Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þetta er kýrin Bleik sem hefur mjólkað mest allra kúa á Íslandi.
Þetta er kýrin Bleik sem hefur mjólkað mest allra kúa á Íslandi.
Mynd / Pétur Friðriksson
Fréttir 25. nóvember 2024

Bleik slær Íslandsmet

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Kýrin Bleik 995 á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd hefur mjólkað mest allra íslenskra kúa.

Bleik er í eigu Péturs Friðrikssonar og er hún á fimmtánda vetri. Hún hefur mjólkað samtals 114.731 kíló á ævinni. Það var ljóst við uppgjör afurðaskýrslna októbermánaða. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins greinir frá.

Bleik er fædd 14. ágúst 2009, undan Grana 1528871-0982 Hersissyni 97033 og Stássu 873 Stássadóttur 04024. „Bleik bar sínum fyrsta kálfi 31. október 2011 og hefur borið ellefu sinnum síðan þá, eða alls tólf sinnum, nú síðast 12. ágúst sl. Mestar afurðir á ári hingað til eru 10.372 kg árið 2016 en mestu mjólkurskeiðsafurðir 13.078 kg á því fimmta og næstmestar á ellefta mjólkurskeiði, eða nákvæmlega 12 þús. kg,“ segir í frétt RML.

Eldra Íslandsmet í æviafurðum átti Mókolla 230 á Kirkjulæk sem mjólkaði 114.635 kg á sínu skeiði. Aðeins níu íslenskar kýr hafa mjólkað meira 100.000 kíló á ævinni.

Skylt efni: Íslenska kýrin

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...