Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Luiz Inacio Lula da Silva, nýkjörinn forseti Brasilíu.
Luiz Inacio Lula da Silva, nýkjörinn forseti Brasilíu.
Fréttir 9. nóvember 2022

Bolsonaro umhverfissóði tapaði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, sigraði Jair Bolsonaro, sitjandi forseta, í kosningum þarlendis um síðustu helgi.

Úrslit kosninganna voru tvísýn allt fram á síðustu stundu og da Silva sigraði með tæplega 1% meirihluta. Lula da Silva, sem er 77 ára, tekur við embættinu um næstu áramót.

Bolsonaro, fráfarandi forseti, hefur allt frá því hann var kosinn í embætti verið harðlega gangrýndur fyrir afstöðu sína í umhverfismálum.

Þrátt fyrir allt tal stjórnvalda í Brasilíu í valdatíð Bolsonaro um verndun skóga sýna loftmyndir að skógareyðing er enn að aukast og að eyðing þeirra er helsta uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda þar í landi. Skógareyðing í Amason jókst um 72% á meðan hann sat í embætti forseta.

Bolsonaro hefur blásið á alla gagnrýni um skógareyðingu í Brasilíu og segir að um eðlilegar skógarnytjar sé að ræða. „Annaðhvort kalla menn mig Kaptein keðjusög eða líkja mér við Neró keisara og segja mig bera ábyrgð á skógareldunum.“ Haft hefur verið eftir forsetanum, sem oft hefur tekið Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, sér til fyrirmyndar, að umhverfisverndarsinnar beri ábyrgð á eldunum og að þeir hafi kveikt þá til að hefna sín á sér og stjórninni fyrir að draga úr framlögum til umhverfismála.

Í kosningabaráttu sinni lofaði Luiz Inacio Lula da Silva að umhverfismál í Brasilíu yrðu tekin til alvarlegrar endurskoðunar. Á fyrsta kjörtímabili da Silva, 2003 til 2006, dróst skógareyðing í Amason saman um 43,7%. Vonandi mun hann standa við orð sín.

Skylt efni: utan úr heimi

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...