Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Bein útsending frá kynbótasýningu og úrtöku Spretts
Fréttir 3. júní 2016

Bein útsending frá kynbótasýningu og úrtöku Spretts

Landssamband hestamannafélaga og Landsmót hestamanna hafa gengið frá samkomulagi við hugbúnaðarfyrirtækið OZ um umsjón með streymi á myndefni frá Landsmóti hestamanna sem hefst á Hólum í Hjaltadal 27. júní nk.

Liður í undirbúningi fyrir þessar útsendingar er bein útsending frá yfirlitssýningu kynbótahrossa í Spretti föstudaginn 3. júní sem og útsending frá Gæðingamóts Spretts 4. júní og 5. júní.

Í tilkynningu frá verkefnisstjórn Landsmóts hestamanna segir að á yfirlitssýningunni í Spretti munu koma fram margir af hæst dæmdu graðhestum og hryssum landsins, t.d. Hrafn frá Efri-Rauðalæk, Jarl frá Árbæjarhjáleigu, Ölnir frá Akranesi, Konsert frá Hofi, Nípa frá Meðalfelli, Hnit og Jörð frá Koltursey.

Í Gæðingakeppni Spretts mæta einnig glæsilegir gæðingar sem vert er að fylgjast með, t.d. Arion frá Eystra-Fróðholti, Straumur frá Feti, Stemma frá Bjarnanesi, Lexus frá Vatnsleysu og Vökull frá Efri-Brú.

Auk beinnar útsendingar gefst notendum OZ-appsins og vefsins að horfa á upptökur frá hverjum degi fyrir sig eftir að keppni lýkur.

Tilraunaútsendingin er áhorfendum að kostnaðarlausu

Til að nálgast útsendinguna er byrjað að skrá sig í gegnum https://oz.com/LH og velja “GET ACCESS”, til að fá frían aðgang. Eftir skráningu má hlaða niður appi fyrir öll helstu tæki, eða horfa á útsendinguna í gegnum vefinn.

Ætlunin er að bjóða upp á fyrsta flokks streymi frá kynbótasýningum og gæðingakeppni á Landsmóti í gegnum OZ appið þar sem einnig verður hægt að nálgast eldra efni tengt hestamennskunni.  Þá er ætlunin að önnur mót s.s. Íslandsmót verði einnig aðgengileg. Nánari útfærsla á útsendingum frá LM, verð, ofl. verður kynnt fljótlega,“ segir í tilkynningunni.

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...

Spretthópur skipaður til að bregðast við afkomuvanda bænda
Fréttir 3. júní 2022

Spretthópur skipaður til að bregðast við afkomuvanda bænda

Tilkynnt var um það á vef matvælaráðuneytisins í morgun að Svandís Svavarsdóttir...

Orkuframleiðsla með kolum jókst um 18%
Fréttir 2. júní 2022

Orkuframleiðsla með kolum jókst um 18%

Þrátt fyrir allt tal um að draga verði úr losun koltvísýrings (CO2) þá jókst not...