Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Halla Sigríður Steinólfsdóttir, umkringd geitahjörðinni sinni.
Halla Sigríður Steinólfsdóttir, umkringd geitahjörðinni sinni.
Mynd / smh
Fréttir 14. september 2023

Bjargaði níu geitum og gerðist geitabóndi

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Bændurnir í Ytri-Fagradal á Skarðsströnd ætluðu að hefja fram leiðslu á geitamjólkurafurðum í sumar en eftirlitsmaður Matvælastofnunar hefur enn ekki skilað sér á bæinn þrátt fyrir að beiðni hafi verið send í júní um úttekt.

Fyrir um fimm árum stóð til að senda níu geitur frá sveitabæ í Dölunum í sláturhús, þar sem ekki voru lengur forsendur til geitfjárræktar á viðkomandi bæ. Halla Sigríður Steinólfsdóttir, og Guðmundur Gíslason, sauðfjárbændur með meiru í Ytri- Fagradal á Skarðsströnd, höfðu spurnir af þessu og ákváðu þá að taka við þessum geitum.

Síðan hefur fjölgað verulega gripunum og er nú komin rúmlega 50 geita hjörð, sem munar um fyrir búfjárstofn sem telst enn í útrýmingarhættu.

Þegar Halla þurfti að hætta býflugnabúskap opnaðist tækifæri í geitabúskap.

Opnaðist skyndilega möguleiki fyrir aðra búgrein

„Ég þurfti að hætta með býflugurnar vegna ofnæmisviðbragða sem ég fékk eftir býflugnastungur. Mér var hreinlega bannað að vera með býflugur. Þá opnaðist tækifæri fyrir einhvern annan búskap í staðinn. Og við sáum það í geitabúskap,“ útskýrir Halla.

„Guðmundur smíðaði mjaltabás og mjólkurhús til að meðhöndla mjólkina eftir mjaltir. Og það er hér um bil fullgert, nema við erum ekki að gera of mikið fyrr en úttekt hefur farið fram. Það eina sem vantar núna er leyfið frá Matvælastofnun til þess að mega selja mjólkina Ég er búin að fá jákvætt svar frá Þorgrími á Erpsstöðum til að gera gott úr þessum afurðum því mig hefur alltaf langað til að vinna mjólkurafurðir. Sjálf hef ég til heimabrúks prófað ostagerð, ricottaost og geitaskyr. Maðurinn minn er tilraunadýrið. Þetta er talsvert magnafmjólksemégfæádag–ætli ég fái ekki um sjö lítra en ég mjólka rúmlega 20 huðnur. Það eru fráfærur á kvöldin, þegar ég tek kiðin frá, og svo mjólka ég daginn eftir. Svo fara kiðin og geiturnar saman út.“

Geitaostaframleiðsla til heimabrúks

Hún segir að það eina sem vanti núna sé leyfið frá Matvælastofnun fyrir því að mega selja geitamjólk, þegar vöruþróuninni er lokið. „Ég sendi inn beiðni í júní um að fá úttekt á aðstöðunni hjá mér frá mjólkureftirlitsmanni, en hef enn engin viðbrögð fengið. Maður verður að geta selt afurðirnar sínar – það er jú ein af ástæðum þess að maður stundar búskapinn. Í raun er búið að eyðileggja fyrir mér heilt sumar og ég veit ekki einu sinni hvaða tekjur ég hefði getað haft upp úr þessu ef ég hefði fengið leyfið fljótlega eftir að ég sótti um. Þetta eru almennt eftirsóttar vörur – geitamjólkurafurðirnar – og víða rómaðar fyrir heilnæmi og bragðgæði.“

Nýlega var geitamjaltabás tekinn í notkun á bænum.

Alvarlegt mál

„Þetta er alvarlegt mál. Ég hringdi svo nýlega til að spyrjast fyrir um málið og þá fannst reyndar skjalið frá mér en ekkert meira hefur gerst.

Annars gengur mér mjög vel að eiga við geiturnar, aðstæður hér eru eins og best verður á kosið og þær voru fljótar að læra á mjaltabásinn og rafmagnsgirðingarnar,“ segir Halla. Lífrænn sauðfjárbúskapur var stundaður í Ytri-Fagradal þar til undanþága bænda í lífrænum sauðfjárbúskap rann út fyrir fáeinum árum, til að nota grindargólf í fjárhúsunum.

Halla segir að það hafi jafnvel hvarflað að sér hvort hún eigi í framtíðinni að hætta með sauðféð og snúa sér alfarið að geitabúskapnum. „En, nei, Matvælastofnun er ekki að hjálpa þetta sumarið. Það er svo sem vel hægt að gera bæði.“

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.