Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Neysla á nautakjöti í Asíu hefur aukist um 69% og svínakjöti um 42%.
Neysla á nautakjöti í Asíu hefur aukist um 69% og svínakjöti um 42%.
Fréttir 12. september 2018

Aukin kjötneysla mun hafa slæm áhrif á umhverfið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ný greining á kjötneyslu í heiminum bendir til að neysla á kjöti muni aukast með auknum fólksfjölda og að aukning í neyslu kjöts muni hafa verulega slæm umhverfisáhrif.

Í grein sem birt var í Science er haft eftir faraldsfræðingi við háskólann í Oxford að kannanir sýna að neysla á kjöti í heiminum sé að aukast og að flest bendi til að hún eigi eftir að aukast enn meira á næstu áratugum vegna aukins mannfjölda. Samkvæmt greininni er ekki nóg með að mikil kjötneysla sé slæm fyrir umhverfið, meðal annars vegna áhrifa kjötframleiðslu til aukinnar hlýnunar jarðar, því mikil kjötneysla, sérstaklega unnar kjötvörur, eykur líkur á ristilkrabbameini og hjartasjúkdómum.

Fram kemur að meðalneysla á kjöti jókst úr 23 kílóum árið 1961 í 43 kíló á mann árið 2014. Aukningin í framleiðslu á kjöti í heiminum frá 1961 til okkar tíma er ríflega fjórföld.

Reyndar hefur dregið úr kjötneyslu í nokkrum löndum heims undanfarin ár. Kjötneysla á Bretlandseyjum hefur til dæmis minnkað um 4,2% og neysla á beikoni um 7% frá 2012. Aðra sögu er að segja frá Kína og mörgum löndum í Austur-Asíu þar sem neysla á kjöti hefur aukist um 76% og er enn að aukast frá aldamótum. Neysla á nautakjöti í Asíu hefur aukist um 69% og svínakjöti um 42% á sama tíma.

Í dag eru íbúar jarðar tæplega 7,7 milljarðar og gera spár ráð fyrir að þeir verði 10 milljarðar árið 2050 ef ekkert alvarlegt gerist til að draga úr fólksfjölda. Í greininni í Science segir að ekki sjái fyrir endann á því hvernig eigi að sjá stórum hluta þess fólks fyrir kjöti án þess að ganga alvarlega á umhverfið og valda gríðarlegum umhverfisspjöllum.

Skylt efni: Umhverfismál | Kjötneysla

Fjarlæsingarbúnaður aftrar rússneskum þjófum
Fréttir 24. maí 2022

Fjarlæsingarbúnaður aftrar rússneskum þjófum

Undanfarnar vikur hafa borist fregnir af því að rússneskir hermenn fari ránshend...

Styrktarsamningur Eyjafjarðarsveitar og Skógræktarfélags Eyfirðinga markar tímamót
Fréttir 24. maí 2022

Styrktarsamningur Eyjafjarðarsveitar og Skógræktarfélags Eyfirðinga markar tímamót

Skrifað hefur verið undir styrktar­samning til tveggja ára milli Skógræktarfélag...

Nissan mögulega fyrsta fyrirtækið til að hefja tilraunaframleiðslu á fastkjarnarafhlöðu
Fréttir 23. maí 2022

Nissan mögulega fyrsta fyrirtækið til að hefja tilraunaframleiðslu á fastkjarnarafhlöðu

Þegar Nissan kynnti fyrst áætlanir um frumgerð fatskjarnarafhlaða (solid-state),...

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas
Fréttir 20. maí 2022

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas

Klofningur er innan Evrópu­sam­bandsins varðandi kaup á gasi og olíu frá Rússlan...

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins
Fréttir 20. maí 2022

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins

Þýski stórbankinn Bundesbank varar Evrópusambandið við að allsherjar viðskiptaba...

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur
Fréttir 20. maí 2022

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur

Matvælaráðuneytið vekur athygli á að umsóknarfrestur vegna styrkja til aðlögunar...

Tæplega 80 þúsund gistinætur og  Íslendingar í miklum meirihluta
Fréttir 19. maí 2022

Tæplega 80 þúsund gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta

„Við trúum því að veðrið verði áfram með okkur í liði og að við eigum gott og fe...

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...