Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Bein útsending frá kynbótasýningu og úrtöku Spretts
Fréttir 3. júní 2016

Bein útsending frá kynbótasýningu og úrtöku Spretts

Landssamband hestamannafélaga og Landsmót hestamanna hafa gengið frá samkomulagi við hugbúnaðarfyrirtækið OZ um umsjón með streymi á myndefni frá Landsmóti hestamanna sem hefst á Hólum í Hjaltadal 27. júní nk.

Liður í undirbúningi fyrir þessar útsendingar er bein útsending frá yfirlitssýningu kynbótahrossa í Spretti föstudaginn 3. júní sem og útsending frá Gæðingamóts Spretts 4. júní og 5. júní.

Í tilkynningu frá verkefnisstjórn Landsmóts hestamanna segir að á yfirlitssýningunni í Spretti munu koma fram margir af hæst dæmdu graðhestum og hryssum landsins, t.d. Hrafn frá Efri-Rauðalæk, Jarl frá Árbæjarhjáleigu, Ölnir frá Akranesi, Konsert frá Hofi, Nípa frá Meðalfelli, Hnit og Jörð frá Koltursey.

Í Gæðingakeppni Spretts mæta einnig glæsilegir gæðingar sem vert er að fylgjast með, t.d. Arion frá Eystra-Fróðholti, Straumur frá Feti, Stemma frá Bjarnanesi, Lexus frá Vatnsleysu og Vökull frá Efri-Brú.

Auk beinnar útsendingar gefst notendum OZ-appsins og vefsins að horfa á upptökur frá hverjum degi fyrir sig eftir að keppni lýkur.

Tilraunaútsendingin er áhorfendum að kostnaðarlausu

Til að nálgast útsendinguna er byrjað að skrá sig í gegnum https://oz.com/LH og velja “GET ACCESS”, til að fá frían aðgang. Eftir skráningu má hlaða niður appi fyrir öll helstu tæki, eða horfa á útsendinguna í gegnum vefinn.

Ætlunin er að bjóða upp á fyrsta flokks streymi frá kynbótasýningum og gæðingakeppni á Landsmóti í gegnum OZ appið þar sem einnig verður hægt að nálgast eldra efni tengt hestamennskunni.  Þá er ætlunin að önnur mót s.s. Íslandsmót verði einnig aðgengileg. Nánari útfærsla á útsendingum frá LM, verð, ofl. verður kynnt fljótlega,“ segir í tilkynningunni.

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...

Sala á 3.357 ærgildum
Fréttir 5. desember 2023

Sala á 3.357 ærgildum

Á innlausnarmarkaði með greiðslumark í sauðfé, sem haldinn var 15. nóvember, bár...

Sæðingar verða niðurgreiddar
Fréttir 5. desember 2023

Sæðingar verða niðurgreiddar

Sæðingar verða niðurgreiddar til að innleiða verndandi arfgerðir gegn riðu.

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum
Fréttir 4. desember 2023

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum

Sjö stóðhestar, fæddir á Íslandi en staðsettir erlendis, uppfylltu viðurkenningu...

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum
Fréttir 4. desember 2023

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Bændasamtök Íslands senda frá sér í næstu viku aðgerðaráætlun með umfjöllun um a...

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.