Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þetta er kýrin Bleik sem hefur mjólkað mest allra kúa á Íslandi.
Þetta er kýrin Bleik sem hefur mjólkað mest allra kúa á Íslandi.
Mynd / Pétur Friðriksson
Fréttir 25. nóvember 2024

Bleik slær Íslandsmet

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Kýrin Bleik 995 á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd hefur mjólkað mest allra íslenskra kúa.

Bleik er í eigu Péturs Friðrikssonar og er hún á fimmtánda vetri. Hún hefur mjólkað samtals 114.731 kíló á ævinni. Það var ljóst við uppgjör afurðaskýrslna októbermánaða. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins greinir frá.

Bleik er fædd 14. ágúst 2009, undan Grana 1528871-0982 Hersissyni 97033 og Stássu 873 Stássadóttur 04024. „Bleik bar sínum fyrsta kálfi 31. október 2011 og hefur borið ellefu sinnum síðan þá, eða alls tólf sinnum, nú síðast 12. ágúst sl. Mestar afurðir á ári hingað til eru 10.372 kg árið 2016 en mestu mjólkurskeiðsafurðir 13.078 kg á því fimmta og næstmestar á ellefta mjólkurskeiði, eða nákvæmlega 12 þús. kg,“ segir í frétt RML.

Eldra Íslandsmet í æviafurðum átti Mókolla 230 á Kirkjulæk sem mjólkaði 114.635 kg á sínu skeiði. Aðeins níu íslenskar kýr hafa mjólkað meira 100.000 kíló á ævinni.

Skylt efni: Íslenska kýrin

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f