Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Nú þegar hefur stór hluti af áburði næsta árs verið seldur. Þrátt fyrir miklar verðhækkanir gerir Yara ekki ráð fyrir mikilli söluminnkun.
Nú þegar hefur stór hluti af áburði næsta árs verið seldur. Þrátt fyrir miklar verðhækkanir gerir Yara ekki ráð fyrir mikilli söluminnkun.
Mynd / Yara International ASA
Fréttir 30. september 2022

Áburðarsala í fullum gangi þrátt fyrir hátt verð

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Norskir bændur eru byrjaðir að versla inn tilbúinn áburð fyrir næsta ár. Salan byrjaði þegar í júní og segja fulltrúar Yara söluna vera svipaða og undanfarin ár. Bondabladet greinir frá.

Anders Trømborg, markaðsstjóri hjá Yara, gerir ráð fyrir að salan verði 30-40 þúsund tonnum undir meðalárinu.

Þróunin virðist stefna í þá átt að bændur kaupi frekar áburð með háu köfnunarefnisinnihaldi og leggi meira upp úr betri nýtingu húsdýraáburðar. Samkvæmt Trømborg eru það sérstaklega kúabændur sem hafa breytt sínum aðferðum til að þurfa ekki að reiða sig eins mikið á tilbúinn áburð.

Í kringum síðustu mánaðamót er líklegt að 35-40 prósent af sölunni á þrígildum áburði og 25-30 prósent af sölunni á tvígildum áburði hafi þegar verið staðfest, og því má segja að sölutímabilið sé í fullum gangi.

Þrátt fyrir miklar verðhækkanir á áburðarefnum og brostnar aðfangakeðjur gerir Yara ekki ráð fyrir að lenda í vandræðum með afhendingu á norska markaðinn næsta vor. Trømborg viðurkennir þó að hátt gasverð í Evrópu og skert aðgengi að flutningaskipum hafi flækt málin.

Ný og endurbætt vorbók
Fréttir 18. mars 2024

Ný og endurbætt vorbók

Á vordögum tökum við í notkun endurbætta útgáfu að hinni góðu gulu vorbók sem er...

Fræðasamfélag í uppbyggingu
Fréttir 18. mars 2024

Fræðasamfélag í uppbyggingu

Í Mývatnssveit er verið að byggja upp svokallaða vettvangsakademíu fyrir kennslu...

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora
Fréttir 18. mars 2024

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora

Magne Kvam hefur tekið upp á sitt einsdæmi að leggja spor fyrir skíðagöngu á höf...

Íbúum utan borgarinnar fjölgar
Fréttir 15. mars 2024

Íbúum utan borgarinnar fjölgar

Yfirlit yfir þróun byggðar hérlendis er eitt verkefna Byggðastofnunar, en nýveri...

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum
Fréttir 15. mars 2024

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum

Oddný Steina Valsdóttir og Ágúst Jensson, bændur á Butru í Fljótshlíð, eru fyrst...

Fimm tegundir teknar af skrá
Fréttir 15. mars 2024

Fimm tegundir teknar af skrá

Samkvæmt niðurstöðum áburðareftirlits Matvælastofnunar fyrir innfluttan tilbúinn...

Loftslag
Fréttir 15. mars 2024

Loftslag

Gagnvirkur loftslagsatlas sýnir fortíð og spáir fyrir um framtíð.

Bændavakt á Búnaðarþingi
Fréttir 14. mars 2024

Bændavakt á Búnaðarþingi

Búnaðarþing er nú haldið á Hótel Reykjavík Natura. Á Bændavakt á vef Bændasamtak...