Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Bayer kaupir Monsanto
Fréttir 16. september 2016

Bayer kaupir Monsanto

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gengið hefur verið frá samningi um að þýski lyfja- og efnaframleiðandinn Bayer kaupi fræsölu- og efnaframleiðslurisan  Monsanto. Kaupverðið er 56,6 milljarðar bandaríkjadalir en uppreiknast í 66 milljarða dala þegar tekið er með í reikninginn að Bayer yfirtekur skuldir Monsanto.

Kaupin eru stærstu einstöku viðskipti ársins í heiminum og jafngildir kaupverðið tæpum 6,5 þúsund milljörðum íslenskra króna en 7,588 milljörðum sé yfirtaka skulda tekin með. Til samanburðar eru fjárlög íslenska ríkisins árið 2016  tæpir 700 milljarðar og tæp 10% af kaupverðinu en beingreiðslu vegna ný samþykktra búvörusamningana næstu tíu ári eru 13 milljarðar króna.

Samkeppni á fræ og efnamarkaði í landbúnaði er hörð og alltaf að harðna þegar kemur að matvælaframleiðslu í heiminum og fá risafyrirtæki sem bítast um yfirráð á því sviði.

Á síðasta ár sameinuðust bandarísku landbúnaðarrisarnir Dow og DuPont og Syngenta í Sviss gekk til liðs við kínverska fyrirtæki ChemChina sem er í ríkiseigu og með tögl og haldir þegar kemur að matvælaframleiðslu í Kína. Sameining Syngenta og ChemChina átti sér stað eftir að Syngenta mistókst að ná samningum við Monsanto. Samanlagt stjórna fyrirgreind fyrirtæki milli 80 og 90% af fræsölu og framleiðslu á efnum til landbúnaðar í heiminum.
 

Skylt efni: viðskipti | Bayer | Monsanto

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...