Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Forsvarsmenn Bayer vonast til að kaupin á Monsanto geti gengið í gegn fyrir árslok 2017.
Forsvarsmenn Bayer vonast til að kaupin á Monsanto geti gengið í gegn fyrir árslok 2017.
Fréttir 18. maí 2017

Bayer kaupir tvö Liberty fyrirtæki vegna kaupa á Monsanto

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Eigendur þýska stórfyrirtækisins Bayer hafa samþykkt að selja Liberty herbicide og LibertyLink sem starfar í markaðssetningu einkaleyfisvarinnar sáðvöru til að reyna að slá á andúð vegna fyrirhugaðra kaupa á bandaríska efnafyrirtækinu Monsanto. 
 
Fjallað var um málið á vefsíðu agprofessional.com þann 9. maí. Þar segir að sala Bayer á fyrirtækjunum tveim hafi verið lögð fram hjá samkeppnisyfirvöldum í Suður-Afríku síðastliðinn sunnudag. Um er að ræða sölu á hlutabréfasafni upp á 2,5 milljarða dollara. Spurningin er hvort samkeppnisyfirvöldum þyki þetta nóg að gert í kaupum Bayer á Monsanto sem hljóða upp á 66 milljarða dollara. Bayer hefur þó þegar samþykkt að fara þessa leið til að mæta gagnrýni um markaðsráðandi stöðu við yfirtökuna á Monsanto. 
 
Liberty í harðri samkeppni við Monsanto í eiturefnasölu
 
Þótt Suður-Afríka sé tiltölulega lítill markaður í heimsviðskiptunum með landbúnaðarvörur, þá hefur Bayer viðurkennt nauðsyn þess að selja frá sér Liberty fyrirtækin tvö sem hafa verið í harðri samkeppni við Monsanto á þessum markaði um sölu á skordýraeitri og gróðureyðingar- og ýmiss konar varnarefnum.
Þar er Monsanto umfangsmikið í sölu á Roundup „illgresiseyðinum“ svokallaða og í sölu á Roundup Ready sáðkorni. 
 
Samruni Bayer og Monsanto eru líka talin valda áhyggjum samkeppnisyfirvalda í Bandaríkjunum og hjá Evrópusambandinu. Þar mun ekki enn verið búið að sækja um samþykki fyrir samrunanum. Bayer mun þó halda áfram vinnu við að reyna að fá samþykki samkeppnisyfirvalda um allan heim fyrir kaupunum á Monsanto. Gerir fyrirtækið ráð fyrir að viðskiptin geti gengið í gegn fyrir árslok 2017.
 
Hafa grætt vel á auknum eiturvanda í landbúnaði
 
LibertyLink hefur aðallega verið að þjónusta ræktendur á sojabaunum, bómull og repju og hefur þar verið helsti keppinautur Monsanto. Vandi bænda í Suður-Afríku, Bandaríkjunum og víðar er að vegna mikillar notkunar á Roundup tilbúnu korni, þá hefur annar gróður eða meint illgresi líka þróað með sér þol gegn glyfósati sem er virka eiturefnið í Roundup. 
 
Þar hefur LibertyLink verið að koma með nýjar lausnir. Hefur þetta leitt til þess að hundruð milljóna evra gróði LibertyLink af sölu slíkrar vöru hefur tvöfaldast frá 2013. Hefur móðurfélagið Bayer m.a. byggt nýja verksmiðju í Mobil í Alabama í Bandaríkjunum til að mæta vaxandi eftirspurn þar sem verksmiðja  í Frankfurt í Þýskalandi hefur ekki undan. 
 
Monsanto hefur brugðist við með því að koma með eldra gróðureyðingarefni, „dicamba“, sem er þá væntanlega sterkara. Þá vinnur fyrirtækið að því að koma á markað kornafbrigðum sem þola báðar tegundir plöntueitursins. Gróðavonin af samlegðaráhrifum við samruna þessara fyrirtækja er því augljós.

Skylt efni: Monsanto | líftækni

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...