Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Björn Líndal Traustason, nýr kaupfélagsstjóri Vestur Húnvetninga, sem tekur við starfinu 1. nóvember næstkomandi.
Björn Líndal Traustason, nýr kaupfélagsstjóri Vestur Húnvetninga, sem tekur við starfinu 1. nóvember næstkomandi.
Mynd / Einkasafn
Fréttir 8. september 2020

Björn Líndal Traustason er nýr kaupfélagsstjóri

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Stjórn Kaupfélags Vestur-Hún­vetninga hefur ráðið Björn Líndal Traustason í starf kaup­félags­­stjóra Kaupfélags Vestur-Húnvetninga.

Hann hefur síðustu ár starfað sem sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Stranda­manna, en gegndi áður stöðu framkvæmdastjóra Samtaka sveitar­félaga á Norðurlandi vestra. Björn Líndal er með Bs gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst og M.A. gráðu í skattarétti og reikningsskilum frá Háskóla Íslands. Björn tekur við starfinu af Reimari Marteinssyni þann 1. nóvember næstkomandi. Þetta kemur m.a. fram í tilkynningu frá stjórn kaupfélagsins.

111 ára kaupfélag

„Kaupfélagið hefur starfað frá árinu 1909 og er því 111 ára. Það eru ekki mörg fyrirtæki á Íslandi sem eiga svo langa og farsæla sögu. Ég tek við afar góðu búi þar sem Kaupfélagið hefur eflst mjög á undanförnum árum undir öruggri stjórn Reimars, sem stýrt hefur félaginu síðustu 13 ár. Ég finn til mikillar ábyrgðar og auðmýktar gagnvart starfinu og sögu Kaup­félagsins,“ segir Björn Líndal.

Sex félagsdeildir

Kaupfélag Vestur-Húnvetninga var stofnað 20. mars 1909 á Hvamms­tanga og er félagssvæði þess Húna­­þing vestra. Félagsmenn eru 383 talsins í 6 félagsdeildum. Á Hvammstanga rekur félagið kjörbúð, byggingarvöruverslun og búvöruverslun. Félagið á einnig og rekur fasteignir sem hýsa m.a. starfsemi Selaseturs Íslands, Fæðingar­orlofssjóðs og veitinga­staðarins Sjávarborgar. Kaupfélagið á einnig hlut í nokkrum fyrirtækjum, m.a. 50% hlut í sláturhúsinu á Hvammstanga. Rekstrartekjur kaupfélagsins á árinu 2019 námu um 864 milljónum og var hagnaður af rekstri samstæðunnar rúmar 50 milljónir króna. Heildareignir félagsins námu um 728 milljónum króna og var eigið fé í árslok 2019 um 518 milljónir króna. Fjöldi ársverka hjá félaginu eru 19.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...