Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Blóðlús leggst á epli
Fréttir 17. desember 2018

Blóðlús leggst á epli

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í sumar greindist ný tegund lúsar í eplarækt í Noregi. Ekki er vitað fyrir víst hvenær lúsin barst fyrst til landsins en hún getur valdið talsverðum skaða í ræktun ávaxta af rósaætt.

Lúsartegund, sem kallast Eriosoma lanigerum á latínu en blóðlús á norsku, er upprunnin í Norður-Ameríku en hefur verið að breiðast um heiminn undanfarna áratugi. Helsta útbreiðsluleið hennar er sögð vera með matvæla- og vöruflutningum milli landa.

Lýsnar geta valdið miklum skemmdum á rótum, stofni, greinum og blómum ávaxtatrjáa eins og eplum og perum. Auk þess sem lúsin leggst á mispil, álm, hegg og ask svo dæmi séu tekin. Skaðinn af völdum lúsarinnar felst í minni vexti plantnanna og sveppasýkingum sem fylgja í kjölfar þeirra.

Kvikindið sem um ræðir er um 2 millimetrar að lengd og rauðleitt á ytra borði. Lúsin sjálf er þó sjaldan sjáanleg berum augum þar sem hún spinnur utan um sig ullarkenndan vef.

Við bestu aðstæður, 20 til 26° á Celsíus, geta fæðst 20 ættliðir lúsarinnar á einu ári en mjög dregur úr starfsemi lúsarinnar fari hiti niður fyrir 10° á Celsíus.

Skylt efni: Noregur | blóðlus | epli

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...

Deilt um túlkun á gildissviði regluverks
Fréttir 30. maí 2023

Deilt um túlkun á gildissviði regluverks

Íslensk stjórnvöld telja blóðtöku á fylfullum hryssum teljast til afurðanýtingar...

Nýir pistlahöfundar
Fréttir 29. maí 2023

Nýir pistlahöfundar

Lesendur Bændablaðsins munu rekast á nýja pistlahöfunda í 10 tölublaði Bændablað...

Arfgreining nautgripa gengur vel
Fréttir 29. maí 2023

Arfgreining nautgripa gengur vel

Búið er að lesa næstum 20 þúsund niðurstöður arfgreininga í gagnagrunn nautgripa...

Áskoranir og tækifæri
Fréttir 26. maí 2023

Áskoranir og tækifæri

Framtíð íslensks landbúnaðar – tækifæri og áskoranir var yfirskrift ársfundar La...

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024
Fréttir 26. maí 2023

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024

Matvælastofnun hefur áréttað að ekki sé heimilt að endurnýta eyrnamerki í eyru á...

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts
Fréttir 25. maí 2023

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts

LL42 ehf., sem er að fullu í eigu Stjörnugríss hf., fær langstærstan hluta af WT...

Tollkvótum útdeilt
Fréttir 25. maí 2023

Tollkvótum útdeilt

Tilkynnt var um samþykkt tilboð á tollkvótum fyrir innflutning af hinum ýmsu lan...