Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fermingarbörn tíndu birkifræ í Vesturbyggð.
Fermingarbörn tíndu birkifræ í Vesturbyggð.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 19. desember 2023

Birkifræjauppskeran best í Vesturbyggð

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Kristinn Þorsteinsson, verkefnastjóri landsátaks í söfnun og dreifingu birkifræs, segir að í flestum landshlutum hafi vorið einkennst af óheppilegum veðurskilyrðum, með bleytu, kulda og roki, sem spillti frævexti birkisins.

Kristinn Þorsteinsson.

Vesturbyggð var einn af fáum stöðum landsins þar sem nóg var af fræjum. Í byrjun nóvember fór Kristinn á Bíldudal, Tálknafjörð og Patreksfjörð og safnaði fræjum ásamt sjálfboðaliðum. Þau fræ verða svo eyrnamerkt svæðinu og notuð til áframhaldandi skógræktar þar. Skógræktarfélögin á svæðinu og kirkjan stóðu á bak við söfnunina, en margir sjálfboðaliðanna voru fermingarbörn.

Almenningur duglegur að safna

Almenningi gefst líka kostur á að safna birkifræjum og skila á söfnunarstöðvar hér og þar. Kristinn segir ótrúlega mikið hafa skilað sér í gegnum þann farveg, þrátt fyrir að lítið sé af fræjum. Það sé að þakka fólki sem hafi þá þolinmæði að ganga á milli trjáa og leita. Þetta gefi tilefni til að halda landsátakinu áfram, þó fræuppskera ársins sé verri en undanfarin ár.

Kristinn sér um að taka við öllum þeim fræjum sem almenningur skilar á móttökustöðum. Eitt af fyrstu skrefunum sé að þurrka þau og gera klár fyrir geymslu. Kristinn segir fræin ekki nýtt til að forrækta birkiplöntur á gróðurstöðvum, heldur sé þeim öllum sáð beint út á rofið land. Mikilvægt sé að velja fræjunum stað þar sem er nægur raki og ekki of mikil samkeppni. Gisnir grastoppar henti til að mynda vel, en þannig geti annar gróður fóstrað fræin því fyrstu þrjú árin eru birkiplönturnar afskaplega litlar. Sumu sé sáð að hausti, en stærstum hluta sáð að vori.

Betri nýting fræja

Með því að sá markvisst á þennan hátt sé hægt að koma fleiri birkifræjum fyrir við kjöraðstæður, en sé þessu kastað beint á bera jörðina geti holklaki komið í veg fyrir að plantan nái að þroskast. Það sama geti gerst þegar fræin fjúka um á náttúrulegan hátt.

Á öllu landinu sé þó talsverð framvinda af sjálfsáðu birki, og bendir Kristinn á að íslensk yfirvöld hafi ákveðið að auka útbreiðslu birkiskógana úr einu og hálfu prósenti lands upp í fimm prósent fyrir árið 2030. Það sé aukning um þrjú þúsund og fimm hundruð ferkílómetra, en til samanburðar sé flatarmál allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og Kjós rúmir þúsund ferkílómetrar.

Kristinn vonar að vinna við heildarúttekt á árangri landsátaksins geti hafist eftir þrjú ár, sem verði svo fylgt eftir út líftíma verkefnisins. Þar sem hann hefur unnið sýnist honum vel hafa tekist til. Landsátak í söfnun og dreifingu birkifræja hófst ári 2020 og er til tíu ára.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...