Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Svona sjá hönnuðir H2X í Ástralíu að vetnisknúin dráttarvél geti litið út. Þeir veðja á að vetnið verði framtíðareldsneyti fyrir trukka, rútur og þungar vinnuvélar í framtíðinni og hyggjast hefja framleiðslu á einhverjum þessara hugverka sinna næsta ári.
Svona sjá hönnuðir H2X í Ástralíu að vetnisknúin dráttarvél geti litið út. Þeir veðja á að vetnið verði framtíðareldsneyti fyrir trukka, rútur og þungar vinnuvélar í framtíðinni og hyggjast hefja framleiðslu á einhverjum þessara hugverka sinna næsta ári.
Mynd / H2X
Fréttir 16. desember 2020

Ástralir hyggjast hefja framleiðslu á vetnisknúnum jeppum, trukkum, rútum og dráttarvélum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Ástralska fyrirtækið H2X kynnti í sumar þau metnaðarfullu markmið að koma í framleiðslu jeppum, trukkum, rútum og dráttarvélum sem búin verði vetnis-efnarafölum sem knýja rafmótora. 

Fyrirtækið hefur þegar smíðað frumgerð jeppa eða jepplings sem heitir Snowy og er með 60 kW vetnis-efnarafal og með heildarafl drifbúnaðar upp á 190 kW, eða sem samsvarar 255 hestöflum. Það eru þó ekki bara fólksbílar sem menn hafa áhuga á að framleiða hjá H2X, því hugur eigenda stefnir líka á hönnun á þungum ökutækjum eins og trukkum, rútum og jafnvel dráttarvélum. Til að knýja þessi stóru tæki verða efnarafalar upp á 300 til 550 kW. Ráðgera forsvarsmenn H2X að framleiðsla geti hafist í júlí 2021. 

Ef allt gengur upp mun H2X verða fyrsta fyrirtækið til að framleiða dráttarvél á ástralskri grundu síðan 1986 þegar International Harvester lokaði  dráttarvéla-verksmiðju sinni í Geeloc, Victoríuríki.

Höfuðstöðvar H2X verða í Port Kembal nærri Wollongong, en þar er einmitt staðsett vetnisverksmiðja. 

Yfirmenn H2X eru síður en svo nýgræðingar í bílaframleiðsluheiminum. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins heitir Brendan Norman, en lykilmaður og hönnuður með honum er Chris Reitz, sem starfað hefur m.a. með Audi, VW, Nissan og Fiat. Hönnuður drifbúnaðarins er Peter Zienau, sem starfað hefur með General Motors. Tæknistjórinn er Ian Thompson, sem á sinn bakgrunn í bílaiðnaði hjá Lotus og Aston Martin. Þá sér Alan Marder um stefnumörkun fyrirtækisins, en hann starfaði áður hjá Toyota.

Frumgerð af vetnisknúna jepplingnum Snowy frá H2X í Ástralíu. 

Skylt efni: vetni | vetnisbílar

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.