Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Nú þegar hefur stór hluti af áburði næsta árs verið seldur. Þrátt fyrir miklar verðhækkanir gerir Yara ekki ráð fyrir mikilli söluminnkun.
Nú þegar hefur stór hluti af áburði næsta árs verið seldur. Þrátt fyrir miklar verðhækkanir gerir Yara ekki ráð fyrir mikilli söluminnkun.
Mynd / Yara International ASA
Fréttir 30. september 2022

Áburðarsala í fullum gangi þrátt fyrir hátt verð

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Norskir bændur eru byrjaðir að versla inn tilbúinn áburð fyrir næsta ár. Salan byrjaði þegar í júní og segja fulltrúar Yara söluna vera svipaða og undanfarin ár. Bondabladet greinir frá.

Anders Trømborg, markaðsstjóri hjá Yara, gerir ráð fyrir að salan verði 30-40 þúsund tonnum undir meðalárinu.

Þróunin virðist stefna í þá átt að bændur kaupi frekar áburð með háu köfnunarefnisinnihaldi og leggi meira upp úr betri nýtingu húsdýraáburðar. Samkvæmt Trømborg eru það sérstaklega kúabændur sem hafa breytt sínum aðferðum til að þurfa ekki að reiða sig eins mikið á tilbúinn áburð.

Í kringum síðustu mánaðamót er líklegt að 35-40 prósent af sölunni á þrígildum áburði og 25-30 prósent af sölunni á tvígildum áburði hafi þegar verið staðfest, og því má segja að sölutímabilið sé í fullum gangi.

Þrátt fyrir miklar verðhækkanir á áburðarefnum og brostnar aðfangakeðjur gerir Yara ekki ráð fyrir að lenda í vandræðum með afhendingu á norska markaðinn næsta vor. Trømborg viðurkennir þó að hátt gasverð í Evrópu og skert aðgengi að flutningaskipum hafi flækt málin.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...