Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Bein útsending frá kynbótasýningu og úrtöku Spretts
Fréttir 3. júní 2016

Bein útsending frá kynbótasýningu og úrtöku Spretts

Landssamband hestamannafélaga og Landsmót hestamanna hafa gengið frá samkomulagi við hugbúnaðarfyrirtækið OZ um umsjón með streymi á myndefni frá Landsmóti hestamanna sem hefst á Hólum í Hjaltadal 27. júní nk.

Liður í undirbúningi fyrir þessar útsendingar er bein útsending frá yfirlitssýningu kynbótahrossa í Spretti föstudaginn 3. júní sem og útsending frá Gæðingamóts Spretts 4. júní og 5. júní.

Í tilkynningu frá verkefnisstjórn Landsmóts hestamanna segir að á yfirlitssýningunni í Spretti munu koma fram margir af hæst dæmdu graðhestum og hryssum landsins, t.d. Hrafn frá Efri-Rauðalæk, Jarl frá Árbæjarhjáleigu, Ölnir frá Akranesi, Konsert frá Hofi, Nípa frá Meðalfelli, Hnit og Jörð frá Koltursey.

Í Gæðingakeppni Spretts mæta einnig glæsilegir gæðingar sem vert er að fylgjast með, t.d. Arion frá Eystra-Fróðholti, Straumur frá Feti, Stemma frá Bjarnanesi, Lexus frá Vatnsleysu og Vökull frá Efri-Brú.

Auk beinnar útsendingar gefst notendum OZ-appsins og vefsins að horfa á upptökur frá hverjum degi fyrir sig eftir að keppni lýkur.

Tilraunaútsendingin er áhorfendum að kostnaðarlausu

Til að nálgast útsendinguna er byrjað að skrá sig í gegnum https://oz.com/LH og velja “GET ACCESS”, til að fá frían aðgang. Eftir skráningu má hlaða niður appi fyrir öll helstu tæki, eða horfa á útsendinguna í gegnum vefinn.

Ætlunin er að bjóða upp á fyrsta flokks streymi frá kynbótasýningum og gæðingakeppni á Landsmóti í gegnum OZ appið þar sem einnig verður hægt að nálgast eldra efni tengt hestamennskunni.  Þá er ætlunin að önnur mót s.s. Íslandsmót verði einnig aðgengileg. Nánari útfærsla á útsendingum frá LM, verð, ofl. verður kynnt fljótlega,“ segir í tilkynningunni.

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...