Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Björn Líndal Traustason, nýr kaupfélagsstjóri Vestur Húnvetninga, sem tekur við starfinu 1. nóvember næstkomandi.
Björn Líndal Traustason, nýr kaupfélagsstjóri Vestur Húnvetninga, sem tekur við starfinu 1. nóvember næstkomandi.
Mynd / Einkasafn
Fréttir 8. september 2020

Björn Líndal Traustason er nýr kaupfélagsstjóri

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Stjórn Kaupfélags Vestur-Hún­vetninga hefur ráðið Björn Líndal Traustason í starf kaup­félags­­stjóra Kaupfélags Vestur-Húnvetninga.

Hann hefur síðustu ár starfað sem sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Stranda­manna, en gegndi áður stöðu framkvæmdastjóra Samtaka sveitar­félaga á Norðurlandi vestra. Björn Líndal er með Bs gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst og M.A. gráðu í skattarétti og reikningsskilum frá Háskóla Íslands. Björn tekur við starfinu af Reimari Marteinssyni þann 1. nóvember næstkomandi. Þetta kemur m.a. fram í tilkynningu frá stjórn kaupfélagsins.

111 ára kaupfélag

„Kaupfélagið hefur starfað frá árinu 1909 og er því 111 ára. Það eru ekki mörg fyrirtæki á Íslandi sem eiga svo langa og farsæla sögu. Ég tek við afar góðu búi þar sem Kaupfélagið hefur eflst mjög á undanförnum árum undir öruggri stjórn Reimars, sem stýrt hefur félaginu síðustu 13 ár. Ég finn til mikillar ábyrgðar og auðmýktar gagnvart starfinu og sögu Kaup­félagsins,“ segir Björn Líndal.

Sex félagsdeildir

Kaupfélag Vestur-Húnvetninga var stofnað 20. mars 1909 á Hvamms­tanga og er félagssvæði þess Húna­­þing vestra. Félagsmenn eru 383 talsins í 6 félagsdeildum. Á Hvammstanga rekur félagið kjörbúð, byggingarvöruverslun og búvöruverslun. Félagið á einnig og rekur fasteignir sem hýsa m.a. starfsemi Selaseturs Íslands, Fæðingar­orlofssjóðs og veitinga­staðarins Sjávarborgar. Kaupfélagið á einnig hlut í nokkrum fyrirtækjum, m.a. 50% hlut í sláturhúsinu á Hvammstanga. Rekstrartekjur kaupfélagsins á árinu 2019 námu um 864 milljónum og var hagnaður af rekstri samstæðunnar rúmar 50 milljónir króna. Heildareignir félagsins námu um 728 milljónum króna og var eigið fé í árslok 2019 um 518 milljónir króna. Fjöldi ársverka hjá félaginu eru 19.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...