Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Hulda Brynjólfsdóttir sagði frá reynslu þeirra Tyrfings Sveinssonar í Lækjartúni sem hófu að nálgast auðgandi landbúnað í gegnum nautgriparækt sína.
Hulda Brynjólfsdóttir sagði frá reynslu þeirra Tyrfings Sveinssonar í Lækjartúni sem hófu að nálgast auðgandi landbúnað í gegnum nautgriparækt sína.
Mynd / smh
Fréttir 11. apríl 2025

Auðgandi landbúnaður til umræðu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Málþing um „auðgandi landbúnað“ var haldið á Hilton Reykjavík Nordica 2. apríl, þar sem íslenskir og bandarískir fræðimenn og bændur deildu reynslu sinni af þessari nálgun í landbúnað. Þar er markmiðið að rækta jarðveginn og gera hann sjálfbæran fyrir búfjárrækt eða annan landbúnað.

Segja má að á Íslandi sé þessi nálgun rétt að skjóta rótum meðal bænda. Þeir eru fáir íslenskir bændurnir sem beinlínis gefa sig út fyrir að stunda auðgandi landbúnað, en hugmyndafræðin er þó náskyld lífrænum landbúnaði.

Bændur á þremur bæjum sem aðhyllast hugmyndafræðina og vilja breiða hana út, stóðu að skipulagningu málþingsins.

Hugtakið þekkist á ensku sem „Regenerative Agriculture“ en íslenska aðlögunin, „auðgandi landbúnaður“, mun vera ættuð frá Kristínu Völu Ragnarsdóttur, prófessor emerita í sjálfbærnivísindum við Háskóla Íslands, sem var í hópi framsögufólks á málþinginu. Þar útskýrði hún einmitt í sínu erindi um hvað málið snýst.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.