Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Bandaríki Evrópu munu aldrei leysa vanda evrusvæðisins
Fréttir 4. nóvember 2015

Bandaríki Evrópu munu aldrei leysa vanda evrusvæðisins

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Evran mun verða keyrð inn í varanlegt slen ef farið verður í nánari efnahagslegan samruna ESB-ríkjanna. Það mun ekki leiða til neinnar hagsældar í þessu kreppulaskaða bandalagi, er haft eftir Olivier Blanchard, fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF, í breska blaðinu The Telegraph. 
 
Olivier Blanchard.
Blanchard er fæddur 1948 og hefur varið átta árum í að reyna að slökkva verstu efnahagslegu elda sem komið hafa upp í heiminum. Hann er talinn hafa verið einn af fremstu hagfræðingum á Vesturlöndum á síðasta áratug. Blanchard hefur einnig verið prófessor við Massachusetts Institute of Technology (MIT), en lét af störfum fyrir IMF um síðustu mánaðamót.  Hann varar alvarlega við þeim hugmyndum að flytja aukið vald frá aðildarþjóðum Evrópusambandsins til Brussel. 
 
Í framhaldi af vandræðum Grikkja hafa margir leiðtogar í ESB lagt mikla áherslu á myndun yfirþjóðlegrar stofnunar á borð við fjármálaráðuneyti og þing.  Er það talið mikilvægt til að ljúka ferli við myndun fjármála- og gjaldmiðilsbandalags sem hófst fyrir 15 árum. Í fararbroddi fyrir þessar skoðanir hafa farið Francois Hollande Frakklandsforseti, Jean-Claude Juncker, formaður framkvæmdastjórnar ESB, og Mario Draghi, bankastjóri evrópska seðlabankans.
 
Orð Blanchard koma eins og köld vatnsgusa framan í þessa menn sem haldið hafa uppi áróðri fyrir nauðsyn á myndun ofurríkis ESB (EU superstate) sem næsta skrefi samþættingar fjármálakerfisins.
 
Setur rök fyrir aðild í uppnám
 
Sömuleiðis hlýtur þetta að setja allar hugmyndir um aðild Íslands að ESB í furðulega stöðu. Svo ekki sé talað um kröfu ákveðinna hópa um þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram viðræðum við ESB eða ekki. Þá hlýtur það að vekja spurningar um hvort Íslendingar eigi að fara að sækja um aðild að fyrirheitnum Bandaríkjum Evrópu sem virtir sérfræðingar hafa svo miklar efasemdir um að gangi nokkurn tíma upp. Eins  hefur upptaka evrunnar alla tíð verið forsendan í rökum aðildarsinna fyrir inngöngu í ESB, en ljóst virðist af orðum Blanchard að staða evrunnar er og verður mjög veik. Hvort sem er í núverandi myntsamstarfi, eða eftir myndun hugsanlegs ofurríkis Evrópu. Að Ísland eða Noregur geti sótt efnahagsstyrk og stöðugleika í slíkt bandalag, virðast því vera harla undarleg rök út frá stöðu evrunnar og ESB í dag og rökum Blanchard og fleiri hagfræðinga.  
 
Fullur samruni ESB-ríkjanna mun ekki leysa vanda evrunnar
 
Hann segir að róttækar hugmyndir um fullan samruna ESB muni ekki leysa þann grundvallarvanda sem við er að glíma með evruna í evrópska myntsamstarfinu. Hann segir að þótt tekin yrði upp sameiginleg fjármálastjórn sem gæfi Brusselstjórninni skattlagningarvald og vald til að ráðstafa fjármunum samhliða því að stuðla að bankasamruna, þá muni það samt ekki leysa vandann. 
„Það mun samt ekki fá evruna til að virka greiðlega, jafnvel við bestu aðstæður.“
Hann bendir einfaldlega á þá staðreynd að ríkin sem mynda ESB séu innbyrðis of ólík efnahagslega til að geta myndað eitt ríki. Kerfi sem byggir á því að flytja fjármuni frá ríkari þjóðum til þeirra veikari og hefur verið keyrt áfram af Þýskalandi, mun einungis skaða samkeppni. Þá mun það alltaf plaga þær þjóðir sem verst standa innan ESB að mati Blanchard. „Aukinn samruni mun auðvelda ykkur að komast yfir  ákveðna hjalla, en á sama tíma mun það draga úr áhuga fyrir að auka nauðsynlega samkeppni.“
 
