Björn Líndal Traustason, nýr kaupfélagsstjóri Vestur Húnvetninga, sem tekur við starfinu 1. nóvember næstkomandi.
Björn Líndal Traustason, nýr kaupfélagsstjóri Vestur Húnvetninga, sem tekur við starfinu 1. nóvember næstkomandi.
Mynd / Einkasafn
Fréttir 8. september 2020

Björn Líndal Traustason er nýr kaupfélagsstjóri

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Stjórn Kaupfélags Vestur-Hún­vetninga hefur ráðið Björn Líndal Traustason í starf kaup­félags­­stjóra Kaupfélags Vestur-Húnvetninga.

Hann hefur síðustu ár starfað sem sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Stranda­manna, en gegndi áður stöðu framkvæmdastjóra Samtaka sveitar­félaga á Norðurlandi vestra. Björn Líndal er með Bs gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst og M.A. gráðu í skattarétti og reikningsskilum frá Háskóla Íslands. Björn tekur við starfinu af Reimari Marteinssyni þann 1. nóvember næstkomandi. Þetta kemur m.a. fram í tilkynningu frá stjórn kaupfélagsins.

111 ára kaupfélag

„Kaupfélagið hefur starfað frá árinu 1909 og er því 111 ára. Það eru ekki mörg fyrirtæki á Íslandi sem eiga svo langa og farsæla sögu. Ég tek við afar góðu búi þar sem Kaupfélagið hefur eflst mjög á undanförnum árum undir öruggri stjórn Reimars, sem stýrt hefur félaginu síðustu 13 ár. Ég finn til mikillar ábyrgðar og auðmýktar gagnvart starfinu og sögu Kaup­félagsins,“ segir Björn Líndal.

Sex félagsdeildir

Kaupfélag Vestur-Húnvetninga var stofnað 20. mars 1909 á Hvamms­tanga og er félagssvæði þess Húna­­þing vestra. Félagsmenn eru 383 talsins í 6 félagsdeildum. Á Hvammstanga rekur félagið kjörbúð, byggingarvöruverslun og búvöruverslun. Félagið á einnig og rekur fasteignir sem hýsa m.a. starfsemi Selaseturs Íslands, Fæðingar­orlofssjóðs og veitinga­staðarins Sjávarborgar. Kaupfélagið á einnig hlut í nokkrum fyrirtækjum, m.a. 50% hlut í sláturhúsinu á Hvammstanga. Rekstrartekjur kaupfélagsins á árinu 2019 námu um 864 milljónum og var hagnaður af rekstri samstæðunnar rúmar 50 milljónir króna. Heildareignir félagsins námu um 728 milljónum króna og var eigið fé í árslok 2019 um 518 milljónir króna. Fjöldi ársverka hjá félaginu eru 19.

Aðgerðirnar munu hafa jákvæð áhrif á búskapinn í heild
Fréttir 30. október 2020

Aðgerðirnar munu hafa jákvæð áhrif á búskapinn í heild

Síðastliðið vor voru 15 sauðfjárbú valin til þátttöku í verkefninu Loftslagsvænn...

Setur heilsuna og umhverfið í fyrsta sæti
Fréttir 30. október 2020

Setur heilsuna og umhverfið í fyrsta sæti

Guðbjörg Gissurardóttir, eigandi og ritstýra tímaritaútgáfunnar Í boði náttúrunn...

Íslenskar kræsingar í plastlausum umbúðum
Fréttir 30. október 2020

Íslenskar kræsingar í plastlausum umbúðum

Á þjóðhátíðardaginn í sumar opnaði fjölskyldan sem stendur á bakvið urta islandi...

Hótel Saga lokar
Fréttir 28. október 2020

Hótel Saga lokar

COVID-19 faraldurinn hefur haft verulega neikvæð áhrif á rekstur ferðaþjónustufy...

Auglýst eftir tveimur togurum
Fréttir 28. október 2020

Auglýst eftir tveimur togurum

Ríkiskaup, fyrir hönd Haf­rann­sókna­stofnunar, hefur auglýst eftir tilboðum veg...

LbhÍ fær 700 milljónir til rannsóknarverkefnis frá ESB
Fréttir 28. október 2020

LbhÍ fær 700 milljónir til rannsóknarverkefnis frá ESB

Nýlega veitti Evrópusambandið 700 milljónum króna til fjögurra ára rannsóknarver...

Leyft verði veiði 184 tonna í Arnar­firði og 586 tonna í Ísafjarðardjúpi
Fréttir 28. október 2020

Leyft verði veiði 184 tonna í Arnar­firði og 586 tonna í Ísafjarðardjúpi

Með hliðsjón af niðurstöðum könnunar á ástandi innfjarðarrækjustofna sem fram fó...

Riðuveiki í Skagafirði rædd í ríkisstjórn
Fréttir 27. október 2020

Riðuveiki í Skagafirði rædd í ríkisstjórn

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun ...