín af húsdýragerð og evrópsk villisvín eru mjög móttækileg fyrir sýkingu og dánarhlutfall er mjög hátt. Útbreiðsla sjúkdómsins hefur leitt af sér fjöldaslátrun á svínum í Asíu. Í nóvember á síðasta ári var árfarvegur í Suður-Kóreu blóðrauður á lit eftir slátrun á hátt í fimmtíu þúsund grísum í tilraun til að stöðva útbreiðslu sjúkdómsins. 
Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla
Fréttir 16. maí 2022

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla

Nesbú á Vatnsleysuströnd er þessa dagana að taka í notkun nýtt og glæsilegt lífr...

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni
Fréttir 16. maí 2022

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni

Arfgerðar­greiningar á príon­próteini (PrP) kinda eru nú í fullum gangi. Að sögn...

„Ég hef lagt niður vopnin“
Fréttir 13. maí 2022

„Ég hef lagt niður vopnin“

Sigríður Jónsdóttir bóndi og fjölskyldan í Arnarholti í Biskups­tungum ætla að h...

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum
Fréttir 13. maí 2022

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum

Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egilsstöðum á Fljóts­dalshéraði, var kjörin ...

Verndandi arfgerðir gegn riðu nokkuð algengar í íslensku fé á Grænlandi
Fréttir 13. maí 2022

Verndandi arfgerðir gegn riðu nokkuð algengar í íslensku fé á Grænlandi

Sandkoli og hryggleysingjar
Fréttir 13. maí 2022

Sandkoli og hryggleysingjar

Atvinnuveganefnd hefur til umfjöllunar frumvarp þar sem fjallað er um veiðistjór...

Tryggir félagslegan stuðning við bændur
Fréttir 12. maí 2022

Tryggir félagslegan stuðning við bændur

Tryggir félagslegan stuðning við bændur Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og ...