Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þetta er kýrin Bleik sem hefur mjólkað mest allra kúa á Íslandi.
Þetta er kýrin Bleik sem hefur mjólkað mest allra kúa á Íslandi.
Mynd / Pétur Friðriksson
Fréttir 25. nóvember 2024

Bleik slær Íslandsmet

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Kýrin Bleik 995 á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd hefur mjólkað mest allra íslenskra kúa.

Bleik er í eigu Péturs Friðrikssonar og er hún á fimmtánda vetri. Hún hefur mjólkað samtals 114.731 kíló á ævinni. Það var ljóst við uppgjör afurðaskýrslna októbermánaða. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins greinir frá.

Bleik er fædd 14. ágúst 2009, undan Grana 1528871-0982 Hersissyni 97033 og Stássu 873 Stássadóttur 04024. „Bleik bar sínum fyrsta kálfi 31. október 2011 og hefur borið ellefu sinnum síðan þá, eða alls tólf sinnum, nú síðast 12. ágúst sl. Mestar afurðir á ári hingað til eru 10.372 kg árið 2016 en mestu mjólkurskeiðsafurðir 13.078 kg á því fimmta og næstmestar á ellefta mjólkurskeiði, eða nákvæmlega 12 þús. kg,“ segir í frétt RML.

Eldra Íslandsmet í æviafurðum átti Mókolla 230 á Kirkjulæk sem mjólkaði 114.635 kg á sínu skeiði. Aðeins níu íslenskar kýr hafa mjólkað meira 100.000 kíló á ævinni.

Skylt efni: Íslenska kýrin

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...