Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Bayer kaupir Monsanto
Fréttir 16. september 2016

Bayer kaupir Monsanto

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gengið hefur verið frá samningi um að þýski lyfja- og efnaframleiðandinn Bayer kaupi fræsölu- og efnaframleiðslurisan  Monsanto. Kaupverðið er 56,6 milljarðar bandaríkjadalir en uppreiknast í 66 milljarða dala þegar tekið er með í reikninginn að Bayer yfirtekur skuldir Monsanto.

Kaupin eru stærstu einstöku viðskipti ársins í heiminum og jafngildir kaupverðið tæpum 6,5 þúsund milljörðum íslenskra króna en 7,588 milljörðum sé yfirtaka skulda tekin með. Til samanburðar eru fjárlög íslenska ríkisins árið 2016  tæpir 700 milljarðar og tæp 10% af kaupverðinu en beingreiðslu vegna ný samþykktra búvörusamningana næstu tíu ári eru 13 milljarðar króna.

Samkeppni á fræ og efnamarkaði í landbúnaði er hörð og alltaf að harðna þegar kemur að matvælaframleiðslu í heiminum og fá risafyrirtæki sem bítast um yfirráð á því sviði.

Á síðasta ár sameinuðust bandarísku landbúnaðarrisarnir Dow og DuPont og Syngenta í Sviss gekk til liðs við kínverska fyrirtæki ChemChina sem er í ríkiseigu og með tögl og haldir þegar kemur að matvælaframleiðslu í Kína. Sameining Syngenta og ChemChina átti sér stað eftir að Syngenta mistókst að ná samningum við Monsanto. Samanlagt stjórna fyrirgreind fyrirtæki milli 80 og 90% af fræsölu og framleiðslu á efnum til landbúnaðar í heiminum.
 

Skylt efni: viðskipti | Bayer | Monsanto

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...