Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Frá bændafundinum í Hrafnagilsskóla.
Frá bændafundinum í Hrafnagilsskóla.
Mynd / Hermann Ingi
Fréttir 23. mars 2023

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælaráðherra fundaði með eyfirskum bændum síðastliðið sunnudagskvöld í mötuneyti Hrafnagilsskóla.

Margvísleg landbúnaðarmál voru til umræðu, ný kornræktarskýrsla og stuðningur stjórnvalda við þá grein, endurskoðun búvörusamninga og nýjar stefnur stjórnvalda um landbúnað og matvæli.

„Þetta var góður fundur og bara nokkuð vel sóttur miðað við fundartímann,“ segir Hermann Ingi Gunnarsson, bóndi á Klauf og oddviti sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, en hann skipulagði bændafundinn.

„Það komu um 50 manns og það sköpuðust góðar umræður um eiginlega allt sem við kemur landbúnaðinum. Það var auðvitað farið dálítið yfir kornræktina og það var áhugavert að heyra matvælaráðherra segja að það fjármagn sem á að setja inn í greinina kemur til viðbótar við annan stuðning sem nú þegar er til staðar.

Svo var farið nokkuð yfir þá alvarlegu stöðu sem bæði sauðfjárbændur og ekki síður nautgripabændur glíma nú við, sem varðar rekstrarafkomu búanna.

Á síðasta ári kom auðvitað inn rekstrarstuðningur úr spretthópnum en því verður ekki til að dreifa núna. Síðan hefur staðan ekkert lagast en ofan á óhagstætt afurðaverð, sérstaklega í nautakjötinu, leggst svo aukin skuldabyrði ofan á vandann hjá mörgum. Bændur fengu alveg hljómgrunn hjá ráðherra en það komu svo sem engar lausnir fram. Hins vegar sagði hún alveg skýrt að það ætti að standa vörð um tollverndina – og jafnvel að herða hana.“

Endurskoðun búvörusamninga verður gerð í sátt

Hermann Ingi segir að ráðherra hafi aðeins sýnt á spilin í endurskoðun búvörusamninga sem nú er í gangi, í það minnsta hvernig nálgunin væri af hálfu stjórnvalda.

„Það kom alveg skýrt fram að full sátt myndi verða með þær breytingar sem gerðar yrðu á samningunum. Það þýðir að stjórnvöld ætla ekki að breyta neinum ákvæðum nema báðir aðilar séu sammála um að breyta þeim,“ segir Hermann Ingi.

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...

Deilt um túlkun á gildissviði regluverks
Fréttir 30. maí 2023

Deilt um túlkun á gildissviði regluverks

Íslensk stjórnvöld telja blóðtöku á fylfullum hryssum teljast til afurðanýtingar...

Nýir pistlahöfundar
Fréttir 29. maí 2023

Nýir pistlahöfundar

Lesendur Bændablaðsins munu rekast á nýja pistlahöfunda í 10 tölublaði Bændablað...

Arfgreining nautgripa gengur vel
Fréttir 29. maí 2023

Arfgreining nautgripa gengur vel

Búið er að lesa næstum 20 þúsund niðurstöður arfgreininga í gagnagrunn nautgripa...