Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Bayer kaupir Monsanto
Fréttir 16. september 2016

Bayer kaupir Monsanto

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gengið hefur verið frá samningi um að þýski lyfja- og efnaframleiðandinn Bayer kaupi fræsölu- og efnaframleiðslurisan  Monsanto. Kaupverðið er 56,6 milljarðar bandaríkjadalir en uppreiknast í 66 milljarða dala þegar tekið er með í reikninginn að Bayer yfirtekur skuldir Monsanto.

Kaupin eru stærstu einstöku viðskipti ársins í heiminum og jafngildir kaupverðið tæpum 6,5 þúsund milljörðum íslenskra króna en 7,588 milljörðum sé yfirtaka skulda tekin með. Til samanburðar eru fjárlög íslenska ríkisins árið 2016  tæpir 700 milljarðar og tæp 10% af kaupverðinu en beingreiðslu vegna ný samþykktra búvörusamningana næstu tíu ári eru 13 milljarðar króna.

Samkeppni á fræ og efnamarkaði í landbúnaði er hörð og alltaf að harðna þegar kemur að matvælaframleiðslu í heiminum og fá risafyrirtæki sem bítast um yfirráð á því sviði.

Á síðasta ár sameinuðust bandarísku landbúnaðarrisarnir Dow og DuPont og Syngenta í Sviss gekk til liðs við kínverska fyrirtæki ChemChina sem er í ríkiseigu og með tögl og haldir þegar kemur að matvælaframleiðslu í Kína. Sameining Syngenta og ChemChina átti sér stað eftir að Syngenta mistókst að ná samningum við Monsanto. Samanlagt stjórna fyrirgreind fyrirtæki milli 80 og 90% af fræsölu og framleiðslu á efnum til landbúnaðar í heiminum.
 

Skylt efni: viðskipti | Bayer | Monsanto

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...