Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Luiz Inacio Lula da Silva, nýkjörinn forseti Brasilíu.
Luiz Inacio Lula da Silva, nýkjörinn forseti Brasilíu.
Fréttir 9. nóvember 2022

Bolsonaro umhverfissóði tapaði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, sigraði Jair Bolsonaro, sitjandi forseta, í kosningum þarlendis um síðustu helgi.

Úrslit kosninganna voru tvísýn allt fram á síðustu stundu og da Silva sigraði með tæplega 1% meirihluta. Lula da Silva, sem er 77 ára, tekur við embættinu um næstu áramót.

Bolsonaro, fráfarandi forseti, hefur allt frá því hann var kosinn í embætti verið harðlega gangrýndur fyrir afstöðu sína í umhverfismálum.

Þrátt fyrir allt tal stjórnvalda í Brasilíu í valdatíð Bolsonaro um verndun skóga sýna loftmyndir að skógareyðing er enn að aukast og að eyðing þeirra er helsta uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda þar í landi. Skógareyðing í Amason jókst um 72% á meðan hann sat í embætti forseta.

Bolsonaro hefur blásið á alla gagnrýni um skógareyðingu í Brasilíu og segir að um eðlilegar skógarnytjar sé að ræða. „Annaðhvort kalla menn mig Kaptein keðjusög eða líkja mér við Neró keisara og segja mig bera ábyrgð á skógareldunum.“ Haft hefur verið eftir forsetanum, sem oft hefur tekið Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, sér til fyrirmyndar, að umhverfisverndarsinnar beri ábyrgð á eldunum og að þeir hafi kveikt þá til að hefna sín á sér og stjórninni fyrir að draga úr framlögum til umhverfismála.

Í kosningabaráttu sinni lofaði Luiz Inacio Lula da Silva að umhverfismál í Brasilíu yrðu tekin til alvarlegrar endurskoðunar. Á fyrsta kjörtímabili da Silva, 2003 til 2006, dróst skógareyðing í Amason saman um 43,7%. Vonandi mun hann standa við orð sín.

Skylt efni: utan úr heimi

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...