Bandaríki Evrópu leysa ekki vandann
 
Margir hagfræðingar hafa bent á að hvernig staðið var að myndun evrunnar á sínum tíma hafi verið stórkostlega mistök. Það sé dæmi sem geti aldrei gengið upp. Yfirþjóðlegt peningavald sé nauðsynlegt með sameiginlegri efnahagsstjórn til að búa til bakgrunn slíkrar myntar. Sameiginleg mynt meðal þjóðríkja með gjörólíkan efnahag geti aldrei gengið. Myndun Bandaríkja Evrópu  (United States of Europe) til að leysa vanda sem evran hefur þegar skapað gangi heldur ekki upp eins og Blanchard bendir á. Bandaríkjamaðurinn Maurice Obstfeld, sem er arftaki Blanchard hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, hefur hins vegar talað fyrir nánara efnahagssamstarfi ESB-ríkjanna til að reyna að brúa þá stofnanalegu gjá sem er í myntsamstarfinu. Blanchard segir aftur á móti að engar stofnanalegar tilraunir til lagfæringar komi til með að bjarga þessum málum.
 
„Án þess að hafa vald til að lækka gengið, verður efnahagskerfið dæmt um alla eilífð til að vera í endalausum lagfæringum, eins og að lækka vexti til að jafna stöðu fátækari ríkjanna við þau efnameiri." 
 
Blæs á tal um kraftaverkavöxt á Spáni
 
Blanchard blæs á allar væntingar um kraftaverkavöxt efnahagskerfisins á Spáni sem blásinn hefur verið upp af áróðursmeisturum í Brussel. 
 

Þegar fólk talar um sænska kraftaverkið, þá svara ég; þegar þú ert með 23% atvinnuleysi og 3% efnahagsvöxt, þá get ég ekki kallað það kraftaverk,“ sagði Blanchard. Hann segist hafa talið að núllvextir og lækkandi olíuverð ásamt lækkun evrunnar hefði átt að gera meira til að bæta ástandið en raun er á. Sagðist hann því hissa á að efnahagskerfi evrunnar skuli ekki ganga betur að höndla svo hagstæðar aðstæður. 

 

 

Evrusvæðið í hættu að mati stjórnarmanns Seðlabanka Evrópu 
 
Það eru fleiri sem tala á líkum nótum og Blanchard þessa dagana. Evrusvæðið er í hættu og Evrópski seðlabankinn getur ekki bjargað öllu segir Sabine Lautenschlaeger, stjórnarmaður í bankanum.
 
Fjármálakerfi evrusvæðisins (euro zone) mun áfram verða mjög varnarlaust og peningastefna þess ein og sér getur ekki leyst allan vanda. Ríkisstjórnir verða því að taka á vandanum og nýta frjálslega peningastefnu til að vinna sér tíma.  
 
Þetta sagði Sabine Lauten­schlaeger, sem situr í framkvæmdastjórn bankans, í ræðu sem hann hélt í Lima fyrr í þessum mánuði. 
 
Hann segir varnarleysi margra ríkja innan evrusvæðisins liggja í slæmri skuldastöðu, bæði hvað varðar opinberar skuldir og skuldir í einkageiranum. Þetta myndi flöskuháls sem komi í veg fyrir aukna framleiðni og vöxt. 

2 myndir:

Skylt efni: Evrusvæðið | Evra

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...