Bóluefni gegn afrískri svínapest lofa góðu
Fréttir 15. júlí

Bóluefni gegn afrískri svínapest lofa góðu

Höfundur: ehg - Bondebladet
Kínverskt bóluefni gegn afrískri svínapest virðist vera að gefa góða raun en búið er að prófa það á þrjú þúsund grísum á þremur búum í Kína frá aprílmánuði til júní á þessu ári. Reuters-fréttastofan greindi frá þessu og hafa þeir upplýsingarnar frá kínverska fréttamiðlinum Xinhua. 
 
Starfsmenn fyrirtækisins Harbin Veterinary Research Institute hafa framkvæmt prófanirnar sem allar hafa gefið jákvæða niðurstöðu. Svínahjarðirnar sem prófaðar hafa verið koma frá þremur svæðum í Kína, Heilongjiang, Henan og Xinjiang Uygur. Allir grísirnir sem hafa verið prófaðir eru heilbrigðir, litlu grísirnir vaxa eðlilega og fá engar aukaverkanir af bóluefninu. Prófessor í faraldsfræðum við Háskólann í Hong Kong segir að fleiri prófanir þurfi í mismunandi umhverfi og af fleiri búum áður en hægt verður að koma bóluefninu á markað. Einnig er unnið að því að búa til bóluefni í Víetnam, Englandi og Bandaríkjunum. 
 
Orsök afrískrar svínapestar er DNA-vírus. Það er einungis ein serótýpa en yfir 20 arfgerðir og margar undirgerðir með mjög mismunandi getu til að leiða til sjúkdómsins. Vírusinn smitar eingöngu dýr af svínaætt. Svín af húsdýragerð og evrópsk villisvín eru mjög móttækileg fyrir sýkingu og dánarhlutfall er mjög hátt. Útbreiðsla sjúkdómsins hefur leitt af sér fjöldaslátrun á svínum í Asíu. Í nóvember á síðasta ári var árfarvegur í Suður-Kóreu blóðrauður á lit eftir slátrun á hátt í fimmtíu þúsund grísum í tilraun til að stöðva útbreiðslu sjúkdómsins. 
Byggja umhverfisvænstu húsgagnaverksmiðju í heimi
Fréttir 19. september

Byggja umhverfisvænstu húsgagnaverksmiðju í heimi

Húsgagnaframleiðandinn Vestre í Noregi fjárfestir nú fyrir 300 milljónir norskra...

Haldið í nostalgíu útileguferða
Fréttir 19. september

Haldið í nostalgíu útileguferða

Það hefur verið ævintýralegur vöxtur á framleiðslu íslenska sporthýsisins Mink ...

Þátttakendur í tilraunaverkefni um heimaslátrun eru 35
Fréttir 18. september

Þátttakendur í tilraunaverkefni um heimaslátrun eru 35

Fyrir yfirstandandi sláturtíð var ákveðið að setja af stað tilraunaverkefni um h...

Ferðaþjónustustörfum í Mýrdalshreppi fjölgaði um 634% frá 2009 til 2019
Fréttir 18. september

Ferðaþjónustustörfum í Mýrdalshreppi fjölgaði um 634% frá 2009 til 2019

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) hefur látið gera greiningu á atvinnulífi...

Stefnuleysi ríkjandi um nýtingu á metangasi en samt er verið að stórauka framleiðsluna
Fréttir 17. september

Stefnuleysi ríkjandi um nýtingu á metangasi en samt er verið að stórauka framleiðsluna

Á Íslandi sem erlendis er metan (CH4) þekkt sem öruggur, umhverfisvænn og hagkvæ...

Mikil fækkun sauðfjár
Fréttir 17. september

Mikil fækkun sauðfjár

Samkvæmt tölum, sem teknar hafa verð saman um fjárfjölda í Grímsnes- og Grafning...

Norðlenska fær heimild til að dreifa gor á svæðinu
Fréttir 17. september

Norðlenska fær heimild til að dreifa gor á svæðinu

Sveitarstjórn Norðurþings hefur samþykkt að veita Norðlenska (sem nú er hluti af...

Búsæld hefur samþykkt sameiningar
Fréttir 17. september

Búsæld hefur samþykkt sameiningar

Samþykkt var á aðalfundi Búsældar ehf. að fela stjórn félagsins fullt og óskorað...