Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Biobú.
Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Biobú.
Mynd / smh
Fréttir 31. maí 2021

Biobú kaupir Skúbb

Höfundur: smh

Biobú hefur keypt meirihlutann í ísgerðinni Skúbb, sem hefur selt lífrænt vottaðan ís frá stofnun árið 2017 á Laugarásvegi.

Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Biobú, segir að þau þekki Skúbb mjög vel enda selt þeim mjólk frá upphafi. „Skúbb hefur notað lífræn hráefni þar sem því var viðkomið og er stefnan að sækja um vottun á þeim ístegundum sem hægt er að fá vottun á.“

Ísgerðin komin á fullt

„Við erum rétt að komast inn í reksturinn, erum þó þegar byrjaðir að framleiða ís á fullu enda veðrið verið gott. Komum til með að færa framleiðsluna yfir í Biobú um næstu helgi og ná fram fullum afköstum í kjölfarið. Hluti framleiðslunnar verður þannig í húsnæði Biobú; sérframleiðsla á ís, ístertum, íssósum en allur bakstur verður áfram á Laugarásvegi.

Þetta er enn einn liður í að efla Biobú og framboð lífrænna matvara, því meira af lífrænni mjólk sem fer í vörur því betra fyrir neytendur og umhverfið,“ segir Helgi Rafn. Vonast er til að það bætist á haustdögum í hóp þeirra tveggja mjólkurframleiðenda, Neðri-Háls í Kjós og Búland í Austur-Landeyjum, sem nú sjá Biobú fyrir langmestu af hráefninu.

Í lok síðasta árs fékk Sláturhús Vesturlands lífræna vottun og hefur Biobú gert samning við sláturhúsið um að þjónusta fyrir það slátrun gripa frá Neðra-Hálsi og Búlandi og fullvinnslu á lífrænt vottuðu kjötinu. Að sögn Helga eru fyrstu sendingarnar af lífrænt vottuðu nautakjöti frá Biobú nýlega farnar í verslanir. Engar slíkar íslenskar vörur voru fyrir í almennum matvöruverslunum.

Skylt efni: Biobú | Skúbb

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.