Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Blóðlús leggst á epli
Fréttir 17. desember 2018

Blóðlús leggst á epli

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í sumar greindist ný tegund lúsar í eplarækt í Noregi. Ekki er vitað fyrir víst hvenær lúsin barst fyrst til landsins en hún getur valdið talsverðum skaða í ræktun ávaxta af rósaætt.

Lúsartegund, sem kallast Eriosoma lanigerum á latínu en blóðlús á norsku, er upprunnin í Norður-Ameríku en hefur verið að breiðast um heiminn undanfarna áratugi. Helsta útbreiðsluleið hennar er sögð vera með matvæla- og vöruflutningum milli landa.

Lýsnar geta valdið miklum skemmdum á rótum, stofni, greinum og blómum ávaxtatrjáa eins og eplum og perum. Auk þess sem lúsin leggst á mispil, álm, hegg og ask svo dæmi séu tekin. Skaðinn af völdum lúsarinnar felst í minni vexti plantnanna og sveppasýkingum sem fylgja í kjölfar þeirra.

Kvikindið sem um ræðir er um 2 millimetrar að lengd og rauðleitt á ytra borði. Lúsin sjálf er þó sjaldan sjáanleg berum augum þar sem hún spinnur utan um sig ullarkenndan vef.

Við bestu aðstæður, 20 til 26° á Celsíus, geta fæðst 20 ættliðir lúsarinnar á einu ári en mjög dregur úr starfsemi lúsarinnar fari hiti niður fyrir 10° á Celsíus.

Skylt efni: Noregur | blóðlus | epli

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...