Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Bayer kaupir Monsanto
Fréttir 16. september 2016

Bayer kaupir Monsanto

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gengið hefur verið frá samningi um að þýski lyfja- og efnaframleiðandinn Bayer kaupi fræsölu- og efnaframleiðslurisan  Monsanto. Kaupverðið er 56,6 milljarðar bandaríkjadalir en uppreiknast í 66 milljarða dala þegar tekið er með í reikninginn að Bayer yfirtekur skuldir Monsanto.

Kaupin eru stærstu einstöku viðskipti ársins í heiminum og jafngildir kaupverðið tæpum 6,5 þúsund milljörðum íslenskra króna en 7,588 milljörðum sé yfirtaka skulda tekin með. Til samanburðar eru fjárlög íslenska ríkisins árið 2016  tæpir 700 milljarðar og tæp 10% af kaupverðinu en beingreiðslu vegna ný samþykktra búvörusamningana næstu tíu ári eru 13 milljarðar króna.

Samkeppni á fræ og efnamarkaði í landbúnaði er hörð og alltaf að harðna þegar kemur að matvælaframleiðslu í heiminum og fá risafyrirtæki sem bítast um yfirráð á því sviði.

Á síðasta ár sameinuðust bandarísku landbúnaðarrisarnir Dow og DuPont og Syngenta í Sviss gekk til liðs við kínverska fyrirtæki ChemChina sem er í ríkiseigu og með tögl og haldir þegar kemur að matvælaframleiðslu í Kína. Sameining Syngenta og ChemChina átti sér stað eftir að Syngenta mistókst að ná samningum við Monsanto. Samanlagt stjórna fyrirgreind fyrirtæki milli 80 og 90% af fræsölu og framleiðslu á efnum til landbúnaðar í heiminum.
 

Skylt efni: viðskipti | Bayer | Monsanto

Langflestir íbúar á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir 8. febrúar 2023

Langflestir íbúar á höfuðborgarsvæðinu

Samkvæmt tölum Byggðastofnunar fyrir árið 2022 var íbúafjöldi landsins 376.248. ...

Samband neysluverðs og framleiðsluverðs í matvælum
Fréttir 8. febrúar 2023

Samband neysluverðs og framleiðsluverðs í matvælum

Bændur og hinn almenni neytandi hafa lengið staðið bökum saman við að tryggja sa...

Rannsakar skyggnar konur
Fréttir 7. febrúar 2023

Rannsakar skyggnar konur

Dr. Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir sagnfræðingur rannsakar sögu skyggnra kvenn...

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri
Fréttir 6. febrúar 2023

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri

Margeir Ingólfsson og Sigríður Jóhanna Guðmundsdóttir, bændur á bænum Brú í Blás...

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...