Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Seðlabanki Evrópu.
Seðlabanki Evrópu.
Mynd / Coinmod
Fréttir 21. maí 2021

Bankar í Evrópu munu halda áfram að nötra af hneykslismálum og mistökum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Bankageirinn í Evrópu heldur áfram að nötra af hneykslismálum og mistökum sagði í grein á vef Bloomberg þann 6. apríl síðastliðinn. Það er allt önnur og dapurlegri sýn en sú mynd sem sumir íslenskir stjórnmálamenn hafa verið að reyna að draga upp af efnahagskerfinu í Evrópu að undanförnu og þykir eftirsóknarvert að Ísland verði hluti af.

Samkvæmt greininni í Bloomberg standa þýskir ríkissaksóknarar nú frammi fyrir kröfum um að ákæra þýska arm Greensill Capital bankans.

Fjármálaeftirlit Þýskalands, BaFin, hefur verið niðurlægt vegna 3,5 milljarða evra hneykslisins hjá greiðsluþjónustufyrirtækinu Wirecard AG í München sem kom upp í júní 2020. Fyrirtækið var skráð í kauphöllinni í Frankfurt og voru umsvif þess hluti af DAX vísitölunni. Þarna var um alvarlegt peningaþvættismál að ræða sem tengist stórum bönkum í mörgum löndum evrusvæðisins. Það hefur valdið vantrú á að bankaeftirlit hafi yfirsýn yfir það sem hefur verið að gerast í Evrópu.

Tímabært að draga úr vantrausti

„Það er löngu tímabært að laga þetta rof á trausti með því að ljúka gerð bankasambandsins „Banking Union. Aðgerðir eru nú brýnar og nauðsynlegar,“ segir Bloomberg.

„Leiðtogar á evrusvæðinu brugðust við alþjóðlegu fjármálakreppunni 2008-2009 með því að skuldbinda sig til að mynda bankasamband sem átti að fela í sér umbætur á reglugerð stærstu bankanna. Aðgerðir varðandi úrlausn banka og sameiginlega innstæðutryggingu fyrir meðlimi sambandsins. Rökin voru góð. Til að tryggja fjárhagslegan og efnahagslegan stöðugleika í framtíðinni þurfti Evrópa umbætur til að styrkja og stjórna stærstu bönkum Evrópu, sem standa undir um það bil 70% af útlánum yfir evrusvæðið.

Það hefði verið verulegur efnahagslegur ávinningur að gera það og við vorum fullviss um að af því yrði. Samt meira en áratug síðar er bankasambandinu enn ólokið. Það er kominn tími til að ljúka verk­efninu og gera Evrópu og banka hennar hæfari til að takast á við efnahagsstorma í framtíðinni,“ segir greinarhöfundur Bloomberg.

Innlánstryggingaráætlun hefur ekki gengið eftir

„Leiðtogum Evrópu hefur ekki tekist að ná markmiði sínu um evrópskt innlánstryggingaráætlun. Núverandi kerfi sem veitir öryggisafrit af innlendum forritum er ruglingslegt og ófullnægjandi. Leiðtogar Þýskalands og Frakklands hafa áhyggjur af því að þeir verði látnir borga reikninginn fyrir bankahrun í öðrum löndum. Þetta er skammsýnt. Að koma á fót einni, samræmdri innstæðutryggingaráætlun fyrir evrusvæðið, sem almenningur skilur vel, væri gott fyrir efnahagslegan stöðugleika. Ekki síst með því að byggja upp traust neytenda á heilbrigði og öryggi bankakerfisins. Í þessu skyni getur Evrópa lært af bandarísku alríkisstofnuninni (FDIC),“ segir í umfjöllun Bloomberg.

Samkvæmt tölum International banker berjast evrópskir bankar við erfiða stöðu m.a. vegna langvarandi neikvæðra vaxta. Þar er vísað í rannsókn á stöðu 1.300 banka í Evrópu. Þar kemur fram að 300 þeirra séu enn að bjóða upp á neikvæða útlánsvexti, allavega til sumra viðskiptavina, og þar af séu 200 að bjóða einstaklingum upp á neikvæða vexti. Samt reyna menn að vera bjartsýnir og yfirmaður seðlabanka Spánar, Pablo Hernández de Cos, telur að útlán eigi eftir að aukast verulega um leið og dregur úr áhrifum COVID-19.

Vextir mega ekki lækka

„Útlánsvextir mega ekki fara neðar,“ sagði í grein á vefsíðu International banker um áramótin. Þar segir einnig að búið sé að þurrausa ríkisaðstoð við bankana.

Þar sem suður-evrópsk hagkerfi eru sérstaklega skemmd af heimsfaraldrinum og þar sem slík hagkerfi hafa tilhneigingu til að vera með hærra hlutfall lítilla og meðalstórra fyrirtækja, býst ING bankinn enn fremur við því að þetta tiltekna undirsvæði muni upplifa verstu veikingu á eftirspurn bankalána á öllu myntbandalagssvæði evrunnar.

Búist við auknum samruna í bankakerfinu

Að mati International banker má vegna mikils vanda í bankakerfinu búast við auknum samrunatilraunum. Þá séu auknar áhyggjur í kerfinu út af sjálfbærni banka fremur en áhyggjur út af því að bankar verði of stórir til að það megi hreinlega ekki láta þá falla. Þar segir einnig að bankar á evrópskum nýmörkuðum verða líklega með sterkasta mótvind allra banka á árinu 2021.

Vísað er til þess að Moody's hafi varað við því snemma í desember að skerðingar á lánum muni aukast verulega vegna tvöfalds efnahagslegs áfalls heimsfaraldursins og lækkunar olíuverðs.

„Þrýstingur mun færast til banka í Mið- og Austur-Evrópu, en hagkerfi þar drógust minna saman en í löndum sem eru meginstoðir Evrópusambandsins.“

Þreyta og uppgjöf í bankastjórnendum

Þreyta, vanmáttur og uppgjöf virðist vera farin að einkenna evrópska bankakerfið að því er fram kom í könnun Deloitte á hug 200 alþjóðlegra bankastjórnenda. Þar sögðust tæplega 60 prósent evrópskra svarenda að ótti starfsmanna við að snúa aftur til starfa myndi hamla getu þeirra til að ná árangri eftir heimsfaraldurinn. Það er marktækt neikvæðari afstaða en fram kom í svörum bankastjórnenda í Norður-Ameríku og Asíu.

Skylt efni: bankakerfið

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...