Svona sjá hönnuðir H2X í Ástralíu að vetnisknúin dráttarvél geti litið út. Þeir veðja á að vetnið verði framtíðareldsneyti fyrir trukka, rútur og þungar vinnuvélar í framtíðinni og hyggjast hefja framleiðslu á einhverjum þessara hugverka sinna næsta ári.
Svona sjá hönnuðir H2X í Ástralíu að vetnisknúin dráttarvél geti litið út. Þeir veðja á að vetnið verði framtíðareldsneyti fyrir trukka, rútur og þungar vinnuvélar í framtíðinni og hyggjast hefja framleiðslu á einhverjum þessara hugverka sinna næsta ári.
Mynd / H2X
Fréttir 16. desember 2020

Ástralir hyggjast hefja framleiðslu á vetnisknúnum jeppum, trukkum, rútum og dráttarvélum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Ástralska fyrirtækið H2X kynnti í sumar þau metnaðarfullu markmið að koma í framleiðslu jeppum, trukkum, rútum og dráttarvélum sem búin verði vetnis-efnarafölum sem knýja rafmótora. 

Fyrirtækið hefur þegar smíðað frumgerð jeppa eða jepplings sem heitir Snowy og er með 60 kW vetnis-efnarafal og með heildarafl drifbúnaðar upp á 190 kW, eða sem samsvarar 255 hestöflum. Það eru þó ekki bara fólksbílar sem menn hafa áhuga á að framleiða hjá H2X, því hugur eigenda stefnir líka á hönnun á þungum ökutækjum eins og trukkum, rútum og jafnvel dráttarvélum. Til að knýja þessi stóru tæki verða efnarafalar upp á 300 til 550 kW. Ráðgera forsvarsmenn H2X að framleiðsla geti hafist í júlí 2021. 

Ef allt gengur upp mun H2X verða fyrsta fyrirtækið til að framleiða dráttarvél á ástralskri grundu síðan 1986 þegar International Harvester lokaði  dráttarvéla-verksmiðju sinni í Geeloc, Victoríuríki.

Höfuðstöðvar H2X verða í Port Kembal nærri Wollongong, en þar er einmitt staðsett vetnisverksmiðja. 

Yfirmenn H2X eru síður en svo nýgræðingar í bílaframleiðsluheiminum. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins heitir Brendan Norman, en lykilmaður og hönnuður með honum er Chris Reitz, sem starfað hefur m.a. með Audi, VW, Nissan og Fiat. Hönnuður drifbúnaðarins er Peter Zienau, sem starfað hefur með General Motors. Tæknistjórinn er Ian Thompson, sem á sinn bakgrunn í bílaiðnaði hjá Lotus og Aston Martin. Þá sér Alan Marder um stefnumörkun fyrirtækisins, en hann starfaði áður hjá Toyota.

Frumgerð af vetnisknúna jepplingnum Snowy frá H2X í Ástralíu. 

Skylt efni: vetni | vetnisbílar

Flutt voru út 2.320 hross sem er mesti hrossaútflutningur síðan 1997
Fréttir 26. febrúar 2021

Flutt voru út 2.320 hross sem er mesti hrossaútflutningur síðan 1997

Árið 2020 voru 2.320 hross flutt út frá Íslandi en eftirspurn eftir íslenska hes...

Stefnt að fullri kolefnisjöfnun hjá Lambhaga
Fréttir 26. febrúar 2021

Stefnt að fullri kolefnisjöfnun hjá Lambhaga

Fyrstu niðurstöður úr mæl­ingu á kolefnisfótspori garðyrkju­stöðvarinnar Lambhag...

Gerlamagn eðlilegt í tilraunaverkefni um heimaslátrun
Fréttir 25. febrúar 2021

Gerlamagn eðlilegt í tilraunaverkefni um heimaslátrun

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt skýrslu um tilraunaverkefni á ve...

Lyfjahampur og kannabislyf verði leyfð í lækningaskyni
Fréttir 25. febrúar 2021

Lyfjahampur og kannabislyf verði leyfð í lækningaskyni

Þingsályktun um þróunaráætlun og tilraunaverkefni fyrir ræktun lyfjahamps og not...

Umsögn með höfnun lýsir fádæma fordómum
Fréttir 25. febrúar 2021

Umsögn með höfnun lýsir fádæma fordómum

Einn geitfjárræktandi var í hópi umsækjenda um styrk úr Matvælasjóði. Hann fékk ...

Sama aðalstjórn situr áfram hjá Samtökum smáframleiðenda matvæla
Fréttir 24. febrúar 2021

Sama aðalstjórn situr áfram hjá Samtökum smáframleiðenda matvæla

Á aðalfundi Samtaka smáframleiðenda matvæla, sem haldinn var í gær með fjarfunda...

GM og Navistar mynda bandalag um smíði á vetnisknúnum raftrukkum
Fréttir 23. febrúar 2021

GM og Navistar mynda bandalag um smíði á vetnisknúnum raftrukkum

Fyrirtækið Navistar í Banda­ríkjunum tekur þátt í inn­leiðingu nýrra orkugjafa í...

Fyrsta sjálfstýrða vetnisknúna dráttarvél Kínverja
Fréttir 19. febrúar 2021

Fyrsta sjálfstýrða vetnisknúna dráttarvél Kínverja

Kínverjar kynntu til sögunnar glænýja sjálfstýrða vetnis- og rafhlöðuknúna drátt